Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
AKUREYRI
Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson
Frá ferðamálafundinum á Húsavík, frá vinstri: Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri, Einar Hjartarson formað-
ur ferðamálafélagsins og Bjami Sigtryggsson aðstoðarhótelstjóri. í ræðustól er Finnur Kristjánsson.
Húsavík:
Fundur um ferðamál
Húsavík.
Ferðamálafélag Húsavíkur
boðaði forvígismenn ferðamála
og áhugamenn til fundar á Hótel
Húsavik fyrir skömmu til um-
ræðu um ferðaþjónustu á
Húsavík og nágrenni.
Framsöguerindi á fundinum
flutti Bjami Sigtryggsson, aðstoð-
arhóteistjóri Hótel Sögu, og flutti
hann fróðlegt erindi um skipulag
og markaðsSetningu ferðaþjón-
ustunnar almennt og tók svo sérs-
taklega til umræðu hvað Húsavík
og Þingeyjarsýsla hefðu upp á að
bjóða.
Miklar umræður urðu og bent
var á að Þingeyjarsýsla hefði margt
fleira upp á að bjóða en Mývatns-
sveit, þó hún væri miðpunkturinn í
dag. Húsavík væri lítið sjávarþorp,
hvar Garðar Svavarsson hafði fyrst-
ur landnámsmanna vetursetu á ís-
landi, sem gæti vakið forvitni stór-
borgarbúa að skoða.
I næsta nágrenni er Hallbjamar-
staðarkambur, hvar „lesa" má mik-
inn og merkan hluta jarðsögunnar.
Nefndir vom margir merkir og fal-
legir staðir, svo sem Þjóðgarðurinn
við . Jökulsárgljúfur, Ásbyrgi,
Hljóðaklettar, Hólmatungur, For-
vaðar, Dettifoss, Goðafoss, Laxá,
fagurt sólarlag, og sjá mætti
Grímsey í hillingum. Bjóða mætti
upp á fótabað norðan heimskauts-
baugs og svo mætti lengi telja.
Fundur þessi var vel sóttur og
áformað er að hafa slíka fundi ár-
lega haust og vor.
— Fréttaritari.
Norðlenskir sóknarbátar:
Vilja fá fimm auka sóknardaga
— sökum veiðitafa vegna íss
Útgerðarmenn á Norður-
landi hafa skrifað sjávarút-
vegsráðuneytinu og alþingis-
mönnum bréf þar sem farið er
fram á að sóknarmarksbátar
fái fimm aukasóknardaga í
mars eða aprfl vegna veiðitafa
er þeir urðu fyrir er isinn rak
að landi í síðasta mánuði.
Valdimar Kjartansson útgerð-
armaður á Hauganesi sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að veiðiban-
nið um páskana tæki aðeins til
sóknarmarksbáta og tæki gildi
nk. þriðjudag. „Sumir bátanna
voru orðnir tæpir með sóknardaga
áður en ísinn kom og töfðust þeir
þá frá veiðum. Alls eru 45 sóknar-
dagar í mars og apríl og förum
við með bréfinu fram á 50 daga.
ísinn lokaði miðunum fyrir öllu
Norðurlandi svo að sóknarbátar
allt frá 10 og upp í 180 tonn urðu
frá veiðum í um það bil fimm
daga". Erindi útgerðarmannanna
er nú til meðferðar hjá ráðuneyt-
MetsölutHad á hverjum degi!
Kodak
litaframköllun
Við framköllum á
þeim tíma sem þér
hentar.
TediGmyndir?
Hafnarstræti 98 - sími 96-23520.
SIEMENS
til fermingargjafa
• Vasadiskó
• Útvörp með segulbandi
• Hljómtækjasamstæður
• 14" sjónvörp með fjarstýringu
• Myndbandstæki
Hámarksgæói -
Lágmarksveró
NYJAR BÆKUR
Gerist áskrifendur og borgið
fyrir 2 bækur í mánuði kr. 620
með Visa eða Eurocard
Áskriftarsími 96-24966
Á SKÍÐUMISKEMMTIÉGMÉR...
I Hlíðarfjalli er gott færi og nægur snjór.
Ath.: MUNIÐ FLUGLEIÐATRIMMIÐ 3.APRÍL OG SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 14.-17. APRÍL