Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
r
Minning:
Hilmar Arnason
ijóndi á Hofi
Fæddur 2. október 1910
Dáinn 16. mars 1988
Miðvikudaginn 16. þ.m. andað-
ist í Héraðshælinu á Blönduósi
Hilmar Árnason bóndi á Hofi. Út-
för hans verður gerð frá Hofs-
kirlcju. Hilmar var fæddur 2. okt-
óber árið 1910 í Víkum á Skaga.
Foreldrar hans voru merkishjónin
Anna Tómasdóttir og Ámi Guð-
mundsson bóndi og trésmíðameist-
ari er þar bjuggu.
Heimilið í Víkum var mann-
margt í uppvexti Hilmars. Systkin-
in voru níu er þar uxu úr grasi,
auk þeirra vom vinafólk og öldruð
ættmenni þeirra hjóna. Allur var
búskapur þar umsvifamikill, gang-
andi fénaður margur auk þess sem
heimilisfaðirinn stundaði smíðar
heima og heiman.
Ekki mun Hilmar hafa verið
gamall þegar hann fór að vinna
að búi foreldra sinna og snemma
mun hann hafa verið jafnvígur á
hirðingu búflár og smíðavinnu.
Þannig liðu ungdómsárin að hann
vann heima, en með fullorðinsárum
fór hann að vinna meira utan heim-
ilis. Var þá tíðum við smíðar og
ýmis önnur störf.
Árið 1935, þann 24. nóvember,
gekk Hilmar að eiga eftirlifandi
konu sína, Aðalheiði Magnúsdóttur
frá Skeggjastöðum. Þau hófu bú-
skap á hluta Skeggjastaða og voru
þar til vorsins 1937 er þau fluttu
Umferðin:
Flestir nota bíl-
belti og ökuljós
í KÖNNUN, sem lögreglan um
land allt gerði að beiðni Um-
ferðarráðs á notkun bílbelta og
ökuljósa kom i'ram, að langflest-
ir ökumenn hafa tileinkað sér
nýja siði. í þéttbýli voru 88,6%
með ljósin kveikt að degi til og
í dreifbýli 93,7%. í þéttbýli voru
83% ökumanna með beltin spennt
og í dreifbýli 86%.
Könnunin var gerð dagana
14.-18. mars. í ljós kom að
Grindvíkingar og Vestmannaeying-
ar voru manna iðnastir við að nota
ljósin og reyndust 98% ökumanna
þar fara að settum reglum. Þar á
eftir kom Keflavíkurflugvöllur,
96%, Blönduós 95%, Patreksfjörður
94%, Reykjavík 94% og Akranes
93%. í dreifbýli reyndist öllum bif-
reiöum ekið með ljósum í nágrenni
Blönduóss og Hólmavíkur. 98% bif-
reiða í nágrenni Keflavíkur höfðu
ljósin kveikt, 96% við Selfoss og
álíka margir á Hvolsvelli og í ná-
grenni Reykjavíkur.
Og þá eru það bílbeltin. Eins og
fyrr sagði voru 83% ökumanna í
þéttbýli með beltin spennt og 81%
farþega í framsæti. Utan þéttbýlis
voru 86% ökumanna í beltum, en
87% farþega. Þeir, sem óku um
hliðið á Keflavíkurflugvelli þessa
daga voru duglegastir við að spenna
sig, eða 97% ökumanna og 96%
farþega í framsætum. Vestmanney-
ingar fylgdu fast á eftir, þar voru
93% ökumanna og 92% farþega í
framsætum í beltum. Reykvíkingar
eru hins vegar ekki jafn löghlýðnir,
því þar voru 83% ökumanna og
farþega í framsæti með beltin
spennt.
Þess skal loks getið, að sekt við
því nota ekki bílbelti og aka með
ökuljósin slökkt er 2000 krónur.
að Víkum. í Víkum bjuggu þau í
7 ár og þar fæddust börn þeirra
sem eru: Eiður; Ingunn Anna og
Ámý Magnea. Oll eru þau systkin
mannvænlegt fólk, sem er gift og
á afkomendur.
Árið 1944 keyptu þau hjónin
Hof og fluttu þangað á fardögum
sama ár. Hof er stór og góð jörð,
en mun hafa þótt nokkuð dýr á
þeirri tíð og það heyrði ég haft
eftir öðrum seljandanum að þessi
kaup myndu klæða Hilmar úr skyr-
tunni. Það fór á annan veg. Nú
var hann búinn a fá gott oln-
bogarými fyrir meðfæddan stór-
hug og athafnasemi. Tók hann
fljótt til að endurbæta jörðina
bæði með ræktun og húsagerð,
ennfremur stóijók hann áhöfn
hennar. Þegar á árinu 1946 reisti
hann íbúðarhús úr steinsteypu,
síðan rak hver framkvæmdin aðra
og áður en 10 ár voru liðin hafði
hann endurbyggt öll hús á jörðinni
úr steinsteypu. Það fannst mér
staðfesta vel stórhug Hilmars og
framfaravilja þegar hann árið
. 1972, þá kominn af léttasta skeiði,
braut niður fjárhús, sem hann
hafði byggt, og ekki þóttu lengur
svara kröfum tímans og byggði
önnur með vélgengum kjallara og
öðru því er nútíminn krefst.
Hilmar lagði sig fram um að
nýta vel til afurða bæði búfé og
jörð. Hann var alla tíð heyjabóndi
og miðlaði oft af forða sínum til
þeirra sem komust í fóðurskort og
oft mun hann hafa tekið lítið eða
ekkert gjald fyrir.
Hilmar var mikill garpur til
verka. Hef ég ekki séð slíkar ham-
farir við að skila áfram verki. Þar
fór allt saman, orka í geði, verk-
lagni og góðir líkamsburðir. Hilmar
sat í sveitarstjómum langt árabil.
Hann var tillögugóður og mótuðust
tillögur hans af sanngirni og rétt-
sýni. Ennfremur var hann í sóknar-
nefnd og hlúði mjög að málefnum
kirkjunnar og þegar unnið var að
endurbótum og viðhaldi hennar gaf
hann ævinlega alla sína vinnu. Auk
þess gáfu þau hjón Hofskirkju oft
stórar gjafír.
Hof stendur við þjóðbraut þvera
og var oft sem allra leiðir lægju
þangað. Þar voru haldnir flestir
fundir sem til gátu fallið í litlu
sveitarfélagi. Jafnan veittu þau
hjón kaffi á messudögum, einnig
var siður við jarðarfarir að fá hús-
næði á Hofí til veitinga og léði þá
húsmóðirin borð- og húsbúnað og
aðstoðaði sjálf við veitingar.
Meðan farskóli starfaði léðu þau
hjón skólanum húsnæði um árabil
og tóku kennarann í fæði og hús-
næði. Á meðan ferðast var á hest-
um var það venja okkar utan
Króksbjargs, er við áttum leið í
kaupstað, að koma við á Hofí. Var
þá þeginn beini fyrir menn og
skepnur og oft notið gistingar.
Veittu þau hjón þetta allt af mestu
rausn og alúð
Hilmari fylgdi alltaf hressandi
blær og yfír honum var reisn og
höfðingsskapur. Hann var einn
sterkasti burðarás lítils sveitarfé-
lags um langa hríð. Er honum
margt að þakka og margt mátti
af honum læra. Hann hafði fast-
mótaðan lífsstíl, sem hann fylgdi
eftir af fullri einurð þegar honum
fannst við þurfa og var þá sama
hver í hlut átti.
Oft fann ég koma fram hjá hon-
um þegar hann ræddi um fyrir-
liggjandi verkefni að framtíðar-
draumur hans vagri að verk hans
mættu standa sem lengst og að
óbomir gætu notið þeirra, en um
verkalaun að kveldi spurði hann
ekki. Vel minnist ég þess er ég
kom í fyrsta sinn til Hilmars til
að innheimta útsvar, sem var hátt,
og hafði ég orð á. Viðbrögð hans
voru að hann sagði á þá leið að
ekki væri nema sjálfsagt að greiða
til samfélagsins, kannski á maður
eftir að leita til þess, en að það
framlag sé sem jafnast er líklega
stærri vandinn. Þetta svar fínnst
mér lýsa honum betur en langt
mál.
Þau hjón áttu því láni að fagna
nú á síðari árum að bamaböm
þeirra dvöldust á heimili þeirra
yfir sumartímann, sum í mörg
sumur. Nú allra síðustu árin voru
langafa- og langömmubömin einn-
ig tíðir gestir, sem var þeim
óblandin ánægja og sólargeisli.
Síðustu árin átti Hilmar við van-
heilsu að stríða, sem hann bar af
hugprýði og karlmennsku. Hygg
ég að hann hafí þráð umskiptin.
Aðalheiður var honum traustur
lífsfömnautur, stóð við hlið honum
í amstri daganna af hógværð og
festu þar til yfír lauk. Að henni
sækir nú sár söknuður þegar
lífsförunauturinn er burt kallaður,
en hún yljar sér við góðar minning-
ar og góð samskipti við böm sín
og bamaböm og fulla trú á endur-
fundum. Við hjónin óskum henni
styrks í trú sinni og blessunar
Guðs um ókomin ár, um leið og
við vottum henni og bömum þeirra
samúð okkar.
Á þessari kveðjustund er okkur
efst í huga ánægjulegar minningar
um löng og góð kynni við Hilmar,
sem við þökkum af heilum hug.
Blessuð sé minning hans.
María og Sveinn, Tjörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu lfnubili.