Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
Ferðafélag íslands:
Páskaferðir í Þórs-
mörk, Landmanna-
laugar, á Snæfells-
nes auk dagsferða
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
páskaferða í Þórsmörk, Land-
mannalaugar og á Snæfellsnes
nú um páksana auk þess sem
farið verður í dagsferðir um
bænadaga og páska.
Fólk getur valið um tvær þriggja
daga ferðir og eina fimm daga ferð
í Þórsmörk. Ferðimar eru frá 31.
mars til 2. apríl, 2. apríl til 4. apríl
og frá 31. mars til 4. apríl. Verð í
þriggja daga ferðimar er 3.500
krónur fyrir félagsmenn og 3.850
krónur fyrir aðra, en fimm daga
ferðin kostar 4.200 krónur fyrir
félagsmenn og 4.620 krónur fyrir
aðra.
Ferðin í Landmannalaugar er
fímm daga, frá 31. mars til 4.
apríl. Hún er ólík öðrum páskaferð-
um FÍ að því leyti að farþegar verða
að ganga 25 km. á skíðum á
áfangastað í byrjun og lok ferðar.
Verð fyrir félagsmenn er 5.400
krónur og fyrir aðra 5.950. krónur.
Ferðin á Snæfellsnes er frá 31.
mars til 3. apríl og verður gengið
á Snæfellsjökul annað hvort á föstu-
dag eða laugardag, eftir veðri. Verð
í þessa ferð er 4.800 krónur fyrir
félaga og 5.280 krónur fyrir aðra.
Dagsferðir FI eru sem hér segir:
Á skírdag létt gönguferð Óttarstað-
ir, Lónakot. Föstudaginn langa er
gengið á Helgafell sunnan Hafnar-
fjarðar. Laugardaginn 2. apríl er
ökuferð um Þingvelli, Grímsnes og
til Hveragerðis. Annan í páskum
er gönguferð á Vífílsfell. Ferðafé-
lagið skipuleggur enga dagsferð á
páskadag.
(Úr fréttatilkynningu.)
Morgunblaðið/Þorkell
Guðmundur Valtýsson, eigandi Asks, og Konráð Arnmundsson, matreiðslumaður, fyrir framan
salatbarinn í nýja Aski á Suðurlandsbraut 4.
Nýr Askur á Suðurlandsbraut 4
GUÐMUNDUR Valtýsson, eig-
andi veitingahússins Asks á Suð-
urlandsbraut 14, opnaði 4. mars
sl. veitingahús á Suðurlknds-
braut 4 og heitir það einnig
Askur. Þar eru sæti fyrir 96
gesti og m.a. boðið upp á vín
með matnum. í gamla Aski, þar
sem sæti eru fyrir 52 gesti, verð-
ur hins vegar áfram Iögð
áhersla á mat sem viðskiptavin-
irnir geta tekið með sér heim.
Bæði veitingahúsin verða opin
frá klukkan 11 til 23.30. í nýja
Aski er salatbar og t.d. boðið upp
á súpur, físk, lambakjöt, kjúklinga,
nautasteikur, grísakjöt, hamborg-
ara, smárétti og eftirrétti.
Gamli Askur var opnaður í sept-
ember 1966 en Guðmundur Val-
týsson keypti hann, ásamt fjöl-
skyldu sinni, árið 1983. Finnur
Fróðason, innanhússhönnuður,
hannaði nýja Ask en Steintak hf.
reisti hann.
Fríkirkjan í Reykjavík.
Fríkirkjan í Reykjavík:
Helgihald og
tónleikar
um páskana
MIKIÐ verður um guðsþjónustur
og tónleika i Fríkirkjunni á næst-
unni.
Á pálmasunnudag er fermingar-
guðsþjónusta kl. 11, á skírdag verð-
ur sömuleiðis fermingarguðsþjón-
usta kl. 11 og kvöldmessa með alt-
arisgöngu kl. 20.30. Sama dag
halda málmblásarar tónleika í kirkj-
unni kl. 17.00.
Á föstudaginn langa er guðs-
þjónusta kl. 14 og sama dag verða
tónleikar haldnir kl. 17. Þá verður
flutt tónverkið „Stabat Mater" eftir
Pergolesi. Flytjendur eru Ágústa
Ágústsdóttir sópran, Þuríður Bald-
ursdóttir alt, Stúlknakór Garðabæj-
ar undir stjóm Guðfínnu Dóru
Ólafsdóttur, orgel og strengjasveit.
Sama verk verður flutt í Laugames-
kirkju á föstudaginn langa kl.
20.30.
Á páskadag verða sungnar hátíð-
armessur kl. 8.00 árdegis og kl.
14.00. Annan páskadag verður að
venju bamaguðsþjónusta kl. 11.00
fyrir hádegi.
(Fréttatilkynning)
Brúðuleikhús:
Smjörbitasaga
á sunnudögum
BRÚÐULEIKHÚSIÐ Sögusvunt-
an sýnir um þessar mundir
Smjörbitasögu, eftir Hallveigu
Thorlacius. Sýnt er í húsi Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur, Fríkirlqu-
vegi 11, á siuinudögum klukkan
15.
Brúðuleikurinn fjallar um Smjör-
bita litla og hundinn hans, Gullin-
tanna, sem margir þekkja úr
fslenskum ævintýrum.
Miðar em seldir að Fríkirkjuvegi
11, kjallara, frá klukkan 13 á
sunnudögum.
VERÐBRÉFAÞ