Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
43
Finnland:
Reagan ætlar að flytja
stefnuræðu í Helsinki
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttantara Morgnnblaðsins.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti mun væntanlega flytja
pólitiska stefnuræðu í Helsinki
í maflok en þá ætlar hann að
gera þar nokkurra daga stans
á leiðinni til leiðtogafundarins
í Moskvu. Reagan mun flytja
ræðuna í Finlandia-höllinni þar
sem Heisinki-sáttmálinn um
samstarf og öryggi í Evrópu
var undirritaður árið 1975.
Finnsk stjómvöld tilkynntu á
fímmtudaginn, að Reagan hefði
Ósonlagið:
Hætta framleiðslu
á klórflúorkolefni
þegið boð Maunos Koivistos Finn-
landsforseta um að koma til Hels-
inki og gista þar í þijár nætur á
leiðinni austur. Reagan vill líka fá
tækifæri til að jafna sig á tíma-
muninum milli Washington og
Austur-Evrópu en George Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur staldrað við í Helsinki í því
sama skyni.
Auk þess að flytja ræðuna mun
Reagan eiga viðræður við Koivisto
forseta en bandarískur forseti hef-
ur ekki komið til landsins síðan
Gerald Ford sat Helsinki-ráðstefn-
una ásamt Leoníd heitnum Brez-
hnev Sovétleiðtoga og fleira stór-
menni.
Reuter
Aðstandendur þriggja japanskra unglinga sem fórust í lestarslysinu
Kína:
í Kína.
*
A þríðja tug japanskra skóla-
nema láta lífið í lestarslysi
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA stórfyrirtækið
DuPont, stærsti framleiðandi
klórflúorkolefnis í heiminum,
ætlar að hætta framleiðslu á
þessu efni í áföngum í því
skyni að stuðla að verndun
ósonlagsins, að þvi er stjómar-
formaður fyrirtækisins sagði
i bréfi til umhverfismála-
nefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings á fimmtu-
dag.
„Þó að við teljum, að heilsu
manna og umhverfí stafí óveru-
leg hætta af klórflúorkolefni, sé
til skamms tíma litið, höfum við
ákveðið að grípa til þessara
vamaraðgerða með langtíma-
sjónarmið í huga,“ sagði Richard
Heckert, stjómarformaður DuP-
ont, í bréfínu.
„Við höfum hvatt viðskipta-
vini okkar um heim allan að
styðja okkur í þessari viðleitni,"
sagði enn fremur í bréfí Heckers.
Klórflúorkolefni, sem notað er
í kæliefni og var áður algengt á
úðabrúsum, getur stuðlað að
eyðingu ósonlagsins, sem hindr-
ar, að útfjólubláir geislar frá
sólu nái til jarðar.
Hinn 14. mars síðastliðinn
staðfesti öldungadeild Banda-
ríkjaþings samning, sem kveður
á um, að dregið verði úr mengun
frá klórflúorkolefni um 50% á
næstu sex ámm.
í bréfí Heckerts sagði einnig,
að DuPont leitaði nú nýrra val-
kosta, sem leyst gætu klórflúor-
kolefnið af hólmi.
Peking, Reuter.
TUTTUGU og sjö japanskir
menntaskólanemar og einn
Kínverji létu lífið þegar tvær
lestar rákust saman nærri
Shanghai í Kina á fimmtudag.
Nemarnir voru á skólaferðalagi
og allir 17 ára gamlir, alls voru
193 japanskir unglingar i hópn-
um. 47 voru fluttir á sjúkrahús.
Samkvæmt heimildum frétta-
stofunnar Nýja Kína virti lestar-
stjóri ekki stöðvunarmerki er hann
fór frá brautarstöðinni í bænum
Kuangxiang í útjarði Shanghai og
skall á lest sem var að koma inn
á stöðina úr gagnstæðri átt. Skóla-
fólkið var á leið til hinnar fornu
borgar Hangzhou, sem er vinsæll
ferðamannastaður suðvestur af
Shanghai.
Lestarslys hafa verið tíð í Kina
það sem af er þessu ári og í síðasta
mánuði sagði Ding Guangen sam-
gönguráðherra af sér vegna þess
að hann var talinn bera ábyrgð á
þrem mannskæðum lestarslysum.
Talsmaður samgönguráðuneytis-
ins tilkynnti eftir slysið að ráðu-
neytið veitti erlendum fráttamönn-
um engar upplýsingar um atburð-
inn, þeir yrðu að snúa sér til frétta-
stofunnar Nýja Kína.
Kanadísku útigriUin, sem svo sannariega slógu ígegn á
síðasta ári, eru nú komin aftur.
Broil-Mate grillin hafa reynst einstaklega vel vetur, sumar,
vor og haust.
verdfrakr.it
SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 4S670 - 44544