Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 43 Finnland: Reagan ætlar að flytja stefnuræðu í Helsinki Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttantara Morgnnblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti mun væntanlega flytja pólitiska stefnuræðu í Helsinki í maflok en þá ætlar hann að gera þar nokkurra daga stans á leiðinni til leiðtogafundarins í Moskvu. Reagan mun flytja ræðuna í Finlandia-höllinni þar sem Heisinki-sáttmálinn um samstarf og öryggi í Evrópu var undirritaður árið 1975. Finnsk stjómvöld tilkynntu á fímmtudaginn, að Reagan hefði Ósonlagið: Hætta framleiðslu á klórflúorkolefni þegið boð Maunos Koivistos Finn- landsforseta um að koma til Hels- inki og gista þar í þijár nætur á leiðinni austur. Reagan vill líka fá tækifæri til að jafna sig á tíma- muninum milli Washington og Austur-Evrópu en George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staldrað við í Helsinki í því sama skyni. Auk þess að flytja ræðuna mun Reagan eiga viðræður við Koivisto forseta en bandarískur forseti hef- ur ekki komið til landsins síðan Gerald Ford sat Helsinki-ráðstefn- una ásamt Leoníd heitnum Brez- hnev Sovétleiðtoga og fleira stór- menni. Reuter Aðstandendur þriggja japanskra unglinga sem fórust í lestarslysinu Kína: í Kína. * A þríðja tug japanskra skóla- nema láta lífið í lestarslysi Washington. Reuter. BANDARÍSKA stórfyrirtækið DuPont, stærsti framleiðandi klórflúorkolefnis í heiminum, ætlar að hætta framleiðslu á þessu efni í áföngum í því skyni að stuðla að verndun ósonlagsins, að þvi er stjómar- formaður fyrirtækisins sagði i bréfi til umhverfismála- nefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtu- dag. „Þó að við teljum, að heilsu manna og umhverfí stafí óveru- leg hætta af klórflúorkolefni, sé til skamms tíma litið, höfum við ákveðið að grípa til þessara vamaraðgerða með langtíma- sjónarmið í huga,“ sagði Richard Heckert, stjómarformaður DuP- ont, í bréfínu. „Við höfum hvatt viðskipta- vini okkar um heim allan að styðja okkur í þessari viðleitni," sagði enn fremur í bréfí Heckers. Klórflúorkolefni, sem notað er í kæliefni og var áður algengt á úðabrúsum, getur stuðlað að eyðingu ósonlagsins, sem hindr- ar, að útfjólubláir geislar frá sólu nái til jarðar. Hinn 14. mars síðastliðinn staðfesti öldungadeild Banda- ríkjaþings samning, sem kveður á um, að dregið verði úr mengun frá klórflúorkolefni um 50% á næstu sex ámm. í bréfí Heckerts sagði einnig, að DuPont leitaði nú nýrra val- kosta, sem leyst gætu klórflúor- kolefnið af hólmi. Peking, Reuter. TUTTUGU og sjö japanskir menntaskólanemar og einn Kínverji létu lífið þegar tvær lestar rákust saman nærri Shanghai í Kina á fimmtudag. Nemarnir voru á skólaferðalagi og allir 17 ára gamlir, alls voru 193 japanskir unglingar i hópn- um. 47 voru fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt heimildum frétta- stofunnar Nýja Kína virti lestar- stjóri ekki stöðvunarmerki er hann fór frá brautarstöðinni í bænum Kuangxiang í útjarði Shanghai og skall á lest sem var að koma inn á stöðina úr gagnstæðri átt. Skóla- fólkið var á leið til hinnar fornu borgar Hangzhou, sem er vinsæll ferðamannastaður suðvestur af Shanghai. Lestarslys hafa verið tíð í Kina það sem af er þessu ári og í síðasta mánuði sagði Ding Guangen sam- gönguráðherra af sér vegna þess að hann var talinn bera ábyrgð á þrem mannskæðum lestarslysum. Talsmaður samgönguráðuneytis- ins tilkynnti eftir slysið að ráðu- neytið veitti erlendum fráttamönn- um engar upplýsingar um atburð- inn, þeir yrðu að snúa sér til frétta- stofunnar Nýja Kína. Kanadísku útigriUin, sem svo sannariega slógu ígegn á síðasta ári, eru nú komin aftur. Broil-Mate grillin hafa reynst einstaklega vel vetur, sumar, vor og haust. verdfrakr.it SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 4S670 - 44544
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.