Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
4
ÁBYRGÐ
eftir Kristínu Waage
Hvenær þarf einstaklingurinn að
axla ábyrgð gerða sinna og hvenær
ekki? Hvenær bitna afleiðingamar á
einhverjum öðrum? Slíkar spumingar
leita oft á huga undirritaðrar, er hún
hefur hlýtt á umræður frá Alþingi.
Þar sitja kjömir fulltrúar okkar, sem
á góðum stundum emm kölluð
hæstvirtir kjósendur, þegar kosning-
ar fara í hönd, almenningur, fólkið
í landinu, eða vesalings fólkið í
landinu, þegar stjómarandstöðunni
finnst að okkur vegið. Þessum full-
trúum okkar er það ætlað að setja
þjóðfélaginu regiur, svo að þegnamir
megi lifa þar í sátt og samlyndi.
Miklu varðar, að þar sé vel að verki
staðið og þeir, sem gefa kost á sér,
séu vandanum vaxnir. Afgreiðsla
Alþingis getur ráðið úrslitum um
lífsafkomu og örlög fjölmargra ein-
staklinga. Mikil ábyrgð hvílir á herð-
um alþingismanna, en afleiðingam-
ar, séu þær slæmar, bitna fyrst og
fremst á almenningi. Reisi einstakl-
ingur sér hurðarás um öxl t.d. með
óviðráðanlegum flárfestingum, geld-
ur hann þess. Samþykki Alþingi ein-
hveija óviturlega fjárfestingu, og
fyrirtæki fer á hausinn, er það al-
menningur, sem borgar brúsann.
Alþingismenn verða í hæsta lagi fyr-
ir þeim óþægindum að ná ekki endur-
kjöri, en sú áhætta viiðist heldur
smá.
Hér hefur nokkuð verið flölyrt um
ábyrgð og afleiðingar, vegna þess
að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
um flöigun áfengistegunda, og af-
leiðingar þess, ef það verður sam-
þykkt, munu fyrst og fremst bitna á
einstaklingum, sem geta ekki einu
sinni látið vanþóknun sfna f ljós með
því að fella viðkomandi þingmenn
við næstu kosningar, vegna þess, að
þá skortir aldur til þess, en hér er
átt við böm.
Tilefni þessara skrifa era umræður
frá Alþingi um „bjórmálið" svo-
nefnda og þá sérstaklega ummæli
bamabókahöfundarins og fyrsta
flutningsmanns framvarps um emb-
ætti umboðsmanns bama, alþingis-
mannsins Guðrúnar Helgadóttur. í
greinargerð með því frumvarpi segin
„Fáir deila um að við löggjöf þjóð-
arinnar skuli tillit tekið til þarfa allra
þegna þjóðfélagsins svo að þeir megi
allir þrífast sem best í landi okkar,
ungir sem aldnir. Því síður deila
menn um mikilvægi þess að vel sé í
haginn búið fyrir þá sem era að vaxa
úr grasi og eiga að erfa landið, eins
og menn orða það á hátfðastundum.
Ljóst má þó vera að bömin sjálf era
ekki á sama hátt f stakk búin til að'
fylgja eftir sjálfsögðum mannréttind-
um sfnum f samfélaginu og hinir, sem
eldri era og þroskaðri. Aðbúnaður
allur og uppvaxtarskilyrði þeirra era
á ábyrgð (feitletran mín) okkar
hinna fullorðnu."
Vel var mælt og orð að sönnu.
Lfklega eram við Guðrún sammála
um, að Qarri fari því, uppeldisskilyrð-
um þorra fslenzkra bama sé þannig
háttað, að vel megi við una. Nægir
f þvf sambandi að nefna langar fjar-
verastundir foreldra við öflun fram-
færslueyris til handa fjölskyldunni.
Ekki mun matarskatturinn fækka
þeim stundum.
Við Guðrún eram líka sammála
um, að dryklqusiðir mýmargra ís-
lendinga minni um fátt á siðmenn-
ingu. Um orsök þess og leiðir til
úrbóta eram við alls ósammála.
Það, sem vakti athygli mína í fyrr-
greindum umræðum, vora eftirfar-
andi ummæli Guðrúnar Helgadóttun
„Heildameysla áfengis segir ná-
kvæmlega ekki neitt um drykkjusiði
þjóðar. Þeir verða ekki í lagi fyrr en
þjóðinni hefur lærst að fara með
áfenga drykki eins og siðað fólk. Von
okkar, sém teljum æskilegra að fólk
■ neyti léttra áfengra drykkja en
sterkra er sú, að einn góðan veður-
dag renni upp sú stund, að það
Kristín Waage
„Samþykki Alþingi ein-
hveija óviturlega fjár-
festingu, og fyrirtæki
fer á hausinn, er það
almenningur, sem
borgar brúsann. Al-
þingismenn verða í
hæsta lagi fyrir þeim
óþægindum að ná ekki
endurkjöri, en sú
áhætta virðist heldur
smá.“
verði heldur Iitið niður á fólk, sem
sést á almannafæri áberandi
drukkið. Það era nefnilega engir
mannasiðir.
Þvf hefur hins vegar verið við-
haldið i þessu landi, að það sé
synd að drekka. Þess vegna fyll-
ast menn sektarkennd I hvert
skipti, sem þeir neyta áfengra
drykkja og deyfa hana með of-
neyslu þeirra." (Feitletrun mín.)
Það verður að segjast eins og er,
að undirrituð skilur ekki slíka rök-
semdafærslu. Annars vegar er ofur-
ölvun umborin, hins vegar er svo að
skilja, að öll neyzla áfengis sé for-
dæmd. Enda er torvelt að skilja slíka
mótsögn.
Af þessum ummælum mætti og
ætla, að áfengisneyzla sé ein af fram-
þörfum manna, en vegna fordóma
og umburðarleysis fái margur ekki
sinnt henni án bullandi sektarkennd-
ar.
Að sjálfsögðu er þetta ekki svo.
Við þrífumst ágætlega andlega,
líkamlega og félagslega án alls
áfengis. Margur hefur aftur á móti
orðið fyrir algjöra niðurbroti á öllum
sviðum fyrir tilstilli þess.
Sem fyrr segir, er hér mál til
umíjöllunar, sem mun hafa afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir marga. Þús-
undir íslendinga eiga í erfiðleikum
með að umgangast áfengi. Guðrún
Helgadóttir telur þann hóp í miklum
minnihluta.
Þúsundir er stór hópur fyrir litla
þjóð. Þessar þúsundir eiga foreldra,
maka og böm. Hlutskipti margra
bama er að vera í gæzlu, eða með
Iykil sér um háls alla virka daga vik-
unnar. Samverastundir fjölskyldna
era kvöld og helgar. Á fjölmörgum
heimilum er það svo, að frístundum
foreldris eða beggja foreldra er varið
f rúminu sökum uppsölu og annars
slappleika, sem í daglegu tali neftiist
timburmenn. Bömin þurfa á meðan
að hafa ofanaf fyrir sér, en umfram
allt að hafa hljótt um sig. Það er
hægt að drekka sig fullan af léttu
víni, bjór eða sterku víni. Það er
hægt að fá sér eitt rauðvínsglas, eina
bjórkollu, tæma eina eða fleiri flösk-
ur af sömu tegund eða skipta yfir í
sterka tegund. Viðbótartegund
áfengis bætir ekki drykkjusiði þjóð-
arinnar af sjálfu sér. Trúlega mun
hin kappsama íslenzka þjóð reyna
að koma hér á „ölkráarmenningu"
að hætti siðmenntaðra Breta eða
Dana, svo að brátt siðmenntumst við
f þá vera að umbera að menn séu
góðglaðir við störf sín. Mun þess þá
heldur vart lengi að bíða, að til við-
bótar við helgardrykkjuna muni
menn koma við á kránni fyrir einn
(sem gjaman verða fleiri) áður en
heim er haldið á virkum degi. Fækk-
ar þá enn ánægjulegum samvera-
stundum foreldra og bama.
Máli mínu til stuðnings ætla ég
að vitna í viðtal f sjónvarpinu við
barþjón á Sjallanum á Akureyri um
það leyti sem bjórlfkisæðið var hér
við lýði. Barþjónninn sagði, að nú
kæmu menn við á bamum á leiðinni
heim tii að fá sér bjórlíki. Drykkjusið-
ina um helgar kvað hann í engu
hafa breytzt, þá drykkju menn ekki
bjórlíki, heldur héldu sig við gömlu
góðu drykkina.
Undirrituð hefur sl. átta ár átt
starfs sfns vegna samræður við fjölda
einstakiinga, sem hafa alizt upp við
ofdiykkju foreldris eða foreldra.
Henni er því fullkunnugt um þann
sársauka, sem býr f bijósti þeirra
bama, sem horfa á eftir foreldram
sfnum í heijargreipar Bakkusar. Böm
þola illa áífengislykt, fljótandi augu
og annarlegt ástand foreldra sinna.
Þeim era slfkar samverastundir lítt
til yndisauka. Böm era aftur á móti
minnimáttar. Þau þora oftast ekki,
og þeim líðst oftast ekki, að segja
foreldram sfnum, hvemig þeim líður
á slikum stundum. Þeirra háttur er
gjaman sá að draga sig í skel og
gráta í einrúmi.
Það er ábyrgð okkar fullorðnu að
skapa bömum viðunandi uppvaxtar-
skilyrði. Það er ábyrgð okkar full-
orðnu að stuðla að því að böm okkar
megi verða nýtir og farsælir þjóð-
félagsþegnar. Við eram fyrirmynd
þeirra, af okkur læra þau, hvemig
fullorðnir hegða sér. Fjölmörg böm
alast nú þegar upp við þau skilaboð,
að manneskjan sé í eðli sínu svo leið-
inleg, að óvímuð sé hún ekki sam-
kvæmishæf. Þessi sömu böm læra
smám saman, að óijúfanleg tengsl
era á milli þess, sem kallað er
skemmtun og áfengisneyzla. Þetta
er fyrirmyndin, sem flölmargir ungl-
ingar hafa, er þeir vilja hverfa úr
hópi baraa yfir í hóp hinna fullorðnu.
Slæmt er ástand áfengismála hér-
lendis og mun viðbótaráfengistegund
í engu bæta það. Til þess þarf allt
aðra hluti.
Það er Alþingi til vansa að gera
innflutning og braggun áfengs bjórs
enn einu sinni að höfuðviðfangsefni,
þegar knýjandi mál steðja að á fjöl-
mörgum sviðum, sem sannarlega
varða þjóðarheill.
Þjóðarheill íslendinga stendur ekki
með því að umrætt frumvarp verði
samþykkt og væri nær að ætla, að
hún falli með því.
Höfundur er félagsfræðingur.
Bjami Ólafsson skrífar frá Holstebro, Danmörku:
Assistentskirkj ugarður í Kaupmanna-
höfn verði gerður að lystigarði
Berlingske Tidende sagði frá
því 11. febrúar síðastliðinn að
áformað væri að gera Assistens-
kirkjugarð að menningarsöguleg-
um garði með íjölskrúðugu lífríki.
Þessi frétt snertir íslendinga.
Garðurinn er 200 ára gamall og
þar vora jarðaðir margir landar
okkar, sumir þjóðkunnir. Árið
1961 gaf Heimskringla út bók
eftir Bjöm Th. Bjömsson list-
fræðing, sem heitir „Á íslendinga-
slóðum í Kaupmannahöfii". Vísa
ég til þeirrar bókar um nokkur
nöfn fólks sem jarðsett var í Ass-
istentskirkjugarði. Bjöm hefur lag
á að glæða frásögnina Iffi, enda
þótt hann sé að segja frá kirkju-
garði. Tvær aðalgötur liggja með-
fram garðinum, Norðurbrú og svo
þvert á hana er Jagtvegur.
í frétt BT segir frá áætlunum
um að taka ákveðna hiuta kirkju-
garðsins og breyta þeim í fagran
lystigarð. Þetta er áfanga áætlun-
in sem nær fram til ársins 2020.
Garðurinn er kyrrlátur staður
í þéttbyggðu íbúðarhverfí. í hon-
um verður komið fyrir flölbreyti-
legum gró§ri og stuðlað að §öl-
breyttu lífríki.
Auk þessa er ætlunin að fólk
geti kynnt sér sögu um fólk og
jarðarfararsiði liðinna ára. Um
það bil fjórðungur garðsins veiður
áfram kirkjugarður Norðurbrúar-
svæðisins.
Elsta svæðið, Norðurbrúar-
Kapelluvegs-homið, verður sögu-
safn. Verða leiðin varðveitt þar
og gróðursetningu hagað þannig
að gestir fínni að þeir eru í 200
ára gömlum kirkjugarði.
Þar verða einnig uppdrættir
með upplýsingum um hveijir hvíla
á svasðinu. Austurhluti garðsins,
meðfram Norðurbrú, verður
minningargarður. Þar era flestar
sögufrægar grafir, sem verða
varðveittar. í minningargarðinum
skiptast á svæði með þéttum graf-
Bjarni Ólafsson
„Þessi frétt snertir
íslendinga. Garðurinn
er 200 ára gamall o g
þar voru jarðaðir
margir landar okkar,
sumir þjóðkunnir.“
stæðum og opnari svæði, þar sem
hægt verður að setjast og njóta
umhverfisins. Miðja svæðisins
verður áfram notuð tii þess að
jarðsetja í, en vesturhlutinn, sem
er út að Hans Tavsensgarði, er
skógi vaxinn. Þar era einnig reit-
ir sem varðveittir verða, t.d. með
tijábeltum, t.d. leiði H.C. Anders-
ens og leiði Sörens Kirkegaards.
Höfundur er smíðakennari.