Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
AÐGERÐIR JAFN-
RÉTTISRÁÐS
Stefnumótun í jafnréttismálum
eftirÁsdísi J. Rafnar
í umræðum á Alþingi 21. mars
sl. um þingsályktunartillögu Hjör-
leifs Guttormssonar o.fl. um jafh-
réttisráðgjafa kom Jafnréttisráð
m.a. við sögu. Jafnréttisráð hefur
enn ekki fengið þingsályktunartil-
lögu Hjörieifs til umsagnar, en þar
sem efni hennar er ekki óskylt þeim
verkefnum sem Jafnréttisráð vinnur
að um þessar mundir tel ég rétt
að kynna verkefni ráðsins í blaða-
grein, en framkvæmdaáætlun Jafn-
réttisráðs er nú í endurskoðun.
Þegar nýtt Jafnréttisráð tók við
störfum í desember sl. var starfs-
áætlun til tveggja ára unnin, sem
kveður á um eftirfarandi verkefni:
1. í starfi ráðsins verður lögð
áhersla á þann tilgang jafiiréttislög-
gjafar að flýta fyrir því að jafnrétti
kynjanna náist í raun og þá skyldu
stjómvalda, að vinna með skipuleg-
um hætti að markmiði laganna, sem
er svokölluð frumkvæðis- og for-
dæmisskylda, sem stjómvöld tóku
á sig með setningu jafnréttislaga
1976 og 1985, en þessari frum-
kvæðisskyldu hafa stjómvöld sinnt
að mjög takmörkuðu leyti allt frá
setningu laganna 1976. Þvf beindi
Jafnréttisráð þeim tilmælum til
stjómvalda með bréfi til félags-
málaráðherra í byijun febrúar sl.,
að hvert ráðuneyti og hver stofnun
ríkisins móti sér stefnu eða áætlun
um það, hvemig auka megi hlut
kvenna f stjómunarstöðum hjá
rfkinu og hvemig vinna megi að
jafnrétti kynjanna á þessum vinnu-
stöðum. 22. aprfl nk. verður haldinn
fundur með fulltrúum Jafiiréttis-
ráðs og forstöðumönnum ráðuneyta
og stofnana ríkisins og fulltrúum
launþega hjá ríkinu, þar sem Jafn-
réttisráð mun kynna hugmyndir
sínar að slfkum áætlunum og leita
eftir viðhorfum þessara aðila til
þeirra hugmynda. Ætlunin er að
sá fundur verði upphaf að vinnu
slíkra áætlana einstakra ráðuneyta
og stofnana um hvemig vinna má
með skipulegum hætti að jafnrétti
og jafnstöðu kynjanna á þeirra vett-
vangi.
Þá mun Jafnréttisráð leita eftir
viðræðum við samtök vinnuveit-
enda, forstöðumenn einstakra fyrir-
tækja og samtök launþega á al-
mennum vinnumarkaði í sömu er-
indagjörðum og ennfremur við
Samtök fslenskra sveitarfélaga og
jafnréttisnefndir sveitarfélaga. I
haust verður hafinn undirbúningur
að útgáfu á vegum Jafiiréttisráðs
um jafnrétti kynjanna í atvinnulíf-
inu, þar sem greint verður frá þeim
vinnureglum og aðgerðum, sem hið
opinbera hyggst vinna eftir í þess-
um tilgangi og hugmyndum að
samningum eða áætlunum að jafn-
rétti kynjanna á einstökum vinnu-
stöðum á hinum almenna vinnu-
markaði verða einnig kynntar. Þeg-
ar er hafin vinna að þessu verkefni
hjá Jafnréttisráði, en Jaftiréttisráð-
ið í Noregi hefur m.a. staðið að
slíkri útgáfu, sem við styðjumst við
að nokkru Ieyti.
Fyrir skömmu kom út á vegum
Jaftiréttisráðs og Vinnuveitenda-
sambands íslands bæklingur um
Konur og atvinnulífið, sem er nokk-
ur áfangi m.t.t. ofangreinds og á
síðasta ári gaf Samband íslenskra
bankamanna út bækling um Við-
horf kvenna í islenskum bönkum,
sem er mjög athyglisverð könnun,
sem litla umflöllun hefur fengið í
fjölmiðlum, en hlýtur að reynast
grundvöllur fyrir stefnumótun
bankanna og bankamanna um
skipulega vinnu að jafnrétti kynj-
anna á þeim vettvangi.
Með því að ríkisstofnanir og
ráðuneyti, atvinnurekendur og
launþegar mótuðu sér steftiu um
jafiirétti og jafna stöðu karla og
kvenna má ná árangri, en Jafinrétt-
isráð sem stefnumótandi aðili í jafn-
réttismálum mun vinna hugmyndir
og áætlanir, sem þessir aðilar geta
hagnýtt sér. Vegna mikillar at-
vinnuþátttöku kvenna, aukinnar
menntunar og jafnréttissjónarmiða
ber að jafna hlut karia og kvenna
í atvinnulífinu. Það er hagur þjóð-
félagsins að hæfileikar kvenna fái
notið sín ekki sfður en hæfileikar
karia f atvinnulffinu og óánægja
meðal kvenna, sem viðhorfskannan-
ir BHM og Sambands bankamanna
hafa leitt f Ijós, t.d. um framavonir
kvenna f atvinnulffinu, skapar ekki
aðeins persónuleg vonbrigði og
óánægju, heldur eru afleiðingar
þeirrar óánægju ófyrirséðar m.t.t.
framtíðarinnar. Lýðræðislegt þjóð-
félag er reist á jafnrétti og frelsi
til að velja sér lífestarf og mat á
hæfileikum einstaklinga verður að
byggja á rökum, en ekki fordómum
eða tilfinningum.
f Jafiuéttisráði hefur m.a. verið
rætt um það, hvort nýta beri 3. gr.
jafnréttislaganna nr. 65. 1985, þar
sem kveðið er á um að sérstakar
tímabundnar aðgerðir, sem ætlaðar
eru til að bæta stöðu kvenna til að
koma á jafnrétti og jafnri stöðu
kynjanna, gangi ekki gegn lögun-
um, — til að flýta fyrir jafnrétti á
vinnumarkaðnum. Vilborg Harðar-
dóttir flutti erindi um nýtingu 3.
gr. jafnréttislaganna á ráðstefnu
Jafnréttisráðs í byijun þessa mán-
aðar og mælti með þvf að ákvæði
þessu yrði beitt á ákveðnum sviðum.
Jafnréttisráð er þvf fylgjandi, að á
grundvelli þessa ákvæðis verði í
atvinnuauglýsingum hjá hinu opin-
bera um stöður hjá ríkinu lögð
áhersla á að hvetja konur til að
sækja um, — t.d. hefur Norður-
landaráð tekið það upp í starfeaug-
lýsingum, að vekja athygli á því,
eigi það við, að karlar séu í miklum
meirihluta þeirra sem gegna við-
komandi stöðum, en leitast sé við
að Qöldi karla og kvenna í stöðum
þessum verði sem jafnastur. Enn-
fremur má beita ákvæðinu varðandi
skipun í stjómir, nefndir og ráð
hins opinbera, en kannanir Jafnrétt-
isráðs hafa sýnt, að vemlega hallar
á konur á þeim vettvangi, en í jafn-
réttislögunum segir að jafna beri
hlut karla og kvenna í opinberum
stjómum, nefndum og ráðum. Hef-
ur Jafnréttisráð mælt með svokall-
aðri tilnefningarleið við skipan í
nefndir, stjómir og ráð þannig að
tilnefndir verði tveir, karl og kona,
og ráðherra skipaði síðan með hlið-
sjón af því ákvæði 12. gr. jafnrétt-
islaganna að tala kynjanna skuli
vera sem jöfnust. Þetta ákvæði lag-
anna hefur verið sniðgengið fram
að þessu í allt of mörgum tilvikum,
Ásdís J. Rafnar
„Ef við ætlum að
*>y8raa upp fejóðféiag
frjálsra og hamingju-
samra einstaklinga,
karla og kvenna, feðra,
mæðra og barna, verð-
ur feað ekki gertán
virðingar fyrir þeim
grundvallarmannrétt-
indum að hver einstakl-
ingur sé metinn að eig-
in verðleikum en ekki
eftir því hvort hann er
kona eða karl.“
— af stjómvöldum. Þá getur 3. gr.
jafnréttislaganna komið til greina
um stöðuveitingar hjá rfkinu að
mati Jafnréttisráðs, að uppfylltum
tilskyldum menntunar- og hæfn-
iskröfum. Á jafnréttislögunum má
leiða þá skyldu, að sæki karl og
kona um starf i starfsgrein, þar sem
annað kynið er allsráðandi og bæði
tvö hafa sömu hæfileika og mennt-
un til að bera, þá skuli veita þeim
aðila starfið, sem er í minnihluta í
viðkomandi starfsgrein. Á vegum
Jafnréttisráðs er nú unnið að könn-
un á því, hvemig að stöðuveitingum
hefur verið staðið hjá ríkinu sl. tvö
ár m.t.t. kynjanna og í. hve miklum
mæli konur hafa sótt um stöður hjá
ríkinu á þessu tímabili. Jafnréttis-
ráð hefur á undanfömum ámm
fengið kæmr varðandi stöðuveit-
ingar hjá hinu opinbera, sem ráðið
hefur talið brot á lögunum. Því er
ljóst að ítreka verður frumkvæðis-
skyldu stjómvalda, þótt þess ætti
ekki að vera þörf svo iöngu eftir
setningu fyrstu laganna, sem kváðu
á um jafnrétti kynjanna.
2. Samtök launþega hafa að und-
anfömu tekið upp meiri umflöllun
um jafnréttismál en oftast áður.
Vil ég þá geta um áðurgreinda út-
gáfu SIB, ráðstefnu BHM um hlut
kvenna í stjómunarstöðum, ráð-
stefnu verkfræðinga um hlut
kvenna í tæknistörfum og útgáfu
BSRB á bæklingi um jafnréttismál.
Það er rétt hjá Hjörleifi Guttorms-
syni, að þótt stofnun eins og Jafn-
réttisráði hafí verið komið á fót,
þá þýði það ekki að Alþingi og aðr-
ir aðilar ættu að hætta á að skipta
sér af jafnréttismálum. Fjölmiðlar
hafa fram að þessu haft lítinn
áhuga á umfjöllun um jafnréttis-
mál. Til dæmis eru konur helmingur
húsbyggjenda í landinu, en þegar
húsnæðismál eru rædd ( fjölmiðlum
er alltaf leitað til karla. Umfjöllun
um jafnréttismál í ^ölmiðlum ein-
skorðast ekki við hrein jafnréttis-
mál heldur skiptir það jafnframt
máli, að viðmælendur séu jafnt kon-
ur sem karlar, en því má koma við
á flestum sviðum. Könnun dr. Sig-
rúnar Stefánsdóttur á hlut kvenna
í ipölmiðlum hefur vakið athygli.
Jafnréttisráð hefur þegar átt fund
með Markúsi Emi Antonssyni af
því tilefni og óskað eftir því við
útvarpsráð að það móti starfsreglur
m.t.t. framangreinds, — í dagskrá
hljóðvarps og sjónvarps og í frétt-
um. Jafnréttisráð mun reglubundið
vinna kannanir á næstu tveimur
árum á hlut kynjanna í ríkisfjölmiðl-
unum, en ríkisfjölmiðlunum ber
skylda til að ganga á undan öðrum
fjölmiðlum með góðu fordæmi. Þá
hyggst Jafnréttisráð leita eftir sam-
starfi við aðra fjölmiðla um þessi
mál, en fjölmiðlar eru áhrifaríkir
og gætu haft mikla þýðingu um
þróun jafnréttis kynjanna. Niður-
stöður könnunar dr. Sigrúnar Stef-
ánsdóttur benda til þess, að (jöl-
miðlar endurspegli breytt þjóðfélag
að takmörkuðu leyti m.t.t. stöðugt
aukinna áhrífa kvenna í þjóðlífinu
og atvinnuþátttöku kvenna.
3. Náms- og starfsval og jafnrétt-
isfræðsla eru að mati Jafnréttisráðs
mjög mikilvægir þættir m.t.t. þess
markmiðs að koma á jafnrétti kynj-
anna í reynd. Jafnréttisráð sendi
Birgi ísleifi Gunnarssjmi, mennta-
málaráðherra, bréf ( byijun febrúar
sl., þar sem ráðið óskaði eftir við-
ræðum við fulltrúa menntamála-
ráðuneytisins um þau verkefni, sem
ráðið telur brýnt að séu framkvæmd
varðandi náms- og starfsfræðslu
ogjafnréttisfræðslu í skólum lands-
ins, sem er lögbundin í jafnréttislög-
unum, en af ýmsum ástæðum hefur
gengið illa að finna þeirri fræðslu
stað í framkvæmd. Meðal hug-
mynda sem Jafnréttisráð óskar að
ræða við fulltrúa menntamálaráð-
herra er, hvort ekki beri nauðsyn
til að skipuleggja sérstaka náms-
grein fyrir 8. og 9. bekk grunn-
skóla og framhaldsskóla um vinnu-
markaðinn og uppbyggingu at-
vinnuiffsins í landinu og nemendum
verði þannig auðveldað náms- og
starfsval sitt. Hluti þeirrar náms-
greinar væri fræðsla um jafnrétti
kynjanna, siQalög, stjómskipun ís-
lands, kjarasamninga og skattkerf-
ið, þ.e. þeir þættir í þjóðlífinu, sem
f raun varða hvem einstakling þeg-
ar hann kemst á legg. Fræðslan
um uppbyggingu atvinnulífeins,
iðngreinar, tæknigreinar o.s.frv.
yrði skipulögð í nánu samstarfí við
atvinnurekendur og almenna vinnu-
staði. í slíkri námsgrein mætti bjóða
nemendum námsráðgjöf á einstakl-
ingsgrundvelli eða í hópum, en víða
erlendis hefur ráðgjöf á einstakl-
ingsgrundvelli verði talin hagnýtust
fyrir nemendur. í 10. gr. jafnréttis-
laganna er kveðið á um samráð
Jafnréttisráðs og menntamálaráðu-
neytisins um framkvæmd náms- og
starfsráðgjafar og jafnréttisfræðslu
í skólum. Um framkvæmd þessa
ákvæðis er það að segja að á þetta
samstarf hefur lítið reynt. Jafnrétt-
isráð mun eiga fund með fulltrúum
menntamálaráðherra um þessi mál
í apríl nk. Á ráðstefnu Jafnréttis-
ráðs fyrr í þessum mánuði var fjall-
að um náms- og starfsfræðslu og
( erindum þar um kom fram, að
slíka fræðslu þarf að vanda vel til
þess að hún nái tilgangi sínum. Á
Akureyri er unnið að samnorrænu
verkefni sem ber heitið Bijótum
múrana undir stjóm Valgerðar
Bjamadóttur, sem varðar að miklu
leyti framangreinda fræðslu, sem
byggja má á hafi menntamálaráðu-
neytið áhuga á þessu verkefni.
Jafnréttisráð hugar nú að leiðum
um hvemig betur má ná til foreldra
um jafnréttisfræðslu. Á tímum tíðra
hjónabandsslita og sambúðarslita
og með tilliti til stöðugt aukinnar
atvinnuþátttöku kvenna, sem er
raunar mest meðal giftra kvenna á
aldrinum 20—45 ára, — þá er ljóst
að full þörf er á því, að foreldrar
axli þá ábyrgð að leiðbeina bömum
sínum, stúlkum ekki síður en
drengjum, um framtíðina, — hvem-
ig afkoma þeirra verði best tiyggð
og þá varðandi náms- og starfsval.
Til skoðunar er m.a. að leita eftir
samstarfí við foreldrafélög í skólum
og jafnréttisnefndir sveitarfélaga í
þeim tilgangi að ná til foreldra að
þessu leyti.
4. Þijár opinberar nefndir fjalla
um þessar mundir um eftirfarandi
þætti jafnréttismála: Svokölluð flöl-
skyldunefnd undir forsæti Ingu
Jónu Þórðardóttur, sem fjallar m.a.
um dagvistarmál, samfelldan skóla-
dag og skattamál. Svokölluð for-
sætisráðherranefnd undir forsæti
Hallgríms Snorrasonar, hagstofu-
stjóra, sem nú gengst fyrir könnun
á launamun kynjanna, sem Félags-
vísindadeild Háskólans mun annast.
Nefnd undir forsæti Láru Júlíus-
dóttur, aðstoðamanns félagsmála-
ráðherra hefur skilað niðurstöðum
sfnum til félagsmálaráðherra um
m.a. laun og hlunnindagreiðslur
kvenna og karla hjá ríkinu. Vegna
starfa þessara neftida. hefur Jafti-
réttisráð unnið að verkefnum á öðr-
um sviðum, en mun taka niðurstöð-
ur nefndanna til umQöllunar þegar
þær liggja fyrir.
5. Af öðrum verkefnum Jafnrétt-
isráðs má nefna vinnu að bæklingi
um sifjaréttarmálefni ( samvinnu
við dómsmálaráðuneytið og umíjöll-
un um réttarfarsákvæði núgildandi
jafnréttislaga. Þá er fyrirhugað að
taka upp umfjöllun um hvers vegna
það er mikilvægt fyrir karlmenn
að konur njóti jafnréttis á við karla,
— þ.e. um karla og jafhréttismálin.
6. Hér að framan hef ég gert
nokkra grein fyrir verkefnum Jafn-
réttisráðs um þessar mundir, en
samkvæmt könnun ráðsins 1986
hefur almenningur takmarkaða
þekkingu á Jafnréttisráði og hlut-
verki þess, — bæði karlar og kon-
ur. Ráðið hefur í hyggju að gefa
út fréttabréf og hefur ráðið fræðslu-
fulltrúa til að annast þá útgáfu og
auka samskipti Jafnréttisráðs og
jafnréttisneftida sveitarfélaga. I
Jaftiréttisráði eiga sæti fulltrúar
Alþýðusambands íslands, Banda-
iags starfsmanna ríkis og bæja,
Vinnuveitendasambandsins, Kven-
réttindafélagsins og Kvenfélaga-
sambands íslands, fulltrúi félags-
málaráðherra og formaður ráðsins.
í væntanlegu fréttabréfi Jafnréttis-
ráðs verður m.a. lögð áhersla á
kynningu á jafnréttislögunum, og
fleiri þáttum jafnréttismála, en vert
er að árétta, að stofnun eins og
Jafnréttisráð hefur miklu hlutverki
að gegna, en þess hefur gætt í of
ríkum mæli undanfarin ár að menn
velti ábyrgðinni á jafnréttismálum
og þróun þeirra á þessa stofnun og
hafa þannig firrt sig og sín samtök
allri ábyrgð í framkvæmd. Ef við
ætlum að byggja upp þjóðfélag
fijálsra og hamingjusamra einstakl-
inga, karla og kvenna, feðra,
mæðra og bama, verður það ekki
gert án virðingar fyrir þeim grund-
vallarmannréttindum að hver ein-
stakíingur sé metinn að eigin verð-
leikum en ekki eftir því hvort hann
er kona eða karl.
Höfundur er formaður Jafnréttis-
ráðsog rekur lögmannsstofu í
Reykjavík.
Nemendurnir setja
heimsmet
Nokkrir úr hópi 80 nemenda I
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
sem útskrifast nú í vor, hyggjast
setja heimsmet f þvf að velta bíl
klukkan 14 & morgun, sunnudag.
„Við vitum ekki til að heimsmet
af þessu tagi sé skráð en við ætlum
að velta Ford Escort, árgerð 78,
40-50 sinnum um bílaplanið fyrir
framan skólann og reyna að fá það
viðurkennt sem heimsmet," sagði
bilveltum
einn úr hópnum í samtali við Morg-
unblaðið.
Með þessu vilja nemendumir
vekja athygli á kökubasar sem þau
gangast fyrir ( skólanum frá klukk-
an 11-15 á sunnudaginn. Basarinn
halda þau til að afla flár til Grikk-
landsferðar, sem þau ætla að leggja
(til að halda upp á stúdentsprófíð,
21. maí, næstkomandi.