Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Bíldudalur:
Nýr togari keyptur og leit-
að eftir kaupum á öðrum
BQdud&l.
RÆKJUVER HF. á Bíldudal hef-
ur keypt togarann Jökul SH 215
frá Ólafsvík og heitir hann nú
Þröstur BA 48 og verður gerður
út frá Bíldudal. Togarinn var
smíðaður i Póllandi árið 1984 og
er 230 tonn að stærð. Útgerðar-
félag Bílddælinga hf. á Bildudal
leitar einnig eftir skipi til kaups,
en fyrir á Útgerðarfélagið togar-
Búrhvalir
nærriár-
lega á land
BÚRHVALI rekur nánast árlega
á land hérlendis og er mun algeng-
ara að þá reki en reyðarhvali.
Orsök dauða dýranna er ekki allt-
af kunn þar sem sjávarlíffræðing-
ar hafa sjaldan tök á að skoða
þau. Svo er farið um búrhvalinn
sem rak á Ströndum en Jóhann
Siguijónsson, sjávarliffræðingur
hjá Hafrannskóknarstofnun bjóst
ekki við að hvalurinn yrði rann-
sakaður.
ann Sölva Bjarnason, 404 tonn.
Að sögn Ólafs Egilssonar, fram-
kvæmdastjóra Rækjuvers, er togar-
inn Þröstur búinn til rækjuveiða og
hefur hann 800 tonna rækjukvóta
og 400 tonna bolfiskkvóta. Allur
afli verður frystur um borð í skipinu
og fara 25—30% hans beint til Jap-
ans í gámum. En meginhluti aflans
verður unninn í landi í rækjuvinnslu
Rækjuvers á Bíldudal. Ellefu manna
áhöfn er á togaranum og er það
allt heimamenn nema fjórir. Skip-
stjóri er Guðlaugur Þórðarson.
Ólafur Egilsson framkvæmda-
stjóri segir rekstrarafkomu Rækju-
vers hf. hafa verið erfiða, eins og
hjá flestum fyrirtækjum í sjávarút-
vegi; en koma nýja togarans gjör-
breyti öllum rekstrarmöguleikum
fyrirtækisins. Nú verður hægt að
halda uppi rekstri allt árið, í stað
5—6 mánaða á ári áður. 15—20
störf eru í Rækjuveri hf. í landi og
vantar alltaf fólk í vinnsluna. Nú
um páskana býður Rækjuver hf. á
Bíldudal 20 starfsmönnum sínum í
5 daga utanlandsferð til'Hamborg-
ar.
Rækjuver hf. er að meirihluta í
eigú utanbæjarmanna; íslensku út-
flutningsmiðstöðvarinnar og fleiri
aðila, en auk þess eiga nokkrir aðil-
ar á Bíldudal hlut í verksmiðjunni.
Á Bíldudal gerir Útgerðarfélag
Bflddælinga hf. út togarann Sölva
Bjamason BA 65, sem er 404 tonn
að stærð. Samkvæmt upplýsingum
Jakobs Kristinssonar framkvæmda-
stjóra þar er stefnt að kaupum á
öðru skipi fyrir útgerðarfélagið, ef
hentugt togskip finnst. Meiri físk
vantar til vinnslunnar, svo stöðug
vinna sé allt árið í frystihúsinu.
Fyrirsjáanleg eru þrengsli í höfn-
inni á Bfldudal með tilkomu nýrra
skipa. í raun er einungis viðlegu-
pláss fyrir eitt stórt skip, auk
smærri báta, sem þegar er orðið
þröngt um. Tfu bátar af stærðinni
9—22 tonn eru gerðir út frá Bfldu-
dal auk nokkurra trillubáta.
Hafnarframkvæmdir eru fyrir-
hugaðar á Bfldudal í sumar.
- RJ
Morgunblaðið/Ragnheiður Jónasdóttir
Ólafur Egilsson, framkvæmdastjóri Rækjuvers hf., og Guðlaugur
Þórðarson, skipstjóri Þrastar.
%
K-\ 1
ÞRosrm
Hinn nýi togari Bílddælinga, Þröstur BA.
Morgunblaðið/Ragnheiður Jónasdóttir
Olíulekinn á Keflavíkurflugvelli:
„Hvalurinn er stór og því gamall.
Vel gæti verið að hann hafi gleypt
veiðarfæri því búrhvalir eru frekar
gráðugir en alls ekki nógu vand-
fysnir," sagði Jóhann. „Þeir eru fé-
lagslega þroskuð dýr og búa við fjöl-
kvæni, nema þau dýr sem rekur að
landi. Þau eru kynþroska en ekki
félagslega þroskuð og yfirgefa þvf
hópana."
Hvalurinn á Ströndum er fimmti
búrhvalurinn sem vitað er að hafi
rekið á land frá árinu 1983. Þá rak
á Jand búrhval við Þórkötlustaði á
Hópsnesi og sama ár synti hvalur í
strand við Amarstapa en losnaði á
háflóði. Árið 1984 rak búrhval á
Hvalsnes á Garðskaga, árið 1986 á
Árskógssand, árið 1987 við
Grindavík og nú síðast í Eyvindar-
firði á Ströndum.
Sagði Jóhann að eflaust væri um
fleiri dýr að ræða og vildi hann
hvetja fólk til að láta vita af þeim.
Engin meiriháttar breyting
hefur orðið á olíuflekknum
Sérstakt tæki komið frá Banda-
ríkjunum til að dæla olíunni upp
Keflavfk.
Olíuflekkurinn sem mynd-
aðist þegar 75 þúsund lítrar af
díselolíu láku úr leiðslum hjá
vamarliðinu í haust og talinn
er geta mengað vatnsból
Kéflvíkinga við Háaleiti virðist
ekki hafa færst nær vatnsbólinu
Varnarmálaráðherra Noregs:
Island, Noregur
og varnir NATO
JOHAN Jorgen Holst, vamar-
málaráðherra Noregs, flytur
erindi í hádeginu í dag um ís-
land, Noreg og vamir á norður-
svæði NATO.
Samtök um vestræna samvinnu
hafa boðið vámarmálaráðherran-
um til landsins og efna til hádegis-
verðarfundarins í dag ásamt
Varðbergi. Er fundurinn haldinn
í Átthagasal Hótels Sögu og verð-
ur húsið opnað kl. 12 á hádegi.
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um og gestum þeirra.
frá þvf sem áður var. Nú hafa
verið boraðar 5 holur tii við-
bótar við þær 7 sem fyrir era
til að kanna útbreiðslu oliu-
flekksins. Tvær holur em í landi
Keflavíkur í línu að vatnsbólinu
og fannst engin mengun í
gmnnvatnssýnum i borholun-
um. Ein hola var þar fyrir og í
henni fannst olfumengun.
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Suðumesja, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekkert óvænt
hefði komið fram í þessum síðustu
bomnum á svæðinu. Hinsvegar
væri ekki ljóst hvemig gmnn-
vatnið hegðaði sér í smáatriðum,
en með þeim borholum sem nú
hefðu verið boraðar ætti að fást
nánari vitneskja um streymi
gmnnvatnsins.
Nú á að reyna að fleyta olíunni
ofan af gmnnvatninu með sérstöku
tæki sem fengið er hingað til lands
frá Bandaríkjunum og verður haf-
ist handa um þær framkvæmdir á
næstu dögum. Að sögn Magnúsar
er olíuflekkurinn um 100 metrar í
þvermál og þar sem olían er mest
í miðju flekksins er hún um 8
tommur á þykkt þar sem hún flýt-
ur ofaná gmnnvatninu.
- BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Nú hafa verið boraðar 12 holur í nágrenni oliumengunarstaðarins
á Keflavfkurflugvelli.