Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Náttúrufegurð er stórkostleg á Nýja-Sjálandi og landið fjallent. T.h. hæsti tindurinn mt. Cook. Ingvi Þorsteinsson, deildarstjóri landnýtingardeildar Rannsóknarstof nunar landbúnaðarins, er nýkominn úr nokkurra vikna ferð til Nýja-Sjálands, en þangað fór hann á vegum stofnunarinnar til að kynna sér nýtingu og meðferð Ný-Sjálendinga á beitilöndum og aðgerðir í gróðurvernd. Þar flutti hann einnig erindi um ísland og kynnti hvernig þessum málum er háttað hér. í spjalli við Ingva kom fram, að þótt ólíku sé saman að jafna þá er ótrúlega margt líkt með okkur hér á íslandi og andfætlingum okkar á Nýja-Sjálandi. Hann var beðinn að segja lesendum Morgunblaðsins dálítið nánar frá ferðinni. Ingvi Þorsteinsson með ný-sjálenskum starfsbræðrum. Margt sem minnir áfsland Nýja-Sjáland er sennilega eitt af þeim löndum sem við íslend- ingar höfum haft minnst menningar- og efnahagsleg samskipti við, og er það í rauninni ekki undarlegt þegar haft er í huga hve gífurlega langt er á milli þess- ara landa í tíma og rúmi, jafnvel á þotuöld. Við höfum þó lengi haft af því spumir, vitað að landið er stórkostlegt og að þar væri rekinn blómlegur landbúnaður," sagði Ingvi. „Nýja-Sjáland er um 270 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða tæplega þrisvar sinnum stærra en ísland. Það er hins vegar að langmestu leyti gróið og iandið uppskerumikið végna hagstæðs loftlags, góðs ástands gróðurlenda og mikillar áburðamotkunar. Þar eru um 70 milljónir flár þannig að landið er eitt hið flárflesta í heiminum. Auk þess er þar margt nautgripa og villta hjartardýra. Ný-Sjálendingar byggja búskap sinn að miklu leyti á nýtingu beiti- landa — ræktaðra sem óræktaðra. Það hefur leitt til þess að þar hafa komið upp vandamál lík því sem hér er við að glíma, þ.e.a.s. gróður og jarðvegseyðing — sem hefur fylgt í kjölfar óæskilegra breytinga á gróðurfarinu. Varla þarf að taka fram að veður- far á Nýja-Sjálandi er með öðrum hætti og miklu hagstæðara en hér. Landið er langt — um 1.600 km að lengd, en mjótt, og óvíða meira en 100 km á breidd. Lega landsins er um það bil á milli 34o og 47o suðlægrar breiddar — eða á svip- aðri breiddargráðu og Spánn er norðlægrar breiddar — en þama er milt úthafsloftslag. Það er nánast „óskaveðrátta" bæði að því er varðar hitastig og úrkomu og aldrei þarf að hýsa bú- pening. Þama er hins vegar margt líkt og með íslandi. Landið er hálent með miklum fjallgörðum, þar eru jöklar, eldfjöll og heitir hverir. Og þama er margt fleira sem minnir á Island þótt aðstæður séu ólíkar — ýmislegt í fari fólksins, sem minnir á okkur þótt fjarlægðin sé mikil. Fólkið er gestrisið og alúðlegt, ró- legt í fasi og virðist ekki haldið mikilli streitu. Má vera að einhveiju máli skipti að þeir eru eyþjóð eins og við. Það er sérstök tilfinning að vita landfræðileg mörk takmarkast af _sjó. íbúamir eru um 3 milljónir. Þar af um 300.000 maóríar sem eru af pólínesískum uppruna — komu til landsins fyrir 1000—1100 árum, eða um svipað leyti og Island byggðist. Þá var landið nær óbyggt, að því menn telja og viði vaxið milli fjalls og fjöru, svo að við not- um þá frægu setningu. Hinn náttúrulegi gróður hafði verið að þróast þama jafn lengi og sá gróður sem var á íslandi við upphaf landnáms, eða í nær 10.000 ár frá lokum síðustu ísaldar. Þá námu maóríar þar land, en hér nor- rænir víkingar. Munurinn var þó sá að maóríar voru akuiyrkjuþjóð og fluttu ekki með sér búfé eða grasbíta. Einu grasbítamir sem fyrir voru í landinu voru mjög stórir fuglar, moa-fuglar, á stærð við strúta. Þeir urðu aðalkjötmeti hinna nýju landnema og það leiddi til þess að þeim var útrýmt á fáum öldum. Talið er að fljótlega eftir að maór- íar settust þama að á Nýja-Sjálandi hafi eyðing skóganna hafist, aðal- lega á þann hátt að þeir voru brenndir. Maóríamir ruddu land til akuryrkju á þennan hátt og ef til vill til að greiðfærara væri um landið og misstu þá eflaust oft stjóm á eldinum. í kjölfar skógeyðingarinnar fylgdu svo aðrar gróðurbreytingar eins og hér. Fyrir 150 árum var farið að flytja búfé til Nýja-Sjálands, aðallega sauðfé, og þá upphófst fljótlega stórfelld búfjárrækt. Um aldamótin síðustu voru auk þess fluttar inn margar tegundir hjartardýra til að auðga dýralífið og þeim fjölgaði fljótlega gífurlega. Með þessu gekk enn frekar á skógana. Áður en varði var farið að sjá á landinu vegna þess að beitarálagið varð of mikið. En áfram var haldið að brenna skóga og kjarr til þess að fá graslendi. Enn hefur ekki al- veg verið tekið fyrir skógarbruna í því skyni að breyta landinu í gras- lendi en nú þarf að sækja um leyfl til þess. Nú eru aðeins eftir um 20% af hinum náttúrulega skógi.“ — „Hvaða tijátegundir voru þama upphaflega?" „Þær voru margar og fleiri en ég kann að nefna. Aðallega var um lauftré að ræða, s.s. beyki. Ég sá nokkur stór svæði af tijátegundinni „podokarpus" sem var að hverfa á jörðinni en er nú friðuð. Mér var sagt að trén væru 700—900 ára gömul. Fyrir nokkrum áratugum tóku menn að gera sér ljóst að gróður og jarðvegseyðing var orðið mjög alvarlegt vandamál. Uppblástur eða eyðing af völdum vinda er að vísu ekki eins algengt fyrirbæri og t.d. hér, en þar geta komið feykileg úrfelli svo að jarðvegur beinlínis skolast burt þar sem tré eru ekki til að hindra það. Ég upplifði þama slíkt úrfelli sem stóð í tvo daga og sá ámar verða dökkbrúnar af leir og eðju svo augljóst er að vanda- málið er ekki leyst. En þrátt fyrir allt er gróður og jarðvegseyðing orðin miklu minni en hún var fyrir nokkrum áratug- um. Eftir 1940 hafa stjómvöld tek- ið myndarlega á vandanum og var- ið miklu fé til bættrar landnýtingar og til gróðurvemdar. Víðtækar að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.