Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
41
Evrópubandalagið:
Styrkir til kvikmynda
gerðar brjóta í bága
við Rómarsáttmálann
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morffunblaðsins.
Umhverfisjörðina íloftbelg
Tveir Bandarilgamenn, Rowland Smith og John Petrehn, leggja í dag af stað í ferð umhverfis
jörðina á loftbelg. Verða þeir fyrstir til þess ef þeim tekst þessi fyrirætlan. Á myndinni sést hvar
verið er að yfirfara búnað og belg þeirra félaga.
Panama:
Bankar beðnir um lán
fyrír launum hermanna
Panamaborg. Washington. Reuter.
MANUEL Solis Palma, forseti Panama, kvaddi bankastjóra 12 stærstu
banka landsins á sinn fund í fyrrakvöld og bað þá að veita ríkissjóði
19 miUjóna dollara lán í reiðufé til þess að hægt yrði að borga her-
mönnum og opinberum starfsmönnum laun í gær.
Framkvæmdastjóm Evrópu-
bandalagsins hefur gert athuga-
semdir við styrkveitingar til
kvikmyndagerðar í nokkram af
aðildarríkjum bandalagsins á
þeim forsendum að reglur um
Grænland:
Samkomulag
um hrá-
efnavinnslu
Nuuk. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morg-
unblaðsins.
DANSKA stjórain og lands-
stjórnin í Grænlandi hafa nú
loksins náð samkomulagi um hrá-
efni i Grænlandi og grænlenska
landgrunninu, það er að segja
hvernig skipta skuli tekjum af
hugsanlegri olíuvinnslu og náma-
grefti.
í samningnum segir, að tekjum
upp að 500 milljónum dkr. skuli
skipta jafnt á milli landanna en
vegna þess, að samningurinn hefur
ekki verið birtur opinberlega, er
ekki vitað hvemig háttað er skipt-
ingu tekna umfram það. Verður
samningurinn skýrður á mánudag
þegar þeir Svend Erik Hovmand,
orkumálaráðherra Danmerkur, og
Jonathan Motzfeldt, formaður
landsstjómarinnar, undirrita hann
í Kaupmannahöfn.
úthlutun þeirra séu í ósamræmi
við fleiri en eina grein stofnsátt-
mála bandalagsins. Ágreiningur-
inn byggist á þvi hvort líta beri
á kvikmyndagerð sem iðnað eða
þjóðlega listsköpun og viðleitni
til að viðhalda og efla menningu
einstakra þjóða.
Athugasemdir framkvæmda-
stjómarinnar beinast gegn ítölum,
Dönum og Grikkjum, en allar þess-
ar þjóðir styrkja sérstaklega innient
framtak í kvikmyndagerð og tak-
marka eða útiloka úthlutun styrkja
tii þegna annarra aðildarríkja EB.
A Italíu gildir sú regla að einung-
is ítölum er heimilt að sækja um
styrkina, en framkvæmdastjómin
bendir á að óheimilt sé samkvæmt
sáttmálanum að mismuna þegnum
bandalagsins á þennan hátt. Sama
gildir um Danmörku en þar tak-
markast styrkir við að meirihluti.
starfsmanna, leikara, tæknimanna
o.s.frv. séu danskir. Hliðstæðar
reglur gilda á Grikklandi.
Fulltrúar stjómvalda þessara
landa hafa mótmælt afskiptum
framkvæmdastjómarinnar og lagt
áherslu á að kvikmyndagerð sé
ekki iðnaður í sama skilningi og
t.d. skipasmíðar heldur listgrein
sem beint og óbeint hafi umtal&-
verða þýðingu fyrir viðhald tungu
og þjóðlegrar menningar. Fram-
kvæmdastjómin hefur vísað þessum
röksemdum á bug. Láti yfirvöld
þessara landa sér ekki segjast er
sennilegt að málið verði kært til
Evrópudómstólsins í Lúxembory.
Bankastjóramir tóku dræmt undir
óskir forsetans og þegar síðast frétt-
ist í gær hafði enginn bankanna
orðið við beiðni hans. Ríkissjóður
Panama er kominn í greiðsluþrot í
kjölfar frystingar eigna Panamabúa
í Bandaríkjunum og frestunar á
greiðslum fyrir afnot af Panama-
skurðinum. Bandaríkjadollar er hinn
opinberi gjaldmiðill Panama.
Tilgangur Bandaríkjamanna með
aðyerðunum var að neyða Manuel
Antonio Nonega, hershöfðingja og
valdamesta mann landsins, til þess
að segja af sér. Hann hefur verið
kærður fyrir fíkniefnasmygl af dóm-
stól í Miami á Flórída. Noriega hefur
nú hafnað tilboði um að segja af sér
og hljóta pólitískt hæli á Spáni gegn
þvi að fallið yrði frá málssókn á
hendur honum.
Allsheijarverkfall hefur nú staðið
yfír í fímm daga í Panama og er
tilgangur verkfaiismanna að koma
Noriega á kné.
Bandaríska vamarmálaráðuneyt-
ið sendi í gær 150 herlögreglumenn
til Panama. Hafa þá 670 herlög-
reglumenn verið sendir þangað til
þess að vemda Bandaríkjamenn og
eignir bandarískra aðila í Panama.
Ricardo Arias Calderon, leiðtogi
stjómarandstöðunnar á Panama,
sneri heim í gær. Honum var meinuð
heimkoma fyrir mánuði, daginn sem
Eric Arturo Delvalle, fyrrnrn forseti,
reyndi að koma Noriega frá. Frysta
verk Caldero var að skora á Noriega
að segja af sér og greiða þannig
fyrii sáttum meðal þióðarinnar.
Við bjóðum alla velkomna í afmæliskaffið
okkar í Hollywood í dag, laugardag, kl. 15.30
• Nýtt afl í íslenskum stjórnmálum.
• Mannleg og ábyrg stefna.
• Þingmenn flokksins starfa ötullega á Alþingi í þágu
WÉkíPallra landsmanna.
Þeir hafa boðað:
Nýjar leiðir í húsnæðismálum.
Nýjar leiðir í launamálum.
Nýjar leiðir í skattamálum.
Nýjar leiðir í atvinnumálum.,
Valddreifingu til landsbyggðarinnar.
Tuttugu málefnahópar eru opnir öllum
félagsmönnum og öðrum, sem eiga
samleið með okkur. Þar getur þú haft
áhrif á framtíðarstefnuna.
Vertu með í mótun stjórnmálaflokks, sem ekki er bundinn fjötrum fortíðarinnar.
Við bjóðum alla velkomna í afmæliskaffið okkar í Hollywood í dag, laugardag, kl. 15.30.
BORGARAFLOKKURINN - flokkur með framtíð