Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAJÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 27 Leitar- og björgun- arþyrla kynnt hér - fyrir Landhelgisgæslu og björgunarsveitum NY og fullkomin björgunar- þyrla var kynnt fyrir fulltrúum Landhelgisgœslu og björgunar- sveita s.l. mánudag. Þyrlan er af gerðinni Bell 214 ST og er sú fullkomnasta sem Bell verk- smiðjurnar framleiða. Hún tek- ur allt að 20 farþega og getur verið búin fullkomnustu leitar-, björgunar- og leiðsögutækjum sem völ er á. Kynningin fór fram á Hótel Loftleiðum og voru þar fulltrúar verksmiðjanna ásamt íslenskum umboðsaðila. Einnig voru fleiri þyrlugerðir kynntar, m.a. vélar sem henta við lög- reglustörf og sjúkraflutninga. Það er bandaríska fyrirtækið Bell Helicopter Textron sem fram- leiðir þessa þyrlu. Bell er með elstu þyrluframleiðendum heimsins, smíðaði m.a. fyrstu þyrluna sem fékk flugleyfi í Bandaríkjunum. Þyrla sú, sem hér var kynnt, er af gerðinni 214 Super Transport og er sérstaklega hönnuð með til- liti til fjölhæfni og afkastagetu. Framleiðendur ætla, að þessi þyria muni henta Landhelgisgæslunni sérlega vel og færðu fulltrúar þeirra rök fyrir því á blaðamanna- fundi fyrir kynninguna. Bell 214 ST þyrlan getur tekið 20 farþega auk tveggja flug- manna. Langdrægni hennar full- hlaðinnar er um 700 km miðað við rúmlega hálfrar klukkustundar varaflugþol. Við björgunar- og leit- arstörf getur hún flogið tæpra 400 kílómetra vegalengd á 263 km hraða, leitað í 15 mínútur, híft 12 manns um borð og flogið til baka með varaflugþol upp á 45 mínút- ur. Hægt er að auka við flugþol vélarinnar með því að bæta við aukaeldsneytisgeymum, sem rúma allt að 425 lítrum. Burðargeta er þrjú tonn í taug, 2,7 tonn innan- dyra. Bell 214 ST hefur verið reynd við verstu aðstæður, _ og sagði Sandy Samouse, fulltrúi framleið- enda, að við tilraunir hefði komið í ljós, að hún stenst vel ísingu. Hann sagði að spaðana ísaði ekki, þar sem þeir eru gerðir úr trefja- plasti. Þyrlan hefur verið prófuð með einnar tommu (2,54 sm) jafn- þykka ísingu á skrokknum og allt að fimm tommu þykka á ísuðustu stöðum. Að sögn fulltrúa framleið- andans, var þyrlan vel flughæf þrátt fyrir þessa ísingu. í Norð- ursjó hefur Bell 214 ST verið not- uð við áhafnaflutninga til olíubor- palla og þar verið reynd við raun- veruiegar aðstæður, m.a. mikla ísingu. Sagði Terry Burnal, fram- kvæmdastjóri Evrópusviðs Bell Helicopter Textron, að þar hefði þyrlan reynst afburða vel. Helsti tæknibúnaður í Bell 214 ST er m.a. svokallað „Fly-by-wire elevator", það er sjálfvirkt stjóm- kerfi sem heldur vélinni láréttri og heldur sömu flughæð þrátt fyrir breytilegar aðstæður, svo sem sviptivinda og aukna eða minnkaða þyngd, t.d. við að hífa menn um borð. Þá er hún búin staðsetningar- búnaði, sem gerir kleift að festa staðsetningu vélarinnar t.d. yfír björgunarbáti í sjó og vélin heldur nákvæmri staðsetningu og hæð yfír bátnum. Með vélinni er hægt að fá margskonar aukabúnað, svo sem leitarratsjár, leitarskanna, myndavélar, leiðsögukerfí, fjar- skiptabúnað og björgunarbúnað. Það tekur um 15 mínútur að taka sæti þyrlunnar úr henni eða að setja þau í. Dyr eru báðum megin á Beli 214 ST og eru fyrir þeim tvöfaldar dyr, þannig að einkar auðvelt er að ferma og afferma hana. Bell 214 ST er knúin af tveimur General Electric CT7-2A hreyflum, sem gefa 1.625 hestöfl hvor og eru um 20% spameytnari en fyrri gerð- ir jafn öflugar. Gmnnverð þessarar þyrlu er um 6.000.000 dollarar, aða nálægt 240 milljónum íslenskra króna. Norðmenn hafa ákveðið, að end- umýjun þyrluflota björgunarsveit- ar norska flughersins verði með Bell 214 ST þyrlum. Þær munu koma í stað Westland Sea King véla, sem sveitin hefur nú yfír að ráða. jnnÉar :"wr - • * : . .Í&P? - S 'l Bell 214 Super Transport í eigu Helikopter Service við björgunar- störf í Norðursjó. Fundur norrænna neyt- endamálaráðherra: Vörugæði taki mið af af þróun mála í EB Á FUNDI ráðherranefndar Norð- urlanda i Stokkhólmi, 21. mars sl., ræddu neytendamálaráðherr- ar Norðurlanda þróun sameigin- legs markaðar Evrópubandalags- ins og áhrif hans á norrænt sam- starf um neytendamál. Ráðherr- arnir töldu einkum mikilvægt að starf Norðurlandanna, hvað vöru- gæði og öryggiskröfur snerti, tæki mið af þróun mála i EB. Af hálfu íslands tók Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, þátt í viðræð- llnum Ráðherramir voru sammála um að aðlögun að reglum um sameigin- legan markað EB megi ekki leiða til þess að dregið verði úr neytenda- vemd á Norðurlöndum. Til að ná norrænni samstöðu í alþjóðlegum staðlastofnunum, eftir því sem unnt væri, þyrfti að taka meira tillit til neytendasjónarmiða en nú. Ráð- herramir ákváðu m.a. að kanna möguleika á norrænni umhverfis- merkingu neysluvara og hvetja þannig neytendur til að velja vömr með tilliti til umhverfísvemdarsjón- armiða, segir í fréttatilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.