Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Sérstaða Flugleiða ga Óeðlilegt að ríkið mis- muni aðilum eftirKristin Sigtryggsson Ég tek heils hugar undir þau ummæli Sigurðar Helgasonar stjómarformanns á aðalfundi Flug- leiða, að það sé fullkomlega óeðli- legt að mismuna rekstraraðilum í flugi, sé það ætlunin að heilbrigð samkeppni ríki. Ef sú aðstaða sem flugfélögunum er búin frá hendi stjómvalda er borin saman, kemur í ljós, að þær vaxtagreiðslur sem ríkissjóður greiðir fyrir Amarflug (í skiptum fyrir mun stærri fjárhæðir sem hlut- hafar félagsins em að bjarga fyrir hann), eru hreinn hégómi, miðað við þau sérréttindi sem Flugleiðir njóta. Svæðaskipting flugfélag- anna Eins og fram kemur af með- fylgjandi korti, em þau svæði í Evrópu sem íslendingar eiga mest samskipti við algerlega lokuð Am- arflugi. Hér er um að ræða Bret- land og Norðurlöndin, en yfir 60% af allri umferð milli íslands og ann- arra Evrópulanda liggur þangað. Amarflug hefur hins vegar byggt upp tvo áætlunarstaði á meginlandi Evrópu sem þjónað er nú þegar allt árið, Amsterdam og Hamborg, en auk þess er verið að vinna að uppbyggingu tveggja annarra staða, Zurich og Mílanó. Þetta er gert án þess að um sé að ræða vemdun þessa svæðis fyrir Amar- flug, enda hafa Flugleiðir leyfi til áætlunarflugs til þriggja borga í Mið-Evrópu, auk Lúxemborgar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar Öll afgreiðsla í hinni nýju flug- stöð er í höndum Flugleiða. Amar- flug mun væntanlega greiða þeim um 20 milljónir króna á þessu ári fyrir afgreiðslu 1—2 flugvéla. Við mótmæltum þessu fyrir- komulagi harðlega skömmu áður en stöðin var tekin í notkun, en þá fyrst var okkur ljóst hvert stefndi. Það er síður en svo neikvætt að kaupa þessa þjónustu af Flugleið- um. En það má öllum ljóst vera, að við verðum að eiga aðra val- kosti ef samningsaðstaða um verð og gæði þjónustunnar á að vera fyrir hendi fyrir Arnarflug. Flugskýli íslensk stjómvöld hafa á leigu flugskýli hjá Bandaríkjaher gegn vægu gjaldi. Þessi aðstaða er síðan framseld beint til Flugleiða, til þess að annast þar viðhald á sínum flug- vélakosti. Amarflug nýtur engra slíkra sérréttinda og verður að kaupa mestan hluta viðhaldsþjón- ustunnar erlendis. ARNARFLUG ÁRSTÍÐARBUNDIÐ ARNARFLUG ALLT ÁRIÐ • FLUGLEIÐIR SUMARFLUG OFLUGLEIÐIR ALLT ÁRIÐ llll FLUGLEIÐIR VERNDAÐ SVÆÐI JÁRNTJALDIÐ Lendingargjöld Á sama tíma og Arnarflug var að byggja upp áætlunarflug til Amsterdam og annarra staða i Mið-Evrópu voru Flugleiðir undan- þegnar lendingargjöldum í flugi til Lúxemborgar, sem veitti áætlunar- stöðum Amarflugs beina sam- keppni. Hér var ekki um neina skiptimynt að ræða, heldur veruleg- ar flárhæðir. Eldsneytisskattur Flugleiðir eru í dag undanþegnar eldsneytisskatti á flugleiðinni Keflavík — Norður-Ameríka. Hvemig nýtist það eldsneyti sem ætlað er til þessa flugs? Er ef til vill hægt að geyma nokkra lítra til þess að fljúga á til Evrópu? Arnar- flug nýtur engra slíkra undanþága. Vaxtagreiðslur Fordæmi fyrir þátttöku ríkissjóðs í greiðslu vaxta mun vera til. Það mun vera frá Flugleiðum hf. og ekki svo mjög margra ára gamalt. Að lokum Ef jafnræði yrði komið á með flugfélögunum varðandi alla þætti er lúta að samkeppnisaðstöðu, mundi Arnarflug væntanlega með glöðu geði losa ríkissjóð undan kvöðum um vaxtagreiðslur. Gott samstarf flugfélaganna um samnýtingu framleiðsluþátta getur orðið báðum til framdráttar. Ég óska Flugleiðum alls hins besta í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Amarflugs. Alþjóðleg nefnd kvenna stofnuð: Konur styðja palest- ínskar konur og böm ALÞJÓÐLEG nefnd kvenna til stuðnings palestínskum konum og börnum, einkum á herteknu svæðunum, var stofnuð hinn 13. mars í Aþenu að afloknum fundahöldum sem Grísku kvennasamtökin boðuðu til. Konur frá 24 löndum sátu ráð- stefnuna, þar á meðal Unnur Steingrímsdóttir frá Kvenna- lista, en ísland er aðili að kvennanefndinni. Rúmlega 4000 konur voru á stofnfundi nefndarinnar, þar sem meðal annars var samþykkt að senda fulltrúa til herteknu svæðanna til að kanna það ofbeldi og þann órétt sem palestínskar konur og börn eru beitt. Niðurstöður sendinefndarinnar verða síðan kynntar í aðildarlönd- um kvennanefndarinnar og á al- þjóðavettvangi. Hvatt verður til hjálparstarfs meðal þjóða og ríkisstjóma en brýn þörf er talin á lyfjum fatnaði og kennslutækj- um. Kennsla hefur legið niðri síðan í desember og hvetur nefnd- in til stuðnings við kvennahreyf- inguna og baráttu hennar fyrir að kennsla verði hafín. Nefndin mun hvetja ríkisstjómir til að hlutast um að haldin verði al- þjóðleg friðarráðstefna. Þar verði hvatt til friðsamlegrar lausnar á deilu PLO og ísraelsmanna undir forsjá Sameinuðu þjóðanna. Að síðustu var samþykkt í Aþenu að knýja ísraelsmenn til að virða Genfarsáttmálann sem gerður Skák: Opna Austfjarðamótið haldið í annað sinn OPNA Austfjarðamótið í skák verður haldið 1.-15. júní næst- komandi á Egilsstöðum. Er þetta í annað skipti sem mótið er haldið og stendur Egilstaða- bær fyrir því að mestu. Keppt verður í þremur styrk- leikaflokkum, 2200 ELO stig og hærra, 1800-2199 stig, og undir 1800 stigum. Verðlaun nema alls 650 þúsund krónum og eru veitt verðlaun fyrir sex efstu sætin í hveijum flokki. Til stendur að bjóða nokkrum stórmeisturum til þátttöku á mót- inu en ekki hefur verið ákveðið hverjum. Þátttakendur í fyrsta mótinu voru 55 frá 7 löndum, aðal- lega frá íslandi og var sigurvegari í efsta flokki Anna Aksharumova, eiginkona stórmeistarans Boris Gulko, en Anna vann nýverið Bandaríkjamót kvenna með fullu húsi. var 1949 og þeir áttu aðild að. Unnur sagði að ráðstefnuna hefðu meðal annarra setið konur frá ísraelsku friðarhreyfíngunni. Þær hefðu ságt frá ört vaxandi fylgi við hreyfínguna meðal Isra- ela en konur eru í nokkrum meiri- hluta í hreyfingunni. Unnur er ekki eina Kvenna- listakonan sem setið hefur ráð- stefnur að undanförnu. Kvenna- listakonur hafa m.a. setið ráð- stefnur í Bandaríkjunum, Kanada, Grikklandi, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Stöðugur gestagangur hefur einnig verið til íslenska Kvenna- listans að sögn kvennana og segja þær uppgang listans hafa vakið mikla athygli um heim all- an. „Við finnum að það er mikið af óvirkjuðu afli í heiminum,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. „Framtíð hans er undir því komin að þetta afl verði virkjað.“ Morgunblaðið/Sverrir Nokkrar glaðbeittar Kvennalistakonur sem setið hafa ráðstefnur að undanförnu. Neðst sitja Danfríður Skarphéðinsdóttir og Unnur Steingrimsdóttir, þá Guðrún Agnarsdóttir og Laufey Jakobsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Ingibjörg Hafstað og efst er Kristín Halldórsdóttir. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Listamenn mótmæla breytingnm BANDALAG íslenskra listamanna styður þau mótmæli sem komið hafa fram meðal listamanna á Norðurlöndum vegna fyrirhug- aðra breytinga á tónlistarverð- launum Norðurlandaráðs. Þar er gert ráð fyrir að allar tegundir tónlistar komi jafnt til greina við veitingu verðlauna. Beinir banda- lagið þeim tilmælum til fulltrúa íslands í Norðurlandaráði að gera engar breytingar á verðlaununum án fyllsta samráðs við listamenn. í frétt frá bahdalaginu segir að þessi breyting sé útþynning á kostn- að þeirra verðlauna sem fyrir séu. Hún sé enn eitt dæmið um að vegið sé að alvarlegri listsköpun og hafi verið lögð fram þrátt fyrir viðvaran- ir og mótmæli tónlistarfólks. Það sé algengur misskilningur að létt dæg- urtónlist verði sígild þegar tímar líði. Þeirri spumingu er varpað fram í bréfinu hvort búast megr við svip- aðri rýmkun á bókmenntaverðlaun- um og reyfarar og annað léttmeti hljóti verðlaunin í framtíðini. Það sé alvarlegt ef lágmenningin nái yfir- höndinni, meira að segja í sjálfu Norðurlandaráði. Tónskálda- og bók menntaverð- laun Norðurlandaráðs séu mikil upp- örvun þeim listamönnum sem þau hljóti, svo ekki sé minnst á kynningu þá á alþjóðlegum vettvangi er oft fylgi í kjölfarið. Verðlaunin séu arð- bær fjárfesting og því væri athug- andi fyrir Norðurlandaráð að fjölga verðlaununum. Leggur bandalagið til að bætt verði við listgreinum eins og kvikmyndalist, myndlist og leik- list.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.