Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Fasteignir á
AKUREYRI
vaxandi bær
Opið kl. 1-3
Bog 5-7 e.h.
Fasteignasalan hf
Gránufálagsgötu 4
efri hæð, sími 21878
HIÍAargata: íbhús á tveimur hæðum
ósamt bflsk. Samtals 205 fm.
Hrísalundur: 2ja herb. íb. á 2. hæö.
Svalbarðseyri: 3ja herb. raðhús við
Laugatún. Samtals 48 fm.
Hermann R. Jónsson, sölumaður.
Helgaraími 96-25026.
Hreinn Pálsson hdl.
Guðmundur Kr. Jóhannsson
viðak.fr.
Fastelgnasala Hafnarstrati 108.
Slml 26441
Höfum mikið úrval eigna á söluskrá:
• Einbhús á Brekkunni og í Glerár-
hverfi.
• Raðhús af ýmsum stæröum i sömu
bæjarhlutum.
• Nokkrar góöar 2ja, 3ja og 4ra herb.
íb. í fjölbhúsum.
• Einnig íb. í næsta áfanga í fjölbhúsi
við Hjallalund. Teikn. fyrir hendi.
A söluskrá:
2ja herb. íb. í fjölbhúsi.
3ja herb. íb. í fjölbhúsi.
4ra herb. íb. í fjölbhúsi.
4ra herb. raöhús.
5 herb. raðhús.
4ra-5 herb. hæðir.
Einbhús af ýmsum stærðum.
Hafíð samband!
Sími 96-25566.
%
Fasteignasalan
Brekkugötu 4,
Simi 21744.
Opið alla virfca daga frá kl. 9—18.
Gunnar Sólnea hrl., Jón Kr. Sölnas hrl.
og Áml Pálaaon hdl.____________
Sýnlshom ur söluskrá:
Höfðahlfð: Einbýlishús á tveim-
ur haeöum ásamt innb. bílsk. Alls um
265 fm.
Mjög gott verslunarhúsnæöi á
góðum staö um 195 fm.
Sórverslun i Sunnuhlíö (hús-
næði ásamt lager).
Ýmsar stærðir og gerðir iðn-
aðar- og verslunarhúsnæöis.
Allar stærðlr og gerðir (bhúsnæðis.
Sölustj. Sævar Jónatansson.
Fasteigna-Torgið
Geislagötu 12. Akureyri •
Simi: 21967
Söiustj. Bjöm Kristjánss.
Opið frá 17-19 alla daga
LYNGHOLT: 5 herb. efri hæð
með bílsk. 172 fm. Æskil. skipti
á raðhúsi með bílsk.
BORGARHLÍÐ: 5 herb. raðhús
með bílsk. 150 fm. Skipti óskast
á eign á Brekkunni.
HÖFÐAHLÍÐ: 5 herb. einbhús
með bílsk. í góðu standi.
TJARNARLUNDUR: 3ja herb.
íb. á 2. og 3. hæð í fjölbhúsum.
GLERÁRGATA: 400 fm versl-
húsn. á 1. hæð. Mikil lofthæð.
Góður staöur.
HÖFUM KAUPENDUR aö 3ja
og 4ra herb. blokkaríb. i Glerár-
hverfi.
Vantar allar stærðir og gerðir
fasteigna á skrá.
Kartöflubændur á Norðurlandi lækka ekki verðið:
Við gætum alveg eins gef-
ið fólkinu kartöflumar
— segir Sveinn Sigurbjörnsson stjórnarmaður í Hlut hf.
Kartöflubændur á Norður-
landi hafa ákveðið að lækka ekki
útsöluverð sitt á kartöflum frá
því sem nú er þrátt fyrir lækkun
hjá sunnlenskum kartöflubænd-
um. „Við teljum einfaldlega enga
ástæðu til lækkunar þar sem
verðið er ekki það hátt nú. Við
gætum alveg eins gefið kartöfl-
urnar ef til frekari lækkana á
að koma. Ég hef ekki séð sunn-
lensku kartöflurnar svo ég get
ekki sagt til um gæðamismun.
Hinsvegar sýnist mér ekkert“
annað á ferðinni þarna en
verðstríð á milli dreifingarað-
ila,“ sagði Sveinn Sigurbjörnsson
bóndi í Artúni og stjómarmaður
í Hlut hf. Um það bil 120 bændur
em aðilar að Hlut hf., sem stofn-
að var er kartöfluverksmiðjunni
Kjörlandi á Svalbarðseyri var
komið á laggiraar, en Kjörland
er í 60% eigu KEA, 20% eigii
Ágætis og 20% eigu bændanna.
Sveinn sagði að svo virtist sem
kaupmenn og veitingahúsamenn
hafí myndað með sér samtök um
að kaupa ekki íslenskar kartöflur,
að minnsta kosti væru þær illfáan-
legar á íslenskum veitingahúsum.
Undir þetta tók Sveinberg Laxdal
formaður Félags kartöflubænda við
Eyjaflörð. Því miður virtust veit-
ingahúsamenn sniðganga innlenda
framleiðslu þrátt fyrir yfírlýsingar
um að hún væri fyrsta flokks. „Þeir
80 ár frá upphafi bama-
fræðslu í Glerárþorpi
Áttatíu ár em liðin síðan
regluleg bamafræðsla hófst úti
í Glerárþorpi á Akureyri, en þá
tilheyrði þorpið Glæsibæjar-
hreppi. Reistur var skóli í Sand-
gerðisbótinni og í þvf Iitla hús-
næði fór fram kennsla með litlurn
hléum fram til ársins 1938 er nýr
skóli var tekinn í notkun. í því
húsnæði er nú rekið dagheimilið
Árholt.
Fimmtán ár eru nú liðin frá því
flutt var úr gámla bamaskólanum
Árholti í núverandi Glerárskóla.
Vilberg Alexandersson skólastjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að nemendur hefðu verið alls 16 á
skólaskyldualdri fyrir áttatíu árum
og voru það húsráðendur sjálfir í
Glerárþorpi sem komu skólanum á
laggimar fyrir eigið fé og smálán
frá íslandsbanka sem þá var og
hét. Skólinn mun hafa að mestu
leyti verið rekinn fyrir eigið fé for-
eldranna fyrstu árin og leigðu þeir
hreppnum húsnæðið með ljósi og
hita fyrir sex krónur á ári. Árið
1916 mun húsnæðið hafa verið
dæmt ónothæft og fjórum ámm
síðar var búið að koma húsnæðinu
í viðunandi ástand. í Glerárskóla
stunda nú 584 nemendur nám.
{ tilefni afmælisins settu nem-
endur upp sýningu sem tekur til
skólanna þriggja auk þess sem sýnd
era ýmis kennsluáhöld og
kennslubækur. Einnig hafa nem-
endur sett upp smáleikþætti, sem
fjalla um sögu skólans, og hafa
krakkamir verið að sýna leikinn
undanfama daga.
virðast taka sér stöðu við hlið inn-
flytjenda og það sem ég vil kalla
málaliðaheildsala, þ.e. Neytenda-
samtökin.1 Við sjáum ekki annað en
að þessir aðilar hafí annað mark-
mið heldur en að knésetja endan-
lega innlendu verksmiðjumar
tvær.“ Sveinberg sagði að Sunn-
lendingar væru að bjóða annars
flokks vöm, að minnsta kosti að
hluta til, og hann vitnaði í því sam-
bandi í orð Agnars Guðnasonar,
yfirmatsmanns garðávaxta. „Við
getum einfaldlega ekki lækkað
verðið frekar. Staða kartöflubænda
er afar slæm í dag og við nánast
kauplausir."
Sveinberg sagði að ýmsir, svo
sem forráðamenn Neytendasam-
takanna og innflytjendur, vildu
halda því fram að kartöflur- væm
ekki landbúnaðarvara heldur iðnað-
arvara. „Við viljum vitanlega að
kartöflur falli undir búvömlögin og
þar með yrði sett innflutningsbann
á erlendar kartöflur. Hinsvegar ef
menn vilja kalla kartöfluframleiðslu
iðnað, þá viljum við fá að sitja við
sama borð og aðrir þeir sem að
slíkri framleiðslu standa. Sá iðnaður
í landinu sem keppir við innflutning
hefur fengið endurgreidda tolla og
söluskatt af sínum tækjabúnaði auk
niðurgreiðslu á innlend hráefni og
tek ég sem dæmi sælgætisiðnaðinn.
Niðurgreiðsla íslendinga á því hrá-
efni, sem í sælgætisiðnaðinn fer,
nemur 81% af innlendu heildsölu-
verði. í þennan lið hefur verið varið
nokkmm milljónatugum á hveiju
ári af útflutningsbótafé. Ef við er-
um að framleiða iðnaðarvöm, þá
ættú verksmiðjumar tvær hiklaust
að fá endurgreiðslu á tollum og
söluskatti af sínum tækjabúnaði og
niðurgreiðslur hráefnis til samræm-
is við t.d. súkkulaðiframleiðsluna,"
sagði Sveinberg.
Nú em sjö ár liðin síðan kartöflu-
verksmiðjan Kjörland tók til starfa
og þá sóttu forsvarsmenn hennar
um niðurfellingu á tollum og sölu-
skatti, en því var synjað alfarið,
Þá virtist starfsemin ekki vera túlk-
uð sem iðnaður, að sögn Svein-
bergs. Hann sagðist telja það mjög
nauðsynlegt að dómstólar úrskurð-
uðu um hvort varan heyrði undir
búvömlögin eða iðnaðinn og ekki
þýddi að þrátta um þetta atriði ár
eftir ár. „Við bændur viljum heyra
undir búvörulögin, en þá verða
stjómvöld líka að banna allan inn-
flutning. 190% jöfnunargjald bjarg-
ar engu,“ sagði Sveinberg að lok-
um.
[sknattleiksmenn á skautasvellinu á Krókeyri.
Breska hljómsveitin
Alca Traz
skemmtir í kvöld,
laugardagskvöld,
ásamt hljómsveit
Ingimars Eydal
Glæsilegur
þríréttaður
matseðill.
Miða- og borðapantanir í
símum 22970 og 22770.
SjAtöúM
/ Sími 96-22970
Skautasvellið opið almenn-
ingi á kvöldin eingöngu
Reynt verður að finna lausn á ýmsum tæknilegum vandkvæðum
ÝMSAR truflanir hafa orðið á
rekstri vélfrysta svæðisins við
Krókeyrina þann tíma sem liðinn
er frá því að svæðið var vígjt i
janúar sl. Orsakir þess em bæði
bilanir á vélbúnaði og nokkur
tæknileg vandkvæði, sem tekið
hefur tíma að finna heppilegustu
lausnir á. Er raunar ennþá verið
að gera tilraunir með heppile-
gustu aðgerðir, til að minnka
áhrif sólbráðar og við að jafna
frystinguna nægjanlega auk þess
sem verið er að jafna rennslið
um kælikerfið þannig að fryst-
ingin verði sem jöfnust um allt
svæðið, segir í fréttatilkynningu
er barst frá Skautafélagi Akur-
eyrar.
Jafnframt segir: „Sumt af þessu
em atriði sem var vitað að þyrfti
nokkum tíma til að pmfa sig áfram
með í byijun. Við erum því að von-
ast til að á þessu tj'mabili verði
hægt að átta sig á þessum óvissu-
þáttum. Við hönnun á frystikerfinu
. var tekið mið af því að hægt yrði
að halda svellinu í notkun á tímabil-
inu október til mars árlega. Með
hliðsjón af því sem hér hefur verið
gerð grein fyrir þá hefur stjóm fé-
lagsins ákveðið að nú frá fóstudeg-
inum 25. mars og fram yfír pásk-
ana verði yfírleitt aðeins opið fyrir
almenning á kvöldin, þ.e.a.s. á tíma-
bilinu 20.00 til 22.00.
Til að fá nýjustu upplýsingar um
svellið hveiju sinni verða upplýsing-
ar lesnar inn á símsvara í númeri
svæðisins 27740 daglega. Stjórn
félagsins biður notendur svæðisins
afsökunar á því að undanfarið hefur
ekki tekist að bjóða upp á nægilega
góða þjónustu. Bæði hefur skort á
að svellið væri nógu gott og einnig
hafa þessar stöðugu tmflanir verið
hvimleiðar og upplýsingar ekki
nógu aðgengilegar um hvort hægt
verði að hafa opið eða ekki.“
Stefnt verður að því að yfirvinna
þessa byijunarörðugleika nú á vor-
dögum þannig að þjónustan verði
komin í æskilegt horf þegar opnað
verður að nýju næsta haust.