Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 37 fram. Hann segir vinum sínum, að honum hafi verið hleypt inní heim andanna og hann hafi komið inní þá veröld, sem við tekur eftir dauðann. Hann er nú maður á sextugsaldri — einn virðulegasti vísindamaður samtímans. Fólk virðir undrandi fyr- ir sér heiðarlegan svip hans. Það tekur eftir því, að augnaráð hans er orðið annarlegt. Það er farið að spyija: Er hann heill heilsu? Er hann í rauninni með öllum mjalla? Hvað á fólk að halda, þegar það heyrir gáf- aðan vísindamann, sem fengist hefur við rannsóknir áþreifanlegra hluta segja þetta: „Mér hefur verið leyft að heyra og sjá hluti í öðru lífi, sem furðulegir eru og enginn maður hef- ur áður þekkt." Hann segir að skyggni sín hafi þroskast smám saman. I þijú hefur hann gengið í gegnum þjáningarfulla sálarreynslu. A þessu tímabili hefur hann hvað eftir annað legið í langan tíma í eins konar nióki, þar sem draumsýnir hafa birst honum í réttri röð. í draumum þessum hvarf hann æ lengra inn í andlega heim, þangað skógarins; í blóðrásinni alheimslög- mál lífsins; hin sífellda hverfing fæð- ingar og dauða, upplausnar og end- umýjunar. Auk þess felst í hveijum hlut fullkomið form þess sem hann er hluti af. Þannig leynist í sjódrop- anum lögun og efni alls hafsins. Eða í stuttu máli. Náttúran er öll í hinum minnsta hluta sínum. Við lifum því hér og hrærumst sem litlir alheimar og ber- um með okkur og í okkur, bæði him- ininn og heiminn, og þarafleiðandi einnig Guðsríki. En jafnvel þessi efnisheimur okkar var ekki skapaður af Guði í eitt skipti fyrir öll. Sköpun heimsins held- ur stöðugt áfram undir sífelldum áhrifum frá hinum andlega heimi. Sál einstaklingsins og alheimsins sameinast í sífellu í líkamanum í visku og kærleik. Gætum við beitt andlegri sýn okkar yrði okkur ljóst, að viskan og kærleikurinn eru hinar sönnu traustu máttarstoðir tilveru- byggingarinnar, og að efni þessa heims eru einungis gufustrókar, sem hverfa uppum reykháf. „Þetta er andlegs lífs, þar sem trúin er ríkjandi þáttur. Dýrin sem næst koma tákna þann þátt hins andlega lífs þar sem kærleikurinn er virkastur. Og að lokum kemur maðurinn, sem ekki einungis býr yfir trú og kærleik, heldur einnig skilningnum. Ennfrem- ur má ekki taka skilningstré góðs og ills í Edengarði í bókstaflegum skilningi. Það er tákn veraldlegrar þekkingar og tilfinninganautnar. „En þess háttar fæða er hættuleg æðra lífi mannsins,"' segir Sweden- borg. Með svipuðum hætti áleit hann, að margar kenningar kirkjunnar þyrfti að túlka á ný; og hann reyndi með djarfhuga einlægni að snúa trú- arbrögðunum aftur til foms einfald- leiks. Þannig ræðir hann til dæmis sérstaklega um bókstafskenningu Þrenningarinnar. Um það segir hann m.a.: „Því fer ijarri að Jesús sé son- ur Guðs og annar í röð Þrenningar- innar. Hann er sjálfur hinn eini Guð og túlkar alla Þrenninguna í persónu sinni“. Swedenborg er andvígur kenningu Swedenborg á yngri árum. Sumarhúsið. Heimili Swedenborgs. til hann þóttist fá svör við leyndar- dómnum mikla — ástandi sálarinnar eftir dauðann. Nútíma geðlæknar myndu senni- lega segja, að hér hafi verið um kleif- huga að ræða. Hinn ytri maður hélt áfram að vera rólyndur, hagsýnn og hefðbundinn í háttum sínum. í sam- ræmi við stétt sína og stöðu var hann girtur sverði, bar duft í hár sitt og gékk með gullbúinn staf. En hið innra var flóð hinna furðulegustu hugmynda, sem erfitt var fyrir aðra að henda reiður á. Stundum lyfti Swedenborg þessum hugmyndum uppí hæðir ljóðræns skáldskapar. Hér var ekki einungis vísindamaður að verki, heldur og dulhyggjumaður, sem skyggndist of heima alla. Allt það sem aðrir þóttust vita, sá hann nú í innri sýn. Swedenborg sagði nú upp starfi sínu við hinar konunglegu námur og sneri sér aftur að handritum sínum og ferðalögum. Hann ferðaðist í senn yfir lönd Evrópu og inní hinn andlega heim sálarinnar. Hann skýrði frá árangri þessara andlegu ferða sinna, sem hann kvaðst hafa fengið skipun um að skrifa frá æðri máttarvöldum. Heimur sá, sem við lifum í, sagði Swedenborg að væri íjarri því að vera raunverulegur; hann væri að- eins tákn hins andlega. Líkt og myndastyttan er einungis steinklæði skapandi hugsunar, sem fæðst hefur í hug myndhöggvarans. Með sama hætti er mannslíkaminn aðeins klæðnaður sálarinnar, því það er aðeins á líkamlega sviðinu, sem hægt er að birta hinn skínandi svip andans ófullkomnum skilningarvitum mannsins. Þetta er orsökin til þess að Guð tók á sig mannlega mynd. Hann gerði það til þess að sýna manninum, að hann væri guðlegrar ættar. Efnið er því aðeins tákn. En þareð efnið svarar í hveiju atriði til an- dans, þá geta vitrir menn og góðir öðlast skilning á heimi andans, þótt þeir séu í viðjum skilningarvita sinna. Því ekkert er til í náttúrunni, að sögn Swedenborgs, sem ekki endur- speglar uppruna sinn eða sál. Sér- hver hlutur í heimi náttúrunnar er endurspeglun sama hlutar í heimi andans. Allar hugmjmdir eru táknað- ar með líkamlegum sannreyndum. Allt á sér andlegar rætur — andlegt upphaf. í sæði trésins leynist lögun sannleikurinn um lífíð,“ sagði Swed- enborg. Eftir að Swedenborg hafði gert grein fyrir dulfræðilegri kenningu sinni um alheiminn, sneri hann sér að guðfræði himnanna. Hann skrif- aði margar bækur, sem varpa nýjum dýrðarljóma yfir mynd Krists í sam- visku mannsins. Hann taldi sig hafa fengið fyrirmæli æðri máttarvalda til þess að endurtúlka guðs orð, eins og það birtist í Biblíunni. Og þegar „hið andlega ljós“ hafði opnað augu hans nægilega sneri hann sér að þessu verkefni. Hann hélt þvi fram, að Ritningin hefði engu síður andlega merkingu en bókstaflega, því hún fjallaði jöfn- um höndum um hinn andlega heim og hinn efnislega. Kirkjan hefði tek- ið Ritninguna og tímatal hennar bók- staflega. Þótt sögur Biblíunnar væru gerðar af efni rúms og tíma, holds, elds og jarðar, þá væru þær einung- is aðferð Guðs til þess að láta í ljós einfaldan sannleik hinna andlegu sviða. Þannig væri Sköpunarsagar. til dæmis einungis dæmisaga Sex dagar sköpunarinnar tákna þannig hin sex stig, sem maðurinn gengur í gegnum til að öðlast þekkingu, kærleik og fullkomnun í mynd guðs. Fyrst skapaði Guð fiska og fugla. Þessar skepnur tákna fyrsta stig kalvinista um forlög, eða náðarútv- alning. Hann segir að frelsun manns- ins liggi ekki í trú hans, heldur lynd- iseinkunn og vilja hans til þess að láta gott af sér leiða. Eða með orðum Swedenborgs: „Líf það sem leiðir til himnaríkis liggur ekki í því að draga sig útúr heiminum, heldur starfa í honum. Guðrækilegt lífemi án góð- verka leiðir manninn jafnlangt burt frá himnum, eins og það er almennt álitið leiða til himnaríkis." Maðurinn á sem sagt að lifa starf- sömu lífi í þjóðfélaginu, en ekki bænalífi I einrúmi. Þá telur Sweden- borg það mesta bamaskap að trúa því, að Guð dragi anda mannsins til himna. Það er ástand innra lífs mannsins, sem skapar honum eigið himnaríki. Himininn er innra með okkur, en ekki utan okkar. Það fer því enginn til himna, sem ekki hefur meðtekið þá dýrð í hjarta sínu. Hvað er þá þetta himnaríki, sem Swedenborg verður svo tíðrætt um? Það er blátt áfram stöðugt ástand kærleiks í verki. Kærleiksríkt líf nær útyfir gröf og dauða. Enda er dauð- inn einungis framhald lífsins. Hann táknar hvorki umbreytingu né enda- lok núverandi tilveru. Er henni satt að segja að litlu frábrugðinn. Og Swedenborg lætur sér ekki nægja þessar fullyrðingar, heldur lýsir lífinu eftir dauðann í einstökum atriðum. „Það líða aðeins nokkrir dagar eftir dauða líkamans. Þangað til maðurinn fer inní annan heim,“ seg- ir hann. „Þegar maðurinn deyr líkamsdauða er hann leiddur inní visst ástand, sem er mitt á milli svefns og vöku, en í þessu ástandi finnst honum hann samt vera glað- vakandi. Öll skilningarvit hans eru eins næm og þegar hann var vak- andi í líkama sínum. Og þegar and- inn fer að venjast umhverfi sínu smám saman og gera sér grein fyrir dauða sínum, þá bregður mörgum í brún, því sá heimur sem hann er staddur í er svo svipaður þeim sem hann yfirgaf, að margir neita að trúa því yfirleitt, að þeir séu í rauninni dánir. Þannig kemst hinn nýkomni andi að því, að hann hefur líkama svipaðan þeim, .sem hann yfírgaf; hann hittir fyrir sams konar fólk, og hann sér allt í kringum sig sams konar hluti og atburði og hann vand- ist ájörðunni. Hann nýtur með öðrum orðum raunverulegur og áþreifan- legrar tilveru. Er þetta þá öldungis eins og lífið hémamegin? Nei, á því er einn regin- munur. Skilningarvit manns er miklu næmari, miklu meira lifandi. Um þetta segir Swedenborg meðal ann- ars: „Gæta skyldu menn þess, að leggja ekki trúnað á þá röngu skoð- un, að andamir hafi ekki miklu næm- ari tilfinningar, heldur en meðan líkaminn lifir. Andar hafa ekki ein- ungis sjón, heldur búa þeir við ljós, sem hádegisbirta jarðartilvemnnar stenst engan samanburð við. Einnig hafa þeir heym, sem langt tekur fram því, sm þeir nutu í líkamanum. Ennfremur eru óskir þeirra og ástúð óendanlega miklu sterkari. í stuttu, maðurinn missir ekkert við dauðann, er enn í öllum skilningi maður, að- eins fullkomnari en þegar hann var- í líkamanum. En hann tekur ekki einungis með sér skilningarvit sín, heldur einnig skoðanir sínar, fordóma, venjur og öll þau sálarlegu áhrif sem uppeldi hans í fyrra lífi leiddu af sér. Þannig hafa ýmsar göfugar sálir þráð til dæmis, að eiga viðræður við vitrustu menn allra alda og fá nú þá ósk uppfyllta. Öðmm guðhræddum sál- um hefur á jörðunni verið komið til að trúa því, að á himnum sé sífelldur samfagnaður og allur tíminn fari í bænastundir og tilbeiðslu. Þessum öndum er leyft að ganga í musteri og framkvæma þar helgiathafnir sínar, eins og lengi og þeim þókn- ast. Komast þeir fyrst í hrifningar- ástand, en þegar langur bænatími er liðinn tekur að draga úr ákafan- um, suma tekur að syfja, aðrir taka að geyspa eða hrópa um að losna, og allir verða þannig að loknum upp- gefnir á óhófi þessarar tilbeiðslu. Að lokum læra andamir hvert er hið sanna eðli himna. En það liggur í þeim unaði, að gera eitthvað sjálfum manni og öðmm til góðs. Með öðmm orðum, að tilbiðja Guð liggur ekki í sífelldum sálmasöng. Það liggur í því að láta ávexti kærleikans njóta sín, þ.e. að vinna af dyggð, einlægni og iðni að því starfi sem hentar manni best, því í þessu liggur guðsástin og því að elska náunga sinn. Þetta aðlögunartímabil, segir Swedenborg að fari fram í ástandi milli himins og heljar; því hver mað- ur verður að sæta dómi, áður en hann er sendur til annars hvors stað- arins. Hins vegar, segir hann, að sú trú, að á dómsdegi standi sálin fyrir rétti og sé dæmd af rannsóknardóm- ara sé röng. Hér er hvorki andrúms- loft réttarhalda né lögreglu. Hins vegar er manni sýndur liðinn ævifer- ill og þarmeð verk hans í fyrri til- vem, góð og ill. Hann verður þá sinn eigdn dómari, sitt eigið vitni og ákveður sjálfur, hvar hann skuli taka sér aðsetur. „Drottinn varpar því engum til heljar," segir Swedenborg, „heldur dragast þeir andar, sem komið hafa yfirum með hið illa í hug sínum til heljar þeirrar, sem þeir hafa tilhneig- ingu til, því aðeins þar geta þeir fund- ið félagsskap þann, sem þeir sækjast eftir." Stundum, segir Swedenborg, að ilhim anda sé leyft að koma tií himna, ef hann óskar þess; en hann segir að hann geti ekki þolað hrein- leikann og sé því fljótur að skipta um dvalarstað. Auk þess er illum öndum ekki fyrst og fremst refsað fyrir illvirki sín á jörðunni, heldur vegna þess, að þeir kjósa enn hið illa, eftir að misgerðir þeirra hafa verið leiddar þeim fyrir sjónir og góðleikurinn útskýrður fyrir þeim. „Það er því ekkert ljótt í hegningu Drottins," segir hann, „Guð sendir aldrei neinn til heljar," segir Sweden- borg, „heldur óskar að bjarga mönn- um þaðan. Þvi síður leggur hann kvalir á menn; en þareð hinn illi skundar sjálfviljugur til hins illar dvalarstaðar til þess að læra betur verður hegningin til gagns." Og hinn mildi dulspekingur heldur áfram: „Allt illt á sér takmörk, jafn- vel í víti. Djöflamir í Víti eru hindrað- ir í því að sökkva enn dýpra niður í illskuna, en þegar þeir voru á jörð- unni, því þar er það lögmál ríkjandi, að enginn má verða verri en hann var í fyrra Iífí.“ Það þarf vart að taka það fram að þessi heilagi Frans Svía fanrí öll- um góðum mönnum stað í himna- ríki, hvort sem þeir voru kristnir eða ekki. Um þetta segir hann: „Það fyrirfinnst ekki stafur um það í Ritn- ingunni, að gera eigi mun á persón- um eða þjóðum, þareð englamir láta sig engu skipta persónuleik Abra- hams, Isaks og Jakobs, og sjá engan mun á gyðingum og öðmm þjóðum, annan en mismunandi kosti einstakl- inganna." Þannig segir hann, að öll böm séu send til himna þegar eftir dauðann, hvort sem þau era skírð eða ekki, þar sé þeim hjúkrað og þau alin upp af englum. Swedenborg lýsir himnaríki með nákvæmni þess, sem er að lýsa því sem hann hefur séð, enda segir hann, að sér hafi verið leyft að koma þang- að nokkram sinnum. Allur himininn í fullri mjmd er eitt, þ.e. Drottinn. Sérhvert samfélag englanna hefur ákveðnu starfi að gegna sem hluti af líkama Hans, rétt eins og hjarta, nýra, æðar og vöðvar hafa sínu sér- staka hlutverki að gegna í mannleg- um líkama, svo hann megi heilsu halda og lífi. Það er vissulega ákaflega mann- legur himinn sem Swedenborg lofar okkur. Hér hittast hinir hjartahreinu og ljómar ásjóna þeirra af innri góð- leik. Hjón og aðrir sem hafa unnast era hér endurvígð í hjónaband. En hafi hjón til dæmis ekki unnað hvort öðra á jörðinni, er þeim leyft að skilja og leita annars heppilegra maka, sem allir er það þrá fihna hér að lokum; gildir hér hið fomkveðna: sækjast sér um líkir. í þessu óskalandi hjartans er kær- leikurinn takmarkalaus, segir Swed- enborg; enda er hér engin tilfinning tíma, heldur einungis breytingar á ástandi. Árstíðaskiptin á þessum guðdómlega stað fara því eftir til- finningu hjartans. Sé maður glaður í hjarta er vor og dögun; sé maður hryggur er vetur og nótt. Þá er ekki heldur. um að ræða ijarlægðir eða rúm í venjulegum skilningi. „Þegar einhvem færist frá einum stað til annars er hann fljótari í ferðum, ef hann óskar að fara þangað, en seinni ef hann er tregur til þess,“ segir Swedenborg. Kærleikurinn er sá öx- ull sem allt snýst um í þessari eilífu paradís Swedenborgs. Aldur og elli er úr sögunni. Þeir sem dáið hafa þrejrttir og útslitnir, en lifað í kær- leik til náunga sinna standa aftur í fullum blóma æsku og fegurðar, sem engin orð ná að lýsa. Já, þetta eru aðeins örfá sýriishom úr lýsingu þessa undarlega manns á stað, sem hann segist sjálfur hafa heimsótt og getur hver haldið um það sem honum gott þykir. Draum- ar? Ef til vill; en úr hvaða efni era draumar gerðir. Slíkt fijálsljmdi í trúmálum, var blátt áfram andleg sprengja. Og blindaður af alíri þessari birtu sýna sinna lagði Swedenborg að lok- um frá sér pennann, áttatíu og flög- urra árá gamall árið 1772 og hélt til þeirra heima, sem svo mjög höfðu heillað hann. Slíkt fijálsljmdi í trúmálum var blátt áfram andleg sprengja á átjándu öld, enda lokuðu flestir hug og hjarta fyrir þessum skoðunum. Trúarbrögð, sem lejrfðu slíkt um- burðarljmdi, aðjafnvel Búddhatrúar- mönnum, Múhameðstrúarmönnum og gyðingum var hleypt inní himn- aríki vora ríkjandi trúarskoðunum blátt áfram stórhættuleg. En Swedenborg bjó jrfir óttaleysi þess, sem telur sig þjóna sannleik- ans. Hann dreifði afrítum af verkum sínum um meginlandið og óskaði eftir umsögnum um þau. „En ekki ein einasta rödd svaraði", eins og hann komst að orði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.