Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
45
sann-
rtraust
eiginlega munurinn á þessum
tveimur frambjóðendum?
Hinn hægláti Barre
Raymond Barre er 63 ára gam-
all, hagfræðiprófessor, sem skaut
allt í einu upp á stjómmálahimininn
þegar Valéry Giscard d’Estaing út-
nefndi hann forsætisráðherra árið
1976 og kynnti hann sem „besta
hagfræðing Frakklands". Barre
greip í forsætisráðherratíð sinni til
mjög óvinsælla efnahagsaðgerða til
þess að vinna á verðbólgunni og
var talinn vera óvinsælasti forsætis-
ráðherra fímmta lýðveldisins þegar
hann lét af störfum árið 1981. Vin-
sældir hans hafa þó farið mjög vax-
andi upp á síðkastið og á það með-
al annars rætur sínar að rekja til
þess að hann var andvígur cohabit-
ation á sínum tíma og hélt því fram
að einungis sósíalistamir og Mit-
terrand gætu hagnast á slíku fyrir-
komulagi
Barre lýsir sjálfum sér sem
manni sem segi sannleikann án
þess að hugsa um afleiðingar þess
og gefí ekki innantóm kosningalof-
orð f hita baráttunnar. Það hefur
ekki aukið vinsældir hans hjá öllum
að segja fólki hreint út að það verði
að færa fómir og fara í gegnum
erfið tímabil til þess að Frakkland
geti orðið samkeppnishæft í heims-
viðskiptunum. Hann segir franska
stjómmálamenn vera úr tengslum
við raunveruleikann og hefur aldrei
verið félagi f stjómmálaflokki.
Barre nýtur þó stuðnings mið-
hægri flokkabandalagsins Union
pour la Démocratie Francaise
(UDF) í kosningunum.
Jarðýtan Barre
Barre hefur stundum verið líkt
Raymond Barre
við skjaldböku vegna hæglætis síns
og hefur honum sjálfum ekki verið
illa við þá samlíkingu. Chirac hefur
þó frekar verið líkt við jarðýtu.
Hinn 55 ára gamli forsætisráðherra
hefúr orð á sér fyrir að vera nokk-
uð bráðlátur og ekki of stefnufastur
en mjög kraftmikill og ótrúlegur
vinnuþjarkur. Hann hóf þátttöku
sína í stjómmálum undir vemdar-
væng Pompidous, Frakklandsfor-
seta 1969-1974, og fékk fyrsta ráð-
herraembætti sitt 34 ára gamall.
Þegar Pompidou, sem var arftaki
de Gaulles, lést árið 1974, var
Chirac sannfærður um að frambjóð-
andi gaullista væri ekki sigur-
stranglegur og lýsti yfír stuðningi
við Giscard. í þakkarskyni var hann
útnefndur forsætisráðherra af Gisc-
ard eftir sigur hans f kosningunum
en sagði af sér áður en kjörtfmabil-
inu lauk vegna ágreinings við for-
setann. 1977 varð hann borgar-
stjóri Parísar og vann ötullega að
því að vinna næstu forsetakosning-
ar. Meðal annars stofnaði hann
flokk ný-gaullista, Rassemblement
pour la République (RPR). Hann
tapaði gegn Giscard í fýrri um-
Francois Mitterrand
ferðinni og neitaði honum um
stuðning í síðari umferðinni. Gisc-
ard tapaði þar gegn Mitterrand og
hafa margir hægrimenn úr röðum
UDF ekki enn fyrirgefið Chirac
„svikin".
Hann nýtur góðs af því í kosn-
ingabaráttunni að vera við stjóm-
völinn en samkomulag .ríkir milii
hans og Barre um að þeir muni
ekki deila innbyrðis um verk ríkis-
stjómarinnar. Hann getur státað
af árangri í baráttunni gegn hryðju-
verkum og glæpum en útgjöld til
öryggismála hafa verið stóraukin f
stjómartíð hans. Þetta hefur skilað
sér til dæmis í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum Baska og
Korsfkubúa. Einnig getur Chirac
bent á árangur stjómar sinnar í
efnahagsmálum. Meðal annars hef-
ur stjómin einkavætt 29 af þeim
65 fyrirtækjum sem hún lofaði að
einkavæða fyrir kosningarnar
1986.
Það er erfítt að slá þvf föstu að
Barre og Chirac höfði til mismun-
andi þjóðfélagshópa. Kannski má
segja að Barre höfði aðeins meira
til millistéttarkjósenda en Chirac til
Jacques Chirac
íhaldssamra verkamanna. Barre er
einnig talinn höfða aðeins meira til
kvenna, kaþólikka, ellilffeyrisþega
og hlutabréfaeigenda en einnig
þeirra mjög fátæku.
10-15% tillePen
Það mglar síðan myndina enn
frekar á hægrikantinum að svo virð-
ist sem Jean-Marie le Pen, formað-
ur hægri öfgaflokksins Front Nati-
onal, gæti fengið á milli 10-15%
atkvæða í fyrri umferð kosning-
anna. Stuðningur kjósenda hans
gæti því reynst nauðsynlegur til
þess að vinna sfðari umferð kosn-
inganna þó að hvorki Chirac né
Barre hafí látið f ljós neinn vilja
ennþá til þess að gera einhvers
konar samkomulag við le Pen.
Steftia le Pens er mjög Qandsamleg
innflytjendum, sér í lagi frá Norð-
ur-Afríku, en segja má að fylgi
hans nú komi frá þremur jafnstór-
um fylkingum ef miðað er við kosn-
ingamar 1981. Þriðjungur kaus þá
kommúnista eða sósfalista, þriðj-
ungur hina hefðbundnu hægri-
flokka og þriðjungur greiddi ekki
atkvæði eða hafði ekki aldur til að
kjósa.
Til vinstri við Mitterrand bjóða
sig fram tveir kommúnistar, André
Lajoinie, frambjóðandi Kommún-
istaflokksins, og Pierre Juquin, sem
býður sig fram sem óháður komm-
únisti vegna innanbúðardeilna.
Fylgi kommúnista hefur dalað mjög
á síðustu árum og er hvorugur
þeirra talinn eiga eftir að fá mörg
atkvæði í kosningunum. Það er líka
talið næsta öruggt að kjósendur
þeirra muni flykkjast um Mitterr-
and í síðari umferð kosninganna
og skipta þeir því harla litlu máli í
hinni raunverulegu baráttu.
Óskýr munur
Þessar kosningar eru merkilegar
fyrir þá sök að munurinn á fram-
bjóðendum er ekki eins skýr og
hann hefur verið oft áður. Oftast
hefur dæmið verið sett upp þannig
að verið væri að velja um hvers
konar þjóðfélagsskipan ætti að ríkja
f Frakklandi. Barre, Chirac og Mit-
terrand virðist ekki greina á um
aðalatriði í efnahags- og utanríkis-
málum heldur áherslur. Það er líka
erfitt fyrir frambjóðenduma að ráð-
ast harkalega hver að öðrum vegna
stjómar þjóðmála í Frakklandi að
undanfömu þar sem hætta er á að
þar muni menn hitta sig sjálfa fyr-
ir. Áherslan verður þvf á persónur
frambjóðendanna. Mitterrand býð-
ur sig fram sem landsfaðirinn sem
einn geti leitt Frakkland í gegnum
það breytingaskeið sem framundan
sé f Evrópu. Barre mun leggja
áherslu á hina víðtæku og djúpu
þekkingu sína á efnahagsmálum en
Chirac á árangur ríkisstjómar
sinnar. Það hefur verið sagt að
Chirac reyni að lokka, Barre að
sannfæra en Mitterrand að vekja
trúnaðartraust. Enn sem komið er
virðast flestir Frakkar hallast að
Mitterrand en það ber lfka að hafa
í huga að hin raunverulega kosn-
ingabarátta hófst ekki fyrr en
sfðastliðinn þriðjudag. Nú eftir að
forsetinn er orðinn að frambjóðanda
verður hann skotmark andstæðinga
sinna og af fyrstu dögunum að
dæma má búast við miskunnar-
lausri kosningabaráttu.
Texti: Steingrímur
Sigurgeirsson
Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, Olof Johansson, formaður Miðflokksins og Bengt Westerberg,
f ormaður Frjálslynda flokksins, á sameiginlegum blaðamannafundi.
norræna samstarfínu væri hinsveg-
ar að fínna sjálfstæða aðlögun
rfkjanna sfn á milli en þau væm
líka að verða æ háðari Evrópu-
bandalaginu og því sem þar gerð-
ist. í framtíðinni yrðu að vera mun
nánari tengsl milli norrænu og vest-
ur-evrópsku samvinnunnar. Nor-
rænn heimamarkaður væri vissu-
lega mjög mikilvægur en of lítill.
Hann yrði að vera hluti af Evrópu-
markaðinum.
Þing’kosning'ar {haust
í haust ganga Svíar til þing-
kosninga og munu þar takast á
tvær fylkingar. Annarsvegar borg-
aralegu flokkamir þrír, Fijálslyndi
flokkurinn (Folkpartiet), Miðflokk-
urinn (Centem) og Hægriflokkur-
inn (Moderata Samlingspartiet), og
hins vegar Jafnaðarmannaflokkur-
inn (Socialdemokratiska Arbetar-
partiet) og Kommúnistaflokkurinn
(VPK). Þó að sá síðastnefndi sé
mjög lítill hafa jafnaðarmenn þurft
að treysta á stuðning hans til þess
að halda þingmeirihluta. Borgara-
fíokkamir komust til valda árið
1976 eftir fjögurra áratuga stjóm
jafnaðarmanna. Þeir unnu líka
þingkosningamar 1979 en misstu
völdin aftur til jafnaðarmanna í
kosningunum 1982. Jafnaðarmenn
unnu síðan þingkosningamar 1985.
„Ég held að það eigi eftir að
verða mikil umræða um hvemig við
eigum að skipuleggja velferðarkerf-
ið því á því sviði er tekist á um tvö
mismunandi kerfí," sagði Carl Bildt
þegar hann var spurður um hvað
borgaralegu flokkamir myndu
leggja áherslu á í kosningabarátt-
unni. „Kerfíð sem jafnaðarmenn
bjóða upp á er mjög einhæft en
þeir vilja að ríkið og hið opinbera
sjái um allt. Borgaraflokkamir vilja
hins vegar bæta velferðina með
auknu valfrelsi. Við höfum lagt
fram sameiginlegar tillögur í fjöl-
skyldumálum sem fela það í sér að
bamafjölskyldum er leyft að velja
um það hvers konar bamagæslu
þær velja. Einnig höfum við lagt
fram sambærilegar tillögur í heil-
brigðismálum og málefnum aldr-
aðra. Þetta held ég að verði stórt
mál í kosningunum.
Skattheimtan hefur aukist
Annað atriði sem alltaf er fyrir-
ferðarmikið fyrir kosningar era
skattamál. Svíþjóð er með ótrúlega
háa skattheimtu og jafnaðarmenn
hafa aukið hana úr 50% af vergri
þjóðarframleiðslu í 57% siðan þeir
komust aftur til valda árið 1982
þrátt fyrir loforð um að halda henni
óbreyttri. Þetta dregur úr þróunar-
möguleikum sænsks iðnaðar og
eykur veralega skattbyrðina hjá
Qölskyldum og launþegum."
Bildt sagði að aukinn fjöldi af-
brota vekti líka ugg. „Við eram nú
með yfír milljón kærð afbrot á ári
og 70% þessara afbrota era aldrei
leyst.“ Borgaraflokkamir myndu
lfka leggja fram sameiginlegar til-
lögur um að leggja niður hina sk.
launþegasjóði jafnaðarmanna. Bildt
sagði að þessir sjóðir ættu nú hluta-
bréf fyrir 10-11 milljarða sænskra
króna, eða sem samsvarar 66-73
milljörðum íslenskra króna, en þessi
hlutafjárkaup era Qármögnuð með
skattheimtu á arð fyrirtækja og
launatengdum gjöldum sem aðal-
lega era tekin af litlum og meðal-
stóram fyrirtækjum. „Þessir fímm
sjóðir fá alltaf meiri og meiri völd
og nú vilja jafnaðarmenn lika nota
hluta ATP-lífeyrissjóðakerfisins til
þess að kaupa hlutabréf." ATP-
sjóðimir eiga samtals um 300 millj-
arða sænskra króna, eða 1980 millj-
arða islenskra króna, og sagði Bildt
að þó að einungis örfá prósent þessa
fjármagns yrðu notuð í hlutabréfa-
kaup þá myndi það fljótlega þróast
í jafnstórt bákn og launþegasjóðim-
ir.
Jafnaðarmenn líta
til fortíðar
Jafnaðarmenn segir hann hafa
haldið að sér höndunum hingað til
vegna kosninganna og ekki kynnt
svo mikið af sfnum stefnumiðum.
Þeir hefðu einbeitt sér að þvi að
gagnrýna borgaralegu flokkanna
og breyta stefnu sinni þannig að
hún líti betur út fyrir kosningam-
ar. Bildt sagði að sænskir jafnaðar-
menn hefðu glatað þeim hæfíleika
að líta til framtíðarinnar og litu nú
mest til fortíðarinnar.
St.S.