Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Ferðafélag íslands: Páskaferðir í Þórs- mörk, Landmanna- laugar, á Snæfells- nes auk dagsferða FERÐAFÉLAG íslands efnir til páskaferða í Þórsmörk, Land- mannalaugar og á Snæfellsnes nú um páksana auk þess sem farið verður í dagsferðir um bænadaga og páska. Fólk getur valið um tvær þriggja daga ferðir og eina fimm daga ferð í Þórsmörk. Ferðimar eru frá 31. mars til 2. apríl, 2. apríl til 4. apríl og frá 31. mars til 4. apríl. Verð í þriggja daga ferðimar er 3.500 krónur fyrir félagsmenn og 3.850 krónur fyrir aðra, en fimm daga ferðin kostar 4.200 krónur fyrir félagsmenn og 4.620 krónur fyrir aðra. Ferðin í Landmannalaugar er fímm daga, frá 31. mars til 4. apríl. Hún er ólík öðrum páskaferð- um FÍ að því leyti að farþegar verða að ganga 25 km. á skíðum á áfangastað í byrjun og lok ferðar. Verð fyrir félagsmenn er 5.400 krónur og fyrir aðra 5.950. krónur. Ferðin á Snæfellsnes er frá 31. mars til 3. apríl og verður gengið á Snæfellsjökul annað hvort á föstu- dag eða laugardag, eftir veðri. Verð í þessa ferð er 4.800 krónur fyrir félaga og 5.280 krónur fyrir aðra. Dagsferðir FI eru sem hér segir: Á skírdag létt gönguferð Óttarstað- ir, Lónakot. Föstudaginn langa er gengið á Helgafell sunnan Hafnar- fjarðar. Laugardaginn 2. apríl er ökuferð um Þingvelli, Grímsnes og til Hveragerðis. Annan í páskum er gönguferð á Vífílsfell. Ferðafé- lagið skipuleggur enga dagsferð á páskadag. (Úr fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Valtýsson, eigandi Asks, og Konráð Arnmundsson, matreiðslumaður, fyrir framan salatbarinn í nýja Aski á Suðurlandsbraut 4. Nýr Askur á Suðurlandsbraut 4 GUÐMUNDUR Valtýsson, eig- andi veitingahússins Asks á Suð- urlandsbraut 14, opnaði 4. mars sl. veitingahús á Suðurlknds- braut 4 og heitir það einnig Askur. Þar eru sæti fyrir 96 gesti og m.a. boðið upp á vín með matnum. í gamla Aski, þar sem sæti eru fyrir 52 gesti, verð- ur hins vegar áfram Iögð áhersla á mat sem viðskiptavin- irnir geta tekið með sér heim. Bæði veitingahúsin verða opin frá klukkan 11 til 23.30. í nýja Aski er salatbar og t.d. boðið upp á súpur, físk, lambakjöt, kjúklinga, nautasteikur, grísakjöt, hamborg- ara, smárétti og eftirrétti. Gamli Askur var opnaður í sept- ember 1966 en Guðmundur Val- týsson keypti hann, ásamt fjöl- skyldu sinni, árið 1983. Finnur Fróðason, innanhússhönnuður, hannaði nýja Ask en Steintak hf. reisti hann. Fríkirkjan í Reykjavík. Fríkirkjan í Reykjavík: Helgihald og tónleikar um páskana MIKIÐ verður um guðsþjónustur og tónleika i Fríkirkjunni á næst- unni. Á pálmasunnudag er fermingar- guðsþjónusta kl. 11, á skírdag verð- ur sömuleiðis fermingarguðsþjón- usta kl. 11 og kvöldmessa með alt- arisgöngu kl. 20.30. Sama dag halda málmblásarar tónleika í kirkj- unni kl. 17.00. Á föstudaginn langa er guðs- þjónusta kl. 14 og sama dag verða tónleikar haldnir kl. 17. Þá verður flutt tónverkið „Stabat Mater" eftir Pergolesi. Flytjendur eru Ágústa Ágústsdóttir sópran, Þuríður Bald- ursdóttir alt, Stúlknakór Garðabæj- ar undir stjóm Guðfínnu Dóru Ólafsdóttur, orgel og strengjasveit. Sama verk verður flutt í Laugames- kirkju á föstudaginn langa kl. 20.30. Á páskadag verða sungnar hátíð- armessur kl. 8.00 árdegis og kl. 14.00. Annan páskadag verður að venju bamaguðsþjónusta kl. 11.00 fyrir hádegi. (Fréttatilkynning) Brúðuleikhús: Smjörbitasaga á sunnudögum BRÚÐULEIKHÚSIÐ Sögusvunt- an sýnir um þessar mundir Smjörbitasögu, eftir Hallveigu Thorlacius. Sýnt er í húsi Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, Fríkirlqu- vegi 11, á siuinudögum klukkan 15. Brúðuleikurinn fjallar um Smjör- bita litla og hundinn hans, Gullin- tanna, sem margir þekkja úr fslenskum ævintýrum. Miðar em seldir að Fríkirkjuvegi 11, kjallara, frá klukkan 13 á sunnudögum. VERÐBRÉFAÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.