Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Morgunblaðið/Þorkell
Berglind og Þórdís Guðmundsdætur og Ása Björg Traustadóttír ásamt mæðrum sínum. Þær gætu allar
vel hugsað sér að fara aftur.
tónlistarlífinu
TEXTI:
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Kristinn Heiðar Freysteinsson. „Gaman að fá að syngja með.“
Litii sótarinn í Islensku óperunni:
Leyfið börnunum að koma í óper-
una — til þess er Litli sótarinn
Foreldrar, sem eru ekki um
of hrifnir af því hve alls kyns
dægurlagatónlist er haldið að
börnum og unglingum, geta nú
glaðst við, því sem stendur er
verið að sýna í íslensku óperunni
barnaóperu. Þetta er óperan
Búum til óperu. Skemmtun fyrir
ungt fólk op. 45, eins og tón-
skáldið Britten hnýtti aftan við
titilinn. Óperan var fyrst flutt
1949 í Aldeburgh, þar sem Benj-
amin Britten bjó lengi og starf-
aði. .
Óperan, sem kallast líka Litli
sótarinn, var fyrst flutt hér 1983,
gekk þá lengi og vel fyrir fullu
húsi undir stjóm Jóns Stefánsson-
ar, sem stjómar einnig á sýning-
unni nú.
Hvað þarf í eina óperu?
Óperan snýst um óperuuppsetn-
ingu og hvað kemur út úr henni. I
fyrri hluta sýningarinnar segir frá
leikhópi, sem ætlar að setja upp
óperu og lýsir á lifandi hátt hvemig
slík vinna gengur fyrir sig. Bömin
í salnum fá líka að leggja sitt til
málanna, því leikstjórinn á sviðinu
leitar álits hjá þeim. Seinni hlutinn
er svo óperan, sem hópurinn setur
á svið, hjartnæm saga um umkomu-
lausan sótaradreng, sem bjargast
þó giftusamlega frá illum örlögum.
Þá gleymast bömin í salnum heldur
ekki, því áheyrendur, bæði börnin
og foreldramir, fara með hlutverk
óperukórsins.
Flutningurinn nú hefur verið
kynntur í skólum borgarinnar,
kynníngarefni sent tónmennta-
kennumm, þeir beðnir að segja frá
efni óperunnar og leyfa krökkunum
að heyra lög úr henni. En því mið-
ur fer stór hópur skólakrakka á
mis við þessa kynningu, því það
vantar nokkuð á að allir krakkar
njóti tónlistarkennslu. Nefnilega
skortur á tónmenntakennumm.
Sorgarsaga, sem ekki verður rakin
hér. En til að bæta úr, hefur Jón
Stefánsson farið í skóla og sagt frá
ópemnni, þar sem engir tónmennta-
kennarar em til að sjá um kynningu
hennar.
Tónleíkar Kammermúsíkkliibbsms miðvikudagmn 30. mars:
Klarínettperlur Mozarts og Brahms
o g ævintýramyndir Schumanns
TEXTI:
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Eina ferðina enn hefur Kam-
mermúsíkklúbburinn búið okkur
tilhlökkunarefni. Þriðju tónleik-
ar starfsársins verða nú á mið-
vikudaginn 30. mars kl. 20.30 í
Bústaðakirkju. í þetta sinn eru
kallaðir saman nokkrir af bestu
tónlistarmönnum okkar ásamt
bandarískum gesti. Þarna spila
Einar Jóhannesson klarinettleik-
ari og Gunnar Kvaran sellóleik-
ari. Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari spilar á lágfiðlu í
þetta skipti og Delana Thomsen
píanóleikari frá Bandaríkjunum.
Þau Einar, Guðný og Delana
Thomsen byrja á því að spila tríó
eftir Wolfgang Amadeus Mozart í
Es-dúr, K. 498, „Kegelstatt“-tríóið
svokallaða. Mozart dó árið 1791,
en samdi þetta verk 1786, árið sem
hann varð þrítugur. Þá hafði hann
kynnst Anton Stadler klarínettsnill-
ingi og þau kynni líklega blásið
honum í bijóst löngun til að semja
fyrir þetta hljóðfæri. Auk tríósins
samdi hann klarínettkvintett og
konsert, allt útaf kynnum sínum
af Stadler. Reyndar bendir Einar á
að dökkir litir klarínettsins og lág-
fiðlunnar virðist hafa höfðað meira
til Mozarts en bjartari hljóðfæri eins
og fiðla og flauta.
Tónsmíðar og ballskák —
sennileg blanda þegar Moz-
art er annars vegar
Sagan segir að Mozart hafi sam-
ið tríóið milli leikja í ballskák, en
hann var ástríðufullur ballskákari.
Slík vinnubrögð hentuðu honum
vel, því honum leiddist að sitja og
hugsa, vildi hafa eitthvað fyrir
stafni, meðan hann samdi. . . En
ekki drógu þessi vinnubrögð úr
snilli hans, því þetta tríó þykir með
bestu kammerverkum hans og er
þó af góðu úrvali að taka.
Klarínettið er ekki áberandi í
verkum frá tíma Mozarts, slær fyrst
í gegn þegar líður á síðustu öld.
Einleiksverk Mozarts fyrir það eru
fyrstu meiriháttar verkin, sem-voru
samin fyrir klarínettið.
Ævintýramyndir, „Márchenbild-
er“, fjögur lög fyrir lágfíðlu og
píanó, op. 113 eru eftir Robert
Schumann. Hann samdi verkið
1851, dó 1856, nýorðinn 46 ára.
Schumann samdi töluvert af svona
myndverkum, lætur svo áheyrend-
um eftir að fylla í með eigin hugar-
flugi. Schumann var kvæntur
píanóleikaranum Clöru Schumann.
Hann var illa haldinn af þunglyndi
síðustu ár sín, líklega að einhveiju
leyti meðfæddu, var á hæli undir
lokin, en kannski særði það líka
karlmannlegt stolt hans að á köflum
vakti píanóleikur eiginkonunnar
meiri athygli en verk hans.
Slaufan á tónleikunum, síðasta
verkið, er líka eitt af seinni verkum
viðkomandi tónskálds. Það er tríó
fyrir klarínett, selló og píanó í
a-moll, op. 114 eftir Johannes
Brahms. Brahms hafði úr snöggtum
lengri ævi að spila en hinir tveir,
fæddist 1833, árið sem Jónas
Hallgrímsson var að taka sín fyrstu
próf við Hafnarháskóla, svo vikið
sé að einhveiju, sem ekki kemur
málinu við. Brahms dó ekki fyrr en
1897, en semur tríóið 1891.
Haustlit tónlist — silfur-
skeið Mtthlfelds
Rétt eins og hjá Mozart voru það
kynni Brahms af afburða klarínett-
leikara, Richard Miihlfeld, sem
kveiktu í gamla manninum undir
ævilokin, þegar hann var eiginlega
hættur að semja. Samdi klarínett-
kvintett sama árið og tríóið og auk
þess tvær klarínettsónötur nokkru
síðar. Þó það sé kannski alltaf
hæpið að tala um besta hitt og
þetta, þegar tónverk eru annars
vegar, þá eru þeir ófáir, sem hvika
ekki frá því, að kvintettinn og tríó-
ið sé einhver sú best samansetta
og áhrifamesta tónlist, sem Brahms
hafi drepið á blað. Minnug þess, sem
áður sagði um tríó Mozarts, er vart
hægt að segja annað, en að klarín-
ettið virðist laða fram djúphygli og
almættissnertingu hjá tónskáld-
um...
„Haustlitur á þessari tónlist,"
segir Einar um tríóið. „Ljósaskipta-
stemmning, bæði í þeim tilfinning-
um, sem verkið vekur, en líka í
hendingunum, hiynjandinni. Gamli
maðurinn lítur til baka. í músík-
ölsku tilliti er alltaf nokkur glíma
að takast á við Brahms. Eiginlega
ætti enginn að snerta á verkum
hans, fyrr en eftir miðjan aldur, því
verk hans útheimta að flytjandinn
geti tekið út af eigin reynslu-
banka ... og þar þarf innistæðan
að vera ríkuleg." Gunnar tekur
undir að verkið sé stórkostlegt, öld-
ungis magnað verk.
Aðumefndur Muhlfeld var annál-
aður klarínettleikari á sinni tíð og
þeir sem eitthvað þekkja til sögu
hljóðfærisins vita af honum, líka
vegra kynna hans af Brahms. 1876
þegar Múhlfeld var tvítugur, opnaði
Wagner óperu sína í Bayreuth og
þar varð Muhlfeld fyrsti klarínett-
leikari allar götur til 1896. Ensk
kona, sem á klarínett og allt sem
því viðkemur, fyrir helsta áhugamál
í lífinu bauð Einari eitt sinn í mat
og eftirréttinn snæddi hann með
silfurskeið Múhlfelds .. . Þar með
komst Einar að segja má í beina
snertingu við Muhlfeld og þá næst-
um Brahms sjálfan, eða hvað .. .
Við erum vön að sjá Guðnýju
bregða fíðlu á loft. En hvemig
fínnst henni víólan fara í fangi?
„Víólan er auðvitað mun stærra
hljóðfæri og dýpra, hefur allt ánnan
tónalit. Undirstöðuatriðin eru þó hin
sömu, en það krefst heilmikillar
aðlögunar að fella sig að tónblæn-
um. En það er þroskandi fyrir fiðlu-
leikara að kynnast öðrum hliðum
tónlistarinnar með því að grípa í
víólu. Það er algengt erlendis að
tónlistarmenn spili jöfnum höndum
á fíðlu og lágfíðlu. Hins vegar hopp-
ar fiðluleikari ekki jafn léttilega
yfír á selló eða bassa. Þar er eitt-
hvað allt annað komið til sögunnar.
Það rak mig áfram að mig hefur
lengi langað til að spila þessi verk,
sérstaklega Mozart-tríóið og þá á
víólu, ekki fíðlu, þó það sé stundum
gert. Ég hef fíktað við að spila á
víólu undanfarin ár, oft spilað á
hana með nemendum mínum. Hef
áður spilað á víólu í klarínettkvint-
etti Mozarts, einmitt líka hjá
Kammermúsíkklúbbnum. Það er
samt ekki þar með sagt að ég sé
orðin leið á fiðlunni og sé á leiðinni
að skipta yfir . ..“
Delana Thomsen hefur verið í
New York undanfarin þrettán ár.
Kennir þar við píanódeild Man-