Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 .
13
Þú getur gert REYFARAKAUP meðal annars á þessum hjólum:
20“ stráka- og stelpuhjólum (frá 6 ára)..............Verð aðeins kr. 7.840,-
22“ stráka- og stelpuhjólum með 3 gírum (frá 7 ára)..Verð aðeins kr. 12.960,-
24“ stelpuhjólum með 3 gírum (frá 8 ára).............Verð aðeins kr. 13.650,-
26“ kvenreiðhjólum með 3 gírum (frá 10 ára og uppúr).Verð aðeins kr. 13.970,-
Allt ekta dönsk Wintherhjól, sem endast og endast og eru því einstaklega góð í endursölu.
OPIÐ í DAG, LAUGARDAG, TIL KL. 16.00. |
Br örninnL r
/ Spítalastíg 8 viö Óóinstorg símar: 14661,26888
CAMBODIAN
WITNESS
Thc Autobh*gmi>hy
Spmcth May
Someth Mav
j Editrd Andfntroduccd
j by Jamcs Fcntón
ar eru því sérstæðar og Fenton
segir í formála að höfundurinn hafi
endurlifað hina hryllilegu reynslu.
Hann fylgdist með starfi höfundar
að bókinni og segist hafa „séð þær
þjáningar sem Someth varð að þola
með upprifjun og innlifun í reynslu,
sem stundum virtist ætla að verða
honum um megn“.
Bókin eru rúmar 280 blaðsíður,
af þeim fjallar höfundur um æsku
sína og uppvöxt á um 100 síðum,
þá hefst hryllingssagan, með komu
kneranna til Phnom Penh og brott-
flutningsins úr borginni, þrælkun-
arvinnu, pyntingum, morðum og
hungri.
Höfundur segir frá áróðursblaði
forustumanna knera-hópanna um
nauðsyn byltingarinnar, samein-
ingu öreiganna, félagshyggjuna og
samvinnuna. Morð og pyntingar
virðast hafa verið daglegir við-
burðir. Höfundur lýsir nokkuð þeim
manngerðum, sem duglegastir voru
við morðiðjuna og frásögn þeirra
af afrekum sínum um morð og pynt-
ingar. Kneramir myrtu alla þá, sem
voru ekki sprottnir upp úr öreiga-
stéttinni, því urðu þeir sem kusu
að Iifa og voru úr öðrum þjóðfélags-
hópum að villa á sér heimildir, best
var ef þeir gátu talið sig vera
sprottna upp með bændaöreigum.
Ef það vitnaðist að maður kynni
að lesa og skrifa, þá var sá dauða-
dæmdur.
Fjölskylda Someth May taldi 14
manns, þegar haldið var frá Phnom
Penh, 10 voru myrtir eða sveltir til
bana.
Algengara var að einn eða tveir
héldu lífi úr álíka fjölmennum §öl-
skyldum og enn algengara að öllum
væri útrýmt.
Þetta er hrikaleg frásögn og
minnir um margt á frásagnir þeirra
sem lifðu af samsvarandi djöfulæði
í fangabúðum nasista og þrælabúð-
um Ráðstjómarríkjanna.
Félag eldri
borgara held-
ur kökubasar
FÉLAG eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni gengst
fyrir kökubasar í Goðheimum,
Sigtúni 3 í Reykjavík, sunnudag-
inn 27. mars og hefst hann kl. 14.
Basarinn er haldinn í fjáröflunar-
skyni fyrir félagsheimilissjóð fé-
lagsins.
Nú er að fara í gang umfangs-
mikil fjársöfnun til kaupa á félags-
heimili fyrir starfsemina. Félags-
menn í FEB eru rúmlega 6.200 og
stendur húsnæðisskortur starfsemr
inni fyrir þrifum, en sem stendur
hafa þeir aðstöðu í Goðheimum,
Sigtúni 3 í Reykjavík þar sem rúm-
ast tæplega 200 manns í einu.
(Fréttatilkynning)
Aðeins í nokkra
daga. . . .
Elnstakt
tækífæri!
CAMBODIA
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Someth May: Cambodian Witn-
ess. The Authobiography of
Someth May. Edited and
Introduced by James Fenton.
Faber and Faber 1988.
Fréttir heimspressunnar af at-
burðunum í Kambodíu eftir 17.
apríl 1975, daginn sem rauðu kner-
amir tóku Phnom Penh, stjómarað-
setrið, voru hryllilegar. New York
Times líkir þjóðarmorðinu þar við
kulakka-morð sovétstjómarinnar í
Úkraínu og Gulagið (9.7. ’75); Time
vitnar í France Soir (3.6. ’76) og
telur, að um milljón manns hafi
verið myrt eða dáið úr hungri frá
valdatöku kneranna. Die Zeit segir
500.000 til 1.500.000 hafi verið
tekin af lífí eða drepin úr hungri
(23.4. 1976). Það mætti halda
áfram að tíunda blaðafregnir um
þá atburði sem gerðust í Kambodíu
á árunum 1975—78. Landið var
lokað land, fregnir sem bárast það-
an bárast með flóttafólki, sem flúði
til Thailands eða Víetnam. Þjóðin
sem byggði þetta land var einangr-
aðri heldur en t.d. íbúar þýska al-
þýðulýðveldisins eftir að kommún-
istastjómin þar lét hlaða Berlínar-
múrinn og skjóta alla þá sem gerðu
tilraun til að flýja land.
Ástæðumar fýrir þeim atburðum
sem gerðust í Kambodíu vora
margvíslegar. Langvarandi skæra-
hemaður, árásir í sambandi við
styijaldir í nágrannaríkjunum og
skipting þjóðarinnar í tvær þjóðir
og gjörspillt stjómarfar og ekki síst
óheilindi og sýndarmennska Sih-
anouks. Menningarbyltingin í Kína
og einkennilegar staðhæfíngar
Maós formanns um ágæti múgsins
og snilli hans áttu sér góðan hljóm-
grann í meðvitund langþjakaðs
bændamúgsins. Hatursáróður og
glansmyndir væntanlegs stéttlauss
samhæfs sameignarsamfélags
myndaði samvitund um gildi eigin
hlutverks. Samvirk forasta marx-
leninista og marxísk innræting
fjöldans um félagshyggju og jafn-
rétti mótaði byltingareldmóðinn og
hratt af stað útrýmingu og morðum
allra andstæðinga og hugsanlegra
andstæðinga. Og afleiðingamar
urðu útrýming minnst V4 hluta
þjóðarinnar.
Þessi bók er ævisaga Kambodíu-
manns, sem lifði af hryllinginn.
Þessi Vitnisburður er á margan
hátt einstakur, fyrst og fremst
Við höfum fengið nokkur
hjól afárgerð 1987(beint
frá dönsku Winther-
hjólaverksmiðjunum),
sem við seljum næstu
daga á meðan birgðir
endast, með fullri 10 ára
ábyrgð á stelli og fram-
gaffli frá framleiðanda
og verðinu þeirra frá því
í fyrra!
(Þeireru að rýma fyrir
1988 árgerðunum) og
auðvitað MEÐ FULLRI
TOLLALÆKKUN.
MWbití
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁOHÚSTORGI
vegna þess að fáir landar hans hafa
sjálfir skrifað um reynslu sína. Mik-
ill hluti rita um stjóm kneranna
hefur verið settur saman af vest-
rænum höfundum. Þessar minning-