Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 85 textinn, hinum megin á opnunni þýzka þýðingin. Gerd Krautzer skrif- ar eftirmála, en hann er prófessor í norrænu í Miinster og ráðgjafi útgáf- unnar. Með jafngóðum þýðanda og Maritu og Krautzer sem ráðunaut, ætti íslenzka efninu að vera vel borg- ið. En hver stendur á bak við útgáfuna? Varla er sennilegt að hvaða Þjóðveiji sem er taki sig til og fari að gefa út Tímann og vatnið og meira íslenzkt seinna? Josef Kleinheinrich, eigandi út- gáfunnar, lagði fyrir sig norræn fræði í Þýzkalandi en síðan í Kaup- mannahöfn. Þar kynntist hann norrænum bókmenntum og fannst þær eiga fullt erindi á þýzka markað- inn, svo hann vatt sér út í útgáfu- starfsemi. Á sýningunni var hann auk Steins með bók eftir sjálfan sig um danska rithöfundinn Herman Bang og Kaupmannahöfn, Berliner Tagebuch, Dagbók frá Berlín, ljóða- bók eftir sænskt ljóðskáld, Anders Olsson og bók eftir Kreutzer um bamdóm og æsku í fomíslenzkum bókmenntum, doktorsritgerð hans. Það vekur athygli hvað bækumar em látlausar í útliti, en um leið ein- staklega smekklegar. Kleinheinrich segist líka leggja mikla umþenkingu í útlitið, þær verði að vera góður fulltrúi útgáfunnar og innihaldsins. Að Steini gerir hann tvær útgáfur. Önnur er venjuleg, þó hún sé óvenju- lega falleg, hin er númemð, óuppúr- skorin og vafín silkipappír fyrir bókavini og -safnara, biblíófíla, sem nokkuð er af í Þýzkalandi, því það er töluvert um slíkar sérútgáfur. Sú ódýra kostar 28 DM, rúmar sex hundmð krónur. Kleinheinrich hugsar sér að Tíminn og vatnið sé fyrsta bókin í röð íslenzkra ljóðabóka, sem allar eigi að vera tvftyngdar. Stóm forlög- in hugsi einkum um óbundið mál, svo þessi útgáfa fylli þar í eyðu. Og ekki sízt hefur hann hug á slíkri útgáfu eftir að hann komst í samband við Maritu. Hún var hér um skeið, talar íslenzku fyrirhafnarlaust, er gift Vil- hjálmi Bergssyni listmálara og þau búa í Þýzkalandi, þar sem hún kenn- ir. Ef Steinn fellur í kramið þá er áhugi á að fylgja bókinni eftirjneð úrvali kvæða hans. Annars er bók eftir Guðberg Bergsson næst á dag- skrá og svo Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. f öðmm bás rétt hjá var annar með þýðingar á fslenzkum samtíma- bókmenntum í huga. Wolfgang Butt, sem rekur Butt Verlag, undirbýr nú þýðingu á bók Einars Más Guð- mundssonar, Vængjasláttur í þak- rennum. Meðan ég staldraði við hjá Butt og fræddist um útgáfu hans kom maður að básnum og fór að kfkja á bækumar fullur forvitni. Butt stóð upp og fór að segja honum frá bókum sfnum. Einhvem veginn virtist gesturinn hafa meiri áhuga á útliti þeirra en innihaldi, hnuðlaði spumingunum uppí sér og spurði um kostnað á hinu og þessu, þar til hann stundi loks upp hvað það kostaði að leggja út í svona forlagsævintýr, hver gmnnkostnaðurinn væri. Sumsé áhugamaður um bókaútgáfu en ekki norrænu bækumar hans Butt. Butt gat frætt hann á því að ef hann hefði ijörutíu þúsund mörk handbær gæti draumurinn rætzt. Það gera tæpar níu hundmð þúsund íslenzkar krónur. Maðurinn hvarf skekinn á braut, leizt líklega ekki á að hætta svo miklu til að láta drauminn rætast. En Butt er hvergi smeykur. Hann hefur svipaðan bakgmnn og Klein- heinrich, hefur lesið norrænu, en er nokkuð eldri, var menntaskólakenn- ari í tuttugu ár og kenndi auk þess norrænar nútímabókmenntir við há- skóla sem stundakennari, en ákvað svo að reyna eitthvað nýtt upp á eig- in spýtur. Hann er búsettur rétt hjá Kiel, vel í sveit settur, segir hann sjálfur með Slésvfk og Holtsetaland á næstu grösum, svo norrænuáhugi er þama héraðslægur. Ef bókin hans Einars Más gengur þokkalega vildi Butt halda áfram að gefa bækur hans út, því það er dýrt að vera alltaf að byija með nýja höfunda, þurfa að bytja kynninguna upp á nýtt. Vegna menntunar sinnar segist Butt lengi hafa haft annað augað á norrænum bókum og þá spurt sig hvers vegna hitt og þetta væri ekki þýtt. Það sé borin von að horfa til stóru forlaganna, nema eitt- hvað sérstakt sé. Þau þori ekki að taka áhættuna af óþekktum höfund- um, þó halda mætti að þau hefðu svigrúm til að hætta einhveiju til. Ef þau gera það veðji þau frekar á óþekkta innlenda höfunda en óþekkta erlenda höfunda. Og ef þau svo slæmist til að gefa út eins og einn slfka, þá verði hann aðeins nafn í bókalista. Sé höfundinum ekki hald- ið fram á nokkum hátt og þegar svo ekkert gerist, missi forlögin áhug- ann. Stóm forlögin í Þýzkalandi sinna helzt innbundnum bókum en Butt segist leggja áherzlu á pappírs- kiljur, sem séu ódýrari. Eins og var nefnt f fyrri grein frá bókamessunni reyna þýzku forlögin allt sem þau geta til að ná til þýzku fjölmiðlanna, því þetta er tími til að koma nýmetinu frá sér. í öllum stærri útvarpsstöðvunum em áhrif- amiklir bókmenntaþættir. Þegar ég heimsótti Butt í básinn hans var hann harla glaður, því honum hafði verið boðið í viðtal hjá norður-þýzku útvarpsstöðinni í bókmenntaþátt þar. Hann var ekki f vafa um að slíkt hjálpaði dijúgum til að vekja athygli á bókum hans, sem allar lúta að norrænu efni. Getur bókaþjóðin barið upp á erlendis? Nú spyr sig vísast einhver hvaða gagn sé í að íslenzkir höfundar séu gefnir út af einhveijum pínuputa forlögum í evrópskum útdölum, hvort ekki eiga að leggja í djarflegri land- vinninga í London, París eða New York. Og þama liggur einmitt rótin að vandanum okkar megin. Nei, ekki endilega að forlögin em lítil, heldur að við emm gjöm á að láta okkur fátt um fínnast ef um eitthvað venju- legt er að ræða, sjáum ekkert nema einhver bókabilljónafyrirtæki þegar bókaútgáfa er annars vegar og Metrópólítan-Covent Garden-La Scala þegar söngvarar em annars vegar. Kosturinn við litlu útgáfumar er að þó þeir geti ekki auglýst mikið, þá hafa þeir færri bækur sem þeir geta gert meira fyrir. Auk þess gera slíkir útgefendur töluvert af því að leita uppi hugsanlega kaupendur. Hvað okkar bókum viðvíkur þá er áberandi að útgefendur þeirra þekkja sig vel í háskólunum og leita á þann markað. Auk þess leggja þeir mikið upp úr að komast með bækur sínar í flölmiðlana og bókaumfjöllunina þar. Ekki með neinum látum, heldur í hefðbundna þætti, sem bókaáhuga- fólk fylgist með. Utgefendumir em í fæstum tilfellum að leita að lesend- um f hópi fólksins á götunni, heldur fólksins sem fylgist með í bók- menntaheiminum, ekki lýðhylli, heldur athygli þeirra sem láta sig bækur skipta. Þeim sem fínnst þetta um of þröngur hópur skal bent á að ólæsi er líklega almennara víðast í Evrópu og Bandaríkjunum en hér, en einkum og sér í lagi þá er fálæsi, ef má stinga upp á nýyrði um þá sem lesa lítið, víðast mikið útbreiddara en hér... og ætla ég samt að stilla mig um að nota orð eins og bóka- þjóð, hvað þá bókmenntaþjóð um okkur hér. En í safni þjóðanna stönd- um við okkur ekki aðeins vel í bókaútgáfu. Við fáum líka lánaðar bækur á bókasöfnum en slíkt gerist nú æ sjaldgæfara. En svo er annað mál hvort litlu forlögin lifa af. Þegar ég bar mig upp við aldraðan og langreyndan spænskan útgef- enda, sem hefur komið á bókasýning- una í Frankfurt í þijátíu ár, sagði hann hughreystandi að róðurinn hefði verið löndum sínum erfíður í fyrstu, því það hefði ekki verið mikil trú á Spánveijum, þrátt fyrir Don Kíkóta og nokkra aðra (les íslend- ingasögumar og Laxness í okkar tilviki!). Þó væru þeir 40 milljónir og skrifuðu á máli sem 400 milljónir gætu lesið. En seiglan hefði eða væri að bera árangur. Þeir væru al- veg nýlega famir að koma ungum, spænskum höfundum á framfæri, svo farið væri að þýða þá. Það mætti ekki rugla saman sölu og gæðum, ekki hugsa um að slá í gegn og metsölubækur. Aðalatriðið væri að einhveijir fengjust þýddir. Ekki óvit- urleg orð, mælt af mikilli reynslu og þekkingu ... gott að hafa í huga næst þegar við erum um það bil að fara að yppta öxlum yfir léttvægi litlu bókaútgáfanna í stóra heimin- um! Bókmenntakynningar- sjóður — íslenzk bókmenntamiðstöð Gleymum ekki, að það kostar pen- ing að koma afurðum okkar á framfæri við heimsbyggðina, hvort sem það eru bækur, lambakjöt eða fiskur._ Það er til stoftiun hér sem heitir íslenzk tónverkamiðstöð. Hún á meðal annars að kynna íslenzka tónlist erlendis og gerir það með prýði, eftir beztu getu. Peningavand- ræði þar er eins og víðar, en stofnun þó. Fyrir bókmenntimar er til sjóðs- nefna sem heitir Bókmenntakynn- ''mgasjóður. í stjóm hans eru tveir tilneftidir af Rithöfundasambandinu og formaður tilnefndur af mennta- málaráðuneytinu. Á síðastliðnu ári fékk sjóðurinn úthlutað 400 þús. krónum af ríkisfé. Sjóðnum er ætlað að stuðla að því að koma íslenzkum samtímabókmenntum á framfæri er- lendis og stuðla að því að þær séu þýddar. Hingað til hefur hýran að mestu verið notuð til að greiða bóka- meðlög til erlendra útgefenda, sem eru svo vel að sér að vita að þessi sjóður er til og hafa tekið islenzk verk til útgáfu. Skipulagt kynningar- starf hefur ekki verið mögulegt, engir peningar til þess. Ef einhver spyr, hvers vegna þurfí að styrkja útgáfufyrirtæki til að gefa fslenzkar bækur út, hvort þær standi ekki undir sér eða hvað, þá er því til að svara að erlend bókaútgáfa er víðast rekin 4 ahs kyns styrkjum, ekki bara þegar íslenzkar bækur em geftiar út. Aðeins stærstu fyrirtækin komast af án styrkja og meðlaga. Hér verður þessi hlið erlendrar útg- áfustarfsemi ekki rakin frekar, aðeins hnykkt á þessu til að fyrir- byggja misskilning. A Norðurlöndum er stundað nokk- uð öflugt kynningarstarf til að koma bókmenntum þeirra undir nefið á öðrum en innfæddum. Ef hér er í raun vilji til að sinna slíkri menning-' arstarfsemi, þá yrði sett upp íslenzk bókmenntamiðstöð, undir þessu eða öðru heiti, lík tónverkamiðstöðinni. Þá er líka hægt að styðja viðleitni bókaútgefenda, sem sinna höfundum sínum erlendis, sameina kraftana — og þá skulum við sjá hvort ekki ge- rist eitthvað ... Nei, ekki endilega í London, París eða New York, en víða annars staðar... en höfum líka í huga að Spánveijar stunduðu Frank- furt-sýninguna og aðrar ámóta í um 30 ár, áður en eitthvað fór að ger- ast. Hvemig færum við annars að ef Róm hefði verið byggð á einum degi og ekki væri til orðtakið um að Róm var ekki byggð á einum degi... TEXTI OG MYNDIR: Sigrún Davíðsdóttir Josef Kleinheinrich og hans ágæti þýðandi Marita Bergsson virðast þungt hugsi, en horfa þó björtum augum á möguleika til útgáfu á islenzkum bókum í Þýzkalandi. ELDHÚSKRÓKURINN Nú er stutt í páska og alla frídagana sem þeim fylgja. Yfirleitt hvílir það mest á okkur húsmæðrunum að vera í eldhúsinu þessa daga (þótt einnig séu til myndarlegir eigin- menn). Sjálfri finnst mér gaman að búa til mat, og ég er alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum. Uppskriftirnar sem hér birtast er ég að hugsa um að reyna yfir bænadagana, og kannski vill einhver ykkar prófa líka. Lambasteik með gráðosti 1 lambalæri, 2 tesk. salt, V4 tesk. pipar, 150 gr gráðostur, örl. ijómi. Hreinsið lærið og núið það með salti og pipar. Hrærið gráð- ostinn út með örlitlum ijóma og ' smyijið honum yfir lærið. Vefjið lærið inn í álþynnu og steikið í 175 gráðu heitum ofni í um tvo tíma. Takið álþynnuna utan af lær- inu síðustu mínúturnar í ofnin- um þannig að osturinn nái að brúnast lítillega. Berið fram með soðnum kart- öflum og grænu salati. Indverskur karríréttur 1 kg lambalqöt, 1 laukur, 2 tesk. karrí, 2 matsk. smjör, 2 matsk. hveiti, 1 matsk. tómat- kraftur, 2 hvítlauksrif, V2-I tesk. timían, 1 tesk. salt. Saxið laukinn og brúnið í smjöri og karríi í potti. Skerið kjötið í teninga, veltið því upp úr hveitinu og brúnið. Látið það svo ofan á saxaða laukinn í pottinum, krydd- fið með tómatkrafti, hvítlauk, timían og salti. Hellið vatni yfir svo rétt fljóti yfír. Sjóðið í.um 50 mín. Bragðbætið með meira karríi eftir smekk þannig að karríbragð- ið verði ríkjandi. Berið fram með hrísgijónum og salati. Smáréttur með tómötum 6 tómatar, 4 egg, 1 laukur, 30 gr smjörlíki, salt og pipar. Afhýðið tómatana og skerið þá í smá bita. Saxið laukinn smátt. Bræðið smjörlíkið á pönnu, steikið laukinn í því, bætið svo tómötun- um út í. Kremjið þá með trésleif á pönnunni og hrærið í um 10 mínútur. Bijótið eggin út í blönduna á pönnunni og hrærið í án afláts þar til eggjablandan er næstum þomuð. Kryddið og berið fram með ristuðu brauði. Sælkeraterta Að lokum kemur svo sælkera tertubotn og er hráefnið í hann mælt í glösum. 3 egg brotin í glas. Sykur sett- ur í annað glas svo jafnhátt sé í báðum. í þriðja glasið eru settar 2 tesk. lyftiduft, ein matsk. kart- öflumjöl, og síðan fyllt upp með hveiti þar til jafn hátt og í hinum glösunum. Eggin og sykurinn eru þeytt vel saman, og þurrefnum blandað varlega út í. Svo er botninn bakað- ur við 200-220 gráðu hita. Sulta: Sjóðið einn pakka af döðlum í safanum úr heildós af perum. Smyijið döðlusultunni á tertu- botninn, raðið perunum ofan á og hellið svo kreminu yfír allt saman. Kremið: 3 eggjarauður, 1 matsk. sykur, 70 gr súkkulaði, 2 blöð matarlím, 3 dl ijómi, þeyttur. Eggjarauðumar þeyttar með sykrinum. Súkkulaðið brætt og kælt. Matarlímið leyst upp, og síðar er bræddu súkkulaði, mat- arlíminu og þeytta ijómanum bætt út i eggjahræruna. Öllu svo hellt yfir tertubotninn. Skreytt með þeyttum ijóma ef vill. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.