Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Hallgrímspassía Atla Heimis í
sjónvarpi á föstudaginn langa
FYRSTA íslenska passían,
„Hallgrímspassía“ verður flutt í
Ríkissjónvarpinu á föstudaginn
langa. Höfundur tónlistar og
handrits er Atli Heimir Sveins-
son. Tónlistin er byggð á Passíu-
sálmalögum úr safni Bjarna Þor-
steinssonar og tekur passían um
2 tíma í flutningi. Upptökustjóri
er Friðrik Þór Friðriksson, leik-
stjóri Sveinn Einarsson og stjórn-
andi kórs og hljómsveitar er
Hörður Askelsson.
Flytjendur eru Módettukór
Hallgrímskirkju, 19 manna hljóm-
sveit skipuð 14 blásurum, 3 kontra-
bassaleikumm og orgelleikara og
einsöngvaramir Inga Backmann,
sópran, Jóhanna Þórhallsdóttir,
mezzosópran og Viðar Gunnarsson,
bassi. Einnig !esa sálmana leikar-
amir Amar Jónsson, Anna Kristín
Magnúsdóttir, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Gísli Halldórsson og
Hallmar Sigurðsson.
Hallgrímspassían var upphaflega
Unnið að uppfærslu Hallgrímspassíu, f.v.: Þorvar Hafsteinsson, hljóð-
maður, Hörður Áskelsson, tónlistarstjóri, Atli Heimir Sveinsson tón-
skáld, Friðrik Þór Friðriksson upptökustjóri, Sveinn Einarsson leik-
stjóri, Sigrún Pétursdóttir skrifta og Guðmundur Kristjánsson töku-
maður.
samin fyrir Dómkirkjuna og Ragnar og flutt þar tvisvar fyrir um 15
Bjömsson, þáverandi dómorganista ámm. Hún var einnig flutt á vígslu-
ári Hallgrímskirkju, í bæði skiptin
útsett í styttri gerð. Atli Heimir
hefur nú útsett hana fyrir stóra
hljómsveit. Segist Atli hafa tekið
sér það fyrir hendur að stytta sál-
mana. Engu orði hafi verið hnikað
og tímaröð sálmana sé óbreytt,
Anna Kristín Magnúsdóttir og
Amar Jónsson leikarar, lesa sál-
mana í Hallgrímspassíu.
aðeins hafl verið fellt úr. Hann
hafi haft að leiðarljósi passíformið,
þar sem skiptist á frásögn, hugleið-
ingar, bænir og lofsöngvar.
Upptökur að Hallgrímspassíu
hófust í kringum 20. mars. Friðrik
Þór Friðriksson, sem stjómar upp-
tökum sagðist hafa farið þá leið að
hafa uppfærsluna sem einfaldasta
og nota engar brellur. „Textinn er
svo sterkur að hann hefur sigrað
allt ptjál,“ sagði Friðrik.
I/EÐURHORFUR í DAG, 28.3. 88
YFIRLIT í gær: 978 mb laegð við N-Skotland þokast austur en frá
henni liggur lægðardrag til vesturs. Yfir N-Grænlandi er 1.027 mb
lægð.
SPÁ: ( dag verður fremur hæg norðaustanátt á lanndinu. Él verða
við norðurströndina, dálítil súld eða slydduél á Austurlandi og skúr-
ir á Suð-Austuriandi. Suövestanlands verður víða léttskýjaö. Hiti
verður 3—6 stig sunnanlands en annars nálægt frostmarki. Á Vest-
fjörðum verður þó vægt frost.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG og MÁNUDAG: Fremur hæg norðaustlæg
átt. Dálítil él á Norður- og Austurlandi en þurrt og víða lóttskýjað
um sunnan- og vestanvert landið. Vægt frost norðanlands. 3—6
stiga hiti sunnanlands að degi til, en víða næturfrost til landsins.
x Noröan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J. Skafrenningur
Þrumuveður
\ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veéur Akureyrí 1 skýjað Reykjavfk S léttakýjað
Bergen 7 skýjað
Helsinki 1 komsnjór
Jan Mayen +2 alskýjað
Kaupmannah. 4 rigning
Narssarssuaq +3 snjókoma
Nuuk +7 snjókoma
Osló 1 snjókoma
Stokkhólmur 1 snjókoma
Þórshöfn e alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 5 rlgning
Aþena vantar
Barcelona 21 hálfskýjað
Beriín 9 skýjað
Chicago 7 alskýjað
Feneyjar 13 skýjað
Frankfurt S rignlng
Glasgow 9 úrkoma
Hamborg 8 skýjað
Las Þahnas 25 helðskfrt
London 10 skúr
Los Angeles 20 heiðskírt
Lúxemborg 9 skur
Madríd 23 hátfskýjað
Malaga 21 skýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal 0 alskýjað
NewYork 6 þoka
París 10 skúr
Róm 16 skýjað
Vln 11 alskýjað
Washlngton 13 lóttskýjað
Winnipeg 0 snjókoma
Valoncia 28 lóttskýjað
Grímur Engilberts
ritstjóri látinn
LÁTINN er í Reykjavík á sjötug-
asta og sjötta aldursári Grímur
Engilberts, fyrrum ritstjóri
bama- og unglingablaðsins Æsk-
unnar. Grímur fæddist í
Reykjavík, 19. maí 1912, yngstur
þríggja sona hjónanna Sigurjóns
Grimssonar og Birgittu Jóns-
dóttur.
Að loknu prentnámi árið 1930
gerðist Grímur setjari við ríkis-
prentsmiðjuna Gutenberg og starf-
aði þar í 34 ár, síðustu 10 árin sem
verkstjóri.
Grímur varð ritstjóri bama- og
unglingablaðsins Æskunnar 1956
og gegndi því starfí allt þar til hann
lét af störfum fyrir þremur árum.
Forseti íslands sæmdi Grím Eng-
ilberts riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1979.
Grímur kvæntist árið 1944 Lauf-
eyju B. Magnúsdóttur. Hún lifír
mann sinn. Einkasonur þeirra er
Birgir Engilberts myndlistarmaður
Grímur Engilberts.
og rithöfundur.
Útför Gríms Engilberts hefur
verið gerð í kyrrþey.
HUmar Norðfjörð loft-
skeytamaður látinn
HILMAR Norðfjörð lést á
fimmtudag i Landakotsspítalan-
um á 82. aldursárí. Hann var
síðustu ár ævi sinnar á Hrafnistu
í Reykjavík, en lengst af átti
hann heima á Brávallagötu 12.
Hilmar hét fullu nafni Jón Hilm-
ar og fæddist norður á Sauðárkróki
2. september 1906. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhannes Norðfjörð
úrsmiður og kaupmaður og Asa
Jónsdóttir hótelstýra.
Hann tók loftskeytamannapróf
árið 1923 og var meðal hinna elstu
í þeirri stétt. Þegar næsta ár fór
hann á togara Kveldúlfs-félagsins
og var á togurum þess félags óslit-
ið í 20 ár. Þá hætti hann sjó-
mennsku og var loftskeytamaður á
Veðurstofunni. Þar starfaði Hilmar
óslitið til ársins 1977 og var síðustu
árin deildarstjóri fjarskiptadeildar-
innar.
Hilmar lét dýravemdunarmálefni
til sína taka og var gerður að heið-
ursfélaga Dýravemdunarsambands
íslands. Einnig annaðist hann m.a.
dreifíngu á tímariti lögfræðinga í
hartnær atdarfjórðung.
Síðustu 11 árin var Hilmar ekkju-
maður en kona hans var Vilborg
„Stella" Grönvold. Hann lætur eftir
sig dóttur, Steinunni Margréti.