Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 65 Kveðjuorð Jóhann G. Ragúels Fæddur 24. apríl 1931 Dáinn 11. febrúar 1988 / Foreldrar Jóhanns Gunnars voru Margrét Olga Ámadóttir og Ingimundur Ámason. Móðir Jó- hanns lést skömmu eftir fæðingu hans. Hjónin Guðrún og Jóhann kaupmaður Ragúels tóku hann þá í fóstur og ættleiddu hann síðar. Margrét var einnig alin upp hjá þeim hjónum. Jóhann ólst upp á Akureyri og lauk þar gagnfræða- prófi vorið 1947. Á nýársdag 1952 gengu Jóhann Gunnar og Jónína Jóhannsdóttir í hjónaband. Gott var að koma á heimili þeirra hjóna, en heimilið ber vott um snyrtimennsku þeirra og smekkvísi. Kona hans hefur sagt mér að Jóhann hafí verið ljúfur og góður heimilisfaðir og kurteis svo af bar. Jónína sagði mér að eitt sinn hefðu þau Jóhann verið stödd í mannfagnaði og þá hefði leitað Jóhann þar uppi piltur, sem var að hætta störfum hjá Jó- hanni. Pilturinn hafði ekki náð til Jóhanns áður en vinnu lauk þenn- an dag, en ekki viljað fara án þess að kveðja hann. Þetta ber góðan vott um afstöðu manna til Jóhanns á vinnustað. Jónína og Jóhann eignuðust fímm dætur, sem allar eru giftar. Bamabömin eru orðin þrettán og eitt bamabamabam er fætt. Dæt- ur þeirra hjóna eru: Margrét, sem Leiðrétting í minningargrein eftir mig um Ragnar Kristjánsson er birtist í Morgunblaðinu í gær, 24. mars, hefur prófarkalesari blaðsins eða setjari breytt einu orði í handriti mínu svo úr verður málvilla. Ég skrifaði: „Hvergi birtist honum bet- ur dýrð veraldarinnar er sólin seig eldrauð í ægi á björtum vorkvöldum og Snæfellsjökul bar við himin í allri sinni fannhvítu tign.“ Prófarkalesari breytir orðinu í himinn sem er rangt og var ekki í mínu handriti. Ingólfur A. Þorkelsson gift er Halldóri Hannessyni, þau hafa eignast þijár dætur og eiga eitt bamabam. Sigurlína, en mað- ur hennar er Ellert Rúnar Finn- bogason, hjá þeim eru þijú böm, einn sonur, sem þau Ellert eiga saman, og dóttir og sonur Sig- urlínu úr fyrri sambúð. Ema, gift Magnúsi Jónssyni, og eiga þau þijú böm, einn son og tvær dæt- ur. Rósa, en hún er gift Víði Gunn- laugssyni, þau eiga dóttur og son, Björg, en hennar maður er Gunnar Sigursteinsson, böm þeirra eru tvö, drengur og stúlka. Jóhann Gunnar lauk námi í bif- vélavirkjun frá Bifreiðaverkstæð- inu Þórshamri hf. á Akureyri, vo- rið 1958. Síðar réðst hann til starfa hjá Vélsmiðjunni Atla hf. og tók þar sveinspróf í vélvirkjun í byijun árs 1963. Meistararéttindi hafði hann í báðum þessum grein- um. Vorið 1963 var Véla- og plötu- smiðjan Bjarmi hf. stofnuð hér og vom stofnendur hennar, auk Slippstöðvarinnar hf. og fleiri, þeir Jóhann Gunnar, Ámi Aðalsteins- son, Aðalsteinn Magnússon og Ólafur Larsen, sem allir höfðu hlotið starfsreynslu hjá Vélsmiðj- unni Atla hf. Forsvarsmaður Slippstöðvarinnar á þeim tíma var Skapti Áskelsson. Stofnun Bjarma hf. var ein meginforsenda þess að stálskipasmíðar hófust hér í bæ. Þetta fýrirtæki og Slippstöðin hf. voru síðar sameinuð undir heiti Slippstöðvarinnar. Jóhann tók að sér verkstjóm í vélsmiðju Slippstöðvarinnar hf í nýsmíðadeild árið 1970, og hafði það starf með höndum til dauða- dags. Hann var farsæll fagmaður og lægi lausn mála ekki Ijós fyrir hafði hann lag á að koma í kring samvinnu til lausnar þeim. Jóhann var alltaf opinn fyrir nýjungum, sem vörðuðu starf hans, þó hann gætti hófs í þeim efnum, sem öðr- um. Hann var áhugasamur um að koma slíkum hlutum í raunhæfa notkun, hvort sem hann sjálfur átti frumkvæðið að þeim, eða ekki. Jóhann hafði m.a. umsjón með frágangi og gangsetningu vélbún- aðar í mörgum nýsmíðum, þar NISSAN PATHFINDER Jafnvígur utan vega sem innanbæjar Nissan Pathfinder er að nýrri kynslóð torfœrubifreiða sem sameinar þægindi og hörku á óviðjafnanlegan hátt. • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Tímaritið „Four Wheeler“ kaus Pathfínder jeppa ársins, auk fjölda annarra tímarita. • 3ja ára ábyrgð. • Sýningarbíll í bílasal. Verð frá kr. 1.055 þús. Rngvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Simi: 91 -335 60 má telja tíu vertíðarbáta, tvö stór nótaskip, sex ísfískskuttogara og einn frystitogara. Auk þessa sá hann um frágang vélbúnaðar þeg- ar skipunum Akureyrinni EA-10, Frera RE-88 og Sléttbaki EA-304 var breytt í frystitogara. Ég kynntist Jóhanni Gunnari fyrst á árunum 1963 til 1966, en þá unnum við báðir á Bjarma hf. Strax varð ég var hinna góðu mannkosta Jóhanns, sem urðu mér enn ljósari síðar. Jóhann var hár maður vexti og minnist ég þess frá þessum tíma að mér þótti hann manna fyrirmannlegastur þegar hann var uppáklæddur, og ætíð bauð hann af sér góðan þokka. Okkar samstarf hófst að nýju vorið 1972 og stóð það til hans dánardægurs. Jóhann var mjög dagfarsprúður og traustur maður. Eg minnist þess ekki að í okkar samstarfí hafí styggðaryrði fallið af hans hálfu, en þætti honum það við eiga sagði hann skoðun sína á einarðan og öfgalausan hátt. Eitt sinn bar svo við, að ég fól Jóhanni að sjá um ákveðið verk, undir annarra stjóm, en minni og bjóst ekki við öðru en hann myndi svara því já- kvætt, eins og hans var vandi. Eftir að hann hafði tekið það fram, að hann hefði ekkert út á þá að setja, sem hér um ræddi, þá sagði hann við mig á sinn látlausa hátt, að hann væri ráðinn hér undir stjóm minni, og sér væri starfíð ekki svo fast í hendi, að hann vildi breyta því fyrirkomulagi. Ekki datt mér til hugar að reyna að fá Jóhann til að skipta um skoðun, því að enda þótt þetta væri eins- dæmi í okkar samskiptum, þekkti ég festu Jóhanns vel. Það var mér mikið lán að fá Jóhann til samstarfs þegar ég hóf störf á nýsmíðadeild, sem fram- leiðslustjóri. Hann hafði þá þegar mikla reynslu á sínu sviði, og hef- ur vafalaust stundum þurft að hafa vit fyrir mér. En aldrei brá fyrir yfírlæti í fasi hans af þeim sökum, og ætíð lét hann reynslu sína í té á skjótan og skíran hátt. Umgengnishættir hans og dreng- lyndi átti dijúgan þátt í að skapa góðar venjur í samskiptum stjóm- enda á nýsmíðadeild. Eg varð þess og margsinnis var, að þeir sem störfuðu undir hans stjóm höfðu um hann og stjóm hans góð orð. Mörg em þau skiptin orðin, sem ég hef ónáðað þau hjónin á heim-_ ili þeirra utan vinnutíma Jóhanns með símhringingum á nóttu eða degi. Þá var um að ræða aðkall- andi verkefni, sem leysa þurfti án tafar. Æ var mér ljúfmannlega tekið, og ætíð vom verkefnin leyst strax og treysta mátti því að vel væri að staðið. Ég minnist þess að í fyrsta sinn sem Jóhann hringdi í mig vegna starfsins utan vinn- utíma þá byijaði hann á því að biðja mig afsökunar á því að valda mér ónæði. Þetta þótti mér góður siður og til eftirbreytni. Jóhann var hljómlistarmaður og spilaði á píanó og sótti þangað marga ánægjustund. Aldrei minntist Jóhann á trúmál við mig, en ég þykist vita að að baki styrks hans hafí legið bjargföst trú. Eitt sinn skal hver deyja, og þó að hér bæri að fyrr en skyldi, er það huggun harmi gegn, að hér er góðs drengs að minnast sem hefur skilað góðu dagsverki. Ég votta eiginkonu Jóhanns Gunnars, dætmm þeirra fímm og öðmm aðstandendum samúð mína í sorg þeirra. Blessuð sé minning Jóhanns Gunnars Ragúels. Jóhannes Ólí Garðarsson á nokkrum notuðum úrvals bílum!!! Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áð- ur hefur þekkst. Ðæmi: MAZDA 323,4ra dyra, 1.3 LX, árg. '87 Verð.......................kr. 440.000 Útborgun 25%................kr. 1 10.00 Afsláttur.................kr. 4-4.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum kr. 286.000 MAZDA 3Z3 Station árg. ’86 MAZDA 626 GLX árg. ’87 Lancia Thema árg. ’87 MAZDA 626 LTD árg. ’87 MAZDA 323 árg. ’83 MAZDA 929 Station árg. ’81 MAZDA 323 árg. ’86 MAZDA 323 GLX árg. '87 jisf MAZDA 626 LX árg. '83 Opid laugardaga frá lcl. ‘1-5 BILAÐORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68-1299.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.