Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Hallgrímspassía Atla Heimis í sjónvarpi á föstudaginn langa FYRSTA íslenska passían, „Hallgrímspassía“ verður flutt í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn langa. Höfundur tónlistar og handrits er Atli Heimir Sveins- son. Tónlistin er byggð á Passíu- sálmalögum úr safni Bjarna Þor- steinssonar og tekur passían um 2 tíma í flutningi. Upptökustjóri er Friðrik Þór Friðriksson, leik- stjóri Sveinn Einarsson og stjórn- andi kórs og hljómsveitar er Hörður Askelsson. Flytjendur eru Módettukór Hallgrímskirkju, 19 manna hljóm- sveit skipuð 14 blásurum, 3 kontra- bassaleikumm og orgelleikara og einsöngvaramir Inga Backmann, sópran, Jóhanna Þórhallsdóttir, mezzosópran og Viðar Gunnarsson, bassi. Einnig !esa sálmana leikar- amir Amar Jónsson, Anna Kristín Magnúsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Gísli Halldórsson og Hallmar Sigurðsson. Hallgrímspassían var upphaflega Unnið að uppfærslu Hallgrímspassíu, f.v.: Þorvar Hafsteinsson, hljóð- maður, Hörður Áskelsson, tónlistarstjóri, Atli Heimir Sveinsson tón- skáld, Friðrik Þór Friðriksson upptökustjóri, Sveinn Einarsson leik- stjóri, Sigrún Pétursdóttir skrifta og Guðmundur Kristjánsson töku- maður. samin fyrir Dómkirkjuna og Ragnar og flutt þar tvisvar fyrir um 15 Bjömsson, þáverandi dómorganista ámm. Hún var einnig flutt á vígslu- ári Hallgrímskirkju, í bæði skiptin útsett í styttri gerð. Atli Heimir hefur nú útsett hana fyrir stóra hljómsveit. Segist Atli hafa tekið sér það fyrir hendur að stytta sál- mana. Engu orði hafi verið hnikað og tímaröð sálmana sé óbreytt, Anna Kristín Magnúsdóttir og Amar Jónsson leikarar, lesa sál- mana í Hallgrímspassíu. aðeins hafl verið fellt úr. Hann hafi haft að leiðarljósi passíformið, þar sem skiptist á frásögn, hugleið- ingar, bænir og lofsöngvar. Upptökur að Hallgrímspassíu hófust í kringum 20. mars. Friðrik Þór Friðriksson, sem stjómar upp- tökum sagðist hafa farið þá leið að hafa uppfærsluna sem einfaldasta og nota engar brellur. „Textinn er svo sterkur að hann hefur sigrað allt ptjál,“ sagði Friðrik. I/EÐURHORFUR í DAG, 28.3. 88 YFIRLIT í gær: 978 mb laegð við N-Skotland þokast austur en frá henni liggur lægðardrag til vesturs. Yfir N-Grænlandi er 1.027 mb lægð. SPÁ: ( dag verður fremur hæg norðaustanátt á lanndinu. Él verða við norðurströndina, dálítil súld eða slydduél á Austurlandi og skúr- ir á Suð-Austuriandi. Suövestanlands verður víða léttskýjaö. Hiti verður 3—6 stig sunnanlands en annars nálægt frostmarki. Á Vest- fjörðum verður þó vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG og MÁNUDAG: Fremur hæg norðaustlæg átt. Dálítil él á Norður- og Austurlandi en þurrt og víða lóttskýjað um sunnan- og vestanvert landið. Vægt frost norðanlands. 3—6 stiga hiti sunnanlands að degi til, en víða næturfrost til landsins. x Noröan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður \ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veéur Akureyrí 1 skýjað Reykjavfk S léttakýjað Bergen 7 skýjað Helsinki 1 komsnjór Jan Mayen +2 alskýjað Kaupmannah. 4 rigning Narssarssuaq +3 snjókoma Nuuk +7 snjókoma Osló 1 snjókoma Stokkhólmur 1 snjókoma Þórshöfn e alskýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 5 rlgning Aþena vantar Barcelona 21 hálfskýjað Beriín 9 skýjað Chicago 7 alskýjað Feneyjar 13 skýjað Frankfurt S rignlng Glasgow 9 úrkoma Hamborg 8 skýjað Las Þahnas 25 helðskfrt London 10 skúr Los Angeles 20 heiðskírt Lúxemborg 9 skur Madríd 23 hátfskýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 20 skýjað Montreal 0 alskýjað NewYork 6 þoka París 10 skúr Róm 16 skýjað Vln 11 alskýjað Washlngton 13 lóttskýjað Winnipeg 0 snjókoma Valoncia 28 lóttskýjað Grímur Engilberts ritstjóri látinn LÁTINN er í Reykjavík á sjötug- asta og sjötta aldursári Grímur Engilberts, fyrrum ritstjóri bama- og unglingablaðsins Æsk- unnar. Grímur fæddist í Reykjavík, 19. maí 1912, yngstur þríggja sona hjónanna Sigurjóns Grimssonar og Birgittu Jóns- dóttur. Að loknu prentnámi árið 1930 gerðist Grímur setjari við ríkis- prentsmiðjuna Gutenberg og starf- aði þar í 34 ár, síðustu 10 árin sem verkstjóri. Grímur varð ritstjóri bama- og unglingablaðsins Æskunnar 1956 og gegndi því starfí allt þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Forseti íslands sæmdi Grím Eng- ilberts riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1979. Grímur kvæntist árið 1944 Lauf- eyju B. Magnúsdóttur. Hún lifír mann sinn. Einkasonur þeirra er Birgir Engilberts myndlistarmaður Grímur Engilberts. og rithöfundur. Útför Gríms Engilberts hefur verið gerð í kyrrþey. HUmar Norðfjörð loft- skeytamaður látinn HILMAR Norðfjörð lést á fimmtudag i Landakotsspítalan- um á 82. aldursárí. Hann var síðustu ár ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavík, en lengst af átti hann heima á Brávallagötu 12. Hilmar hét fullu nafni Jón Hilm- ar og fæddist norður á Sauðárkróki 2. september 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Norðfjörð úrsmiður og kaupmaður og Asa Jónsdóttir hótelstýra. Hann tók loftskeytamannapróf árið 1923 og var meðal hinna elstu í þeirri stétt. Þegar næsta ár fór hann á togara Kveldúlfs-félagsins og var á togurum þess félags óslit- ið í 20 ár. Þá hætti hann sjó- mennsku og var loftskeytamaður á Veðurstofunni. Þar starfaði Hilmar óslitið til ársins 1977 og var síðustu árin deildarstjóri fjarskiptadeildar- innar. Hilmar lét dýravemdunarmálefni til sína taka og var gerður að heið- ursfélaga Dýravemdunarsambands íslands. Einnig annaðist hann m.a. dreifíngu á tímariti lögfræðinga í hartnær atdarfjórðung. Síðustu 11 árin var Hilmar ekkju- maður en kona hans var Vilborg „Stella" Grönvold. Hann lætur eftir sig dóttur, Steinunni Margréti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.