Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 75 Mmning: Georg Skæríngsson, Vestmannaeyjum Fæddur 30. ágúst 1915 Dáinn 16. mars 1988 í dag kveðjum við hinstu kveðju afa okkar, Georg Skæringsson, en hann lést á Vífilsstaðaspítala þann 16. mars síðastliðinn. Afí var fædd- ur 30. ágúst 1915 á Rauðafelli" undir Austur-Eyjaijollum og ólst hann þar upp. Foreldrar hans voru Skæringur Sigurðsson og Kristín Ámundadóttir, áttu þau hjón 14 böm. Aðeins 14 ára missir hann móður sína úr berklum. Eftir það dvelst hann tímabundið á Borg undir Eyja- fjöllum. Sautján ára gamall fer hann á vertíð til Vestmannaeyja en vinnur sem kaupamaður á sumrin. Sumarið 1937 gerðist hann kaupa- maður í Bala í Þykkvabæ og kynn- ist þar eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbám Sigurðardóttur frá Háa- rima í Þykkvabæ. Á ámnum 1937—1938 fara þau til Vestmannaeyja á vertíð, hann sem aðgerðarmaður í fiskvinnslu en hún sem vinnukona. Þau giftust síðan 19. maí 1939 og þá um haustið flytja þau til Vestmannaeyja. Hófu þau fyrst búskap á Reykjum síðan Hvammi og Steinholti en keyptu síðan Veg- berg árið 1945 og hafa þau búið þar síðan. Hluta æfí sinnar vann hann við ýmis smíðastörf, bæði bátasmíðar og húsasmíðar, en síðustu 23 árin starfaði hann sem húsvörður við Bamaskólann í Vestmannaeyjum. Amma og afi eignuðust 8 böm, þau em: Kristín, fædd 1939, gift Ólafi Sveinbjömssyni, Sigurður, fæddur 1941, kvæntur Fríðu Ein- arsdóttur, Þráinn, fæddur 1943, kvæntur Svövu Jónsdóttur, Skær- ingur, fæddur 1944, kvæntur Sig- rúnu Óskarsdóttur, Vignir, fæddur 1946, en hann lést 1968, Sigmar, fæddur 1950, kvæntur Eddu Ang- antýsdóttur, Guðfinna, fædd 1950, gift Óskari Kristinssyni. Yngstur er Ingimar Heiðar, fæddur 1960, kvæntur Hjördísi Amardóttur. Þegar við minnumst afa okkar kemur upp í hugann þær stundir á Vegbergi er hann sat með okkur í fanginu þegar við vomm lítil, mgg- aði og söng okkur í svefn eða sagði okkur skemmtilegar sögur en frá- sagnarhæfíleiki hans var lifandi og skemmtilegur. Við voram ekki göm- ul þegar við byijuðum að fara með afa að heyja eða sýsla eitthvað annað í tengslum við kindumar. Þetta var alltaf yndislegur tími og eftirminnilegur þegar við eldumst. Við viljum því þakka fyrir það að hafa fengið að alast upp í návist hans, því minningamar iifa í hjört- um okkar. Við biðjum góðan guð að blessa ömmu okkar, böm þeirra og aðra aðstandendur á sorgarstundu og megi minningin um afa veita okkur öllum styrk. Jón Ingi, Sigurbára og Adda. Maður er manns gaman segir máltæki sem kemur í hugann, er minnast skal Georgs Skæringssonar, því þannig var hann, kátur og gam- ansamur. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag kl. 14. Hann fæddist að Rauðafelli í Austur-Eyjafjallahreppi, Rangár- vallasýslu. Foreldrar hans vom Kristín Ámundadóttir frá Bólu í Holtahreppi (nú í Djúpárhreppi), Rangárvallasýslu og Skæringur Sig- urðsson frá Rauðafelli. Þau eignuð- ust 14 böm, þar af fæddist eitt and- vana, en hin em í aldursröð: Sigríð- ur sem dó ung. Sigurþór, fyrram bóndi í Rauðafelli, A-Eyjafjöllum, nú verkamaður í Þorlákshöfn, kvæntur Bergþóm Auðunsdóttur frá Efrihóli, V-Eyjafjöllum, hún er nú látin. Aðalbjörg, húsmóðir í Reykjavík, gift Hermanni Guðjóns- syni verkamanni frá Roðgúl á Stokkseyri. Einar verkamaður, fyrr- um í Vestmannaeyjum, nú í Reykjavík, kvæntur Guðríði Kon- ráðsdóttur frá Hellissandi. Ásta Ragnheiður, verkakona í Reykjavík. Þá tvíburabræðumir: Georg (sem hér er minnst), verkamaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Sigurbám Júlíu Sigurðardóttur frá Háarima í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, og Baldvin smiður, fyrram í Vest- mannaeyjum, nú í Mosfellsbæ, kvæntur Þómnni Elíasdóttur frá Bala í Þykkvabæ. Jakob, verkamað- ur í Reykjavík, kvæntur Rósu Þor- steinsdóttur frá Siglufirði, en þau em bæði látin. Anna saumakona, fyrmrn í Vestmannaeyjum, síðar í Reykjavík, hún er nú látin. Rútur, smiður í Vík í Mýrdal, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur frá Skagnesi í Mýrdal. Guðfinna sem dó ung. Guðmann, smiður í Hafnarfirði, nú starfsmaður hjá ÍSAL, kvæntur Ósk Alfreðsdóttur frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum. Kristinn, skóg- fræðingur hjá Skógrækt ríkisins, býr í Kópavogi, kvæntur Þorbjörgu Jó- hannesdóttur frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Foreldrar Georgs vom búandi hjón á Rauðafelli, þar ólst hann upp við algeng sveitastörf og byrjaði snemma að hjálpa til \dð búskapinn svo sem þá var altítt. Á unga aldri var hann í vinnumennsku á Stóra- borg, A—Eyjafjöllum, hjá systmnum Sigríði og Helgu Sigurðardætmm og foreldmm þeirra. Þar var hann í nokkur ár samfellt og hélt jafnan tryggð við þá fjölskyldu síðan. Frá árinu 1933 vann Georg á vertíðum í Vestmannaeyjum, en var annars heima á Rauðafelli við búskapar- störf. Snemma kom fram að hann var mjög laghentur við smíðar svo sem bræður hans fleiri og vorið 1937 fór hann til Reykjavíkur þeirra er- inda að komast í trésmíðanám. Vegna kreppurinar sem þá var í al- gleymingi tókst það ekki. Réðst hann þá í tvö ár sem vinnumaður til Elías- ar Nikulássonar bónda á Bala í Þykkvabæ og síðar á bæjunum Háa- rima og Borgartúni í sömu sveit. Er í'Þykkvabæinn kom, mun Ge- org fljótlega hafa litið augum heima- sætuna yngstu í Háarima og varð honum þá að orði við mann sem með honum var, að þetta væri konu- efriið sitt. Þar reyndist hann sann- spár og 19. maí 1939 vom þau gef- in saman að Holti, A-Eyjafjöllum, af séra Jóni M. Guðjónssyni. Um sumarið vom þau saman í vinnu- mennsku að Hábæ í Þykkvabæ, en um haustið lá leið þeirra til Vest- mannaeyja, þar sem þau fengu inni í húsinu Reykjum og stofnsettu þar heimili. Þetta haust var erfitt ungum hjónum . að hefja búskap, jafnt í Vestmannaeyjum em víðar. Georg fékk atvinnubótavinnu hjá Vest- mannaeyjabæ í eina viku um haus- tið, síðan var óvissa framundan. Um það leyti veiktist húsbóndinn á Kirkjubæ og varð sonur hans að fylgja honum til Reykjavíkur til lækninga. Vantaði þá mann til að sjá um kýmar í Kirkjubæ og varð þetta nú eina atvinnan sem Georg hafði fram að vertíð 1940. í lok þeirrar vertíðar, hinn 10. maí, var Island hemumið af Bretum og hófst þá nýr kapítuli í atvinnusögu Islend- inga. Englandssiglingar með ísaðan fisk jukust stórlega, þar eð Bretar hættu sjálfir fiskveiðum meðan styijöldin geisaði. Gott og hækkandi verð fékkst fyrir fiskinn og atvinnu- vegimir lifnuðu við úr dróma kreppuáranna. Nú tóku við betri tímar og ungu hjónin fluttist vorið 1940 í kjallaraí- búð að Hvammi í Vestmannaeyjum. Hugur Georgs hneigðist ávallt til sveitabúskapar og keypti hann sér nú nokkrar ær, sem hann hafði í skúr hjá Hvammi. Upp frá því hafði hann alltaf nokkrar kindur sér til mikils yndisauka. í Hvammi bjuggu þau í tvö ár og síðan í Steinholti í þijú ár. Þaðan fluttu þau 1945 að Vegbergi í Vestmannaeyjum, er þau keyptu neðri hæð þessa húss, sem átti eftir að hýsa þau upp frá því. Fjölskyldan fór stækkandi og 1955 kaupa þau einnig efri hæð og ris hússins og byggðu svo við það árið 1960. Húsinu fylgdi stór geymslu- skúr þar sem Georg dundaði við smíðar í frístundum. Síðustu tuttugu árin hefur Skæringur sonur hans, sem lærði húsasmíði, haft þar trésmíðaverkstæði. Fyrstu árin í Vestmannaeyjum vann Georg aðallega við fiskverkun, síðan í mörg ár við skipasmíðar hjá Gunnari Marel og man ég hve vel hann lét af kynnum sínum við hann. Nokkur ár var hann í húsasmíðum hjá Einari Sæmundssyni og rúmt ár í verkamannavinnu hjá Vestmanna- eyjabæ. Frá vori 1964 til dauðadags starfaði hann sem húsvörður hjá Bamaskóla Vestmannaeyja. Eftir að Georg fluttist að Veg- bergi, fékk hann leyfi nágranna síns í Oddhóli, sem er næsta hús við, til að hafa kindur sínar í kofa á lóð hans. Var þá ávallt farið með kind- umar út í Elliðaey og hafðar þar' yfir sumarið. Nú rúm tuttugu síðustu árin hafði Georg haft aðsetur fyrir kindur sínar úti í Stórhöfða allt árið um kring, seinni árin í félagi við Sigurð son sinn. Eins og fyrr grein- ir vom kindurnar líf og yndi Ge- orgs, út í Höfða fór hann að jafnaði annan hvem dag og margar aukaf- erðimar. Um sauðburðinn fór hann nokkmm sinnum á dag frá því eld- snemma á morgnana þar til seint á kvöldin og vom yngri barnabömin oft með í þeim fömm. Þau Georg og Bára, eins og hún er oftast kölluð, eignuðst átta böm, sem öll em fædd í Vestmannaeyjum, og em sjö þeirra á lífi, öll búsett í Vestmannaeyjum: Kristín f. 14. nóvember 1939, umboðsmaður Bmnabótafélags ís- lands, gift Ólafi Sveinbjömssyni múrara. Sigurður f. 1. mars 1941, skipstjóri, kvæntur Fríðu Einars- dóttur (Olafssonar frá Búðarfelli í Vestmannaeyjum). Þráinn fæddur 20. nóvember 1942, skrifstofustjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, kvæntur Svövu Jónsdóttur frá Látr- . um í Vestmannaeyjum. Skæringur* f. 2. maí 1944, húsasmiður, nú skrif- stofumaður hjá Esso, kvæntur Sigr- únu Óskarsdóttur frá Reykjavík. Vignir f. 6. maí 1946, stúdent frá Laugarvatni, d. 25. apríl 1968. Guð- finna f. 1. apríl 1950, húsmóðir, gift Óskari Kristinssyni skipstjóra frá Borgarfirði eystra, og Sigmar f. 1. apríl 1950, verslunarstjóri í Tangan- um, kvæntur Eddu Angantýsdóttur (Elíassonar skipstjóra og hafnsögu- manns í Vestmannaeyjum). Ingimar Heiðar f. 12. maí 1960, bílstjóri hjá Heildverslun Karls Kristmanns, kvæntur Hjördísi Ingu Amarsdóttur (Ingólfssonar jámsmiðs í Vest- mannaeyjum). Georg var farsæll maður í ein- kalífi og þau hjón lánsöm með böm sín. Fjölskyldan er mjög samheldin eins og glögglega kom fram í gosinu á Heimaey í janúar 1973. Þann vet- ur hófust náin kynni mín af Georg og Bám, sem þá dvöldust hjá tengdaforeldmm minum að Vatn- skoti í Þykkvabæ. Fylgdi þeim fersk- leiki og glaðværð sem smitaði út frá sér og kynntist ég því enn betur síðar sem gestur á heimili þeirra í Vest- mannaeyjum. Georg var raungóður og hjálpsamur og reyndist vel tengdaforeldmm mínum. Heilsu Ól- afs tengdaföður míns, bróður Bám, yar þá tekið að hraka og að ýmsu þurfti að dytta. Meðan á dvölinni í Þykkvabæ stóð var sífellt rætt um að komast aftur til Eyja. Var Georg sem unglingur í þeim umræðum öll- um, logandi af áhuga og efaðist aldr- ei um að Eyjamar byggðust upp að nýju, þó illa horfði um tíma. Um sumarið 1973 fóm þau Georg og Bára aftur til Eyja svo fljótt sem auðið var og unnu þar fram á haust við að hreinsa bamaskólann. Hinn 9. september um haustið vom þau alflutt aftur til Eyja með allt sitt dót og öll þeirra böm fluttust einnig fljótlega aftur til Eyja. Eg er einn þeirra sem ekki komu til Eyja fyrr en eftir gos, en á þaðan góðar minningar, sérstaklega frá Vegbergi, því þar gisti ég jafnan. Gestagangur er þar mikill og samko- mustaður fjölskyldunnar. Þar hittast bömin og þó sérstaklega bamabörn- in sem mjög sóttust. eftir návist afa og ömmu. Eftir að þau eignuðust allt húsið bjó oftast eitthvert bam þeirra á neðstu hæðinni og síðan bamaböm. Oft vom umræður fjömgar í eld- húsinu á Vegbergi. Georg var glett- inn og spaugsamur og lífgaði upp mannlífið í kringum sig. Vel naut hann sín með nokkra viðmælendur af veikara kyninu í kringum sig, lét þá margt spaugsamt fjúka og ekki vissi ég til að honum yrði orða vant, þó við margar væri að kljást. Georg gat einnig verið harður í hom að taka ef því var að skipta og hrein- skiptinn var hann, sagði viðmælanda sínum skoðun sína umbúðalaust. Georg kenndi sér fyrst meins árið 1961 og var þá fluttur meðvitundar- laus til Reykjavíkur vegna mein- semdar í höfði. Átti hann í þeim veikindum í um það bil ár og komst til sæmilegrar heilsu á ný. Hann veiktist aftur í október 1987 og lá á sjúkrahúsi í Vestmannaeyjum. Hinn 1. febrúar síðastliðinn var hann fluttur suður á Vífilsstaðaspítala, þar sem hann lést 16. mars. Að lokum sendum við hjónin Bám og börnunum innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim guðs bless- unar. Megi minningin um Georg lifa í hjörtum okkar. Helgi Hauksson í dag, laugardaginn 26. mars, er til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Georg Skær- ingsson, húsvörður Bamaskóla Vestmannaeyja. Georg var fæddur hinn 30. ágúst 1915 á Rauðafelli undir Austur- Eyjafjöllum, sonur hjónanna Kristínar Ámundadóttur og Skær- ings Sigurðssonar sem þar bjuggu. Ekki þarf að efa að í stómm systkinahópi hafi oft verið glatt á hjalla og snemma farið að taka til hendi eins og enn er títt í sveitum landsins. Sú vinnusemi sem Georg varð töm strax á unga aldri varð hans aðalsmerki alla tíð og féll honum sjaldan verk úr hendi meðan heilsan leyfði. Hinn 17. maí 1939 kvæntist Georg eftirlifandi eiginkonu sinni, Bám Sigurðardóttur, og sama ár fluttu þau til Vestmannaeyja þar sem heimili þeirra hefur staðið upp frá því. Georg og Bára vom á margan hátt ólík, hann funi að skapsmun- um, ör til orðs og æðis en hún ein- hver jafnlyndasta manneskja sem ég hef fyrir hitt e* jafnframt mjög dul og flíkar ógjaman tilfinningum sínum. Hjónaband þeirra varð samt hið farsælasta og taldi Georg það jafnan hafa verið sína mestu gæfu í lífinu að eiga Bám að lífsfömnaut. Georg og Bára eignuðust átta böm. Era sjö þeirra á lífi og búa öll í Vestmannaeyjum. Blómábúöin vor Aiistuiveri Stmi 84940 Sendum blóm Visa- og Euro-þjónusta ígegnum síma. Ekkiveit ég hve bama- og bama- bamabömin em orðin mörg en að jafnaði vom mörg þeirra í heimsókn hjá afa og ömmu á Skólavegi 37 hvenær sem maður kom þangað. Kynni okkar Georgs hófust er ég og fjölskylda mín og fjölskylda Kristínar, dóttur hans, og Olafs Sveinbjömssonar hófum húsbygg- ingar hlið við hlið í Lyngbergstún- inu þar sem nú em húsin nr. 71 og 73 við Illugagötu. Þær vom ófáar vinnustundimar sem Georg átti í þessum húsbygg- ingum og skipti þá ekki alltaf máli hver var að byggja hvað þegar ein- hver var hjálparþurfi. Þá sem oftar kom það sér vél að Georg var bæði lagtækur og vanur alls kyns smíðum og ávallt reiðubúinn að rétta okkur hjálpar- hönd, Mstráklingunum“ sem vomm að burðast við að byggja. Þó við Georg yrðum.þama góðir kunningjar bundumst við ekki vin- áttuböndum fyrr en leiðir okkar lágu saman árið 1966 er ég tók við stjóm Bamaskóla Vestmannaeyja þar sem hann var húsvörður. Upp frá því vomm við vinir og áttum margar ánægjustundir sam- an. Á heimili hans og Bám kom ég oft og reglulega og fann að ég var ætíð velkominn hvenær sem var og hvemig sem á stóð. Aldrei skyldi ég það fyllilega, þó ég nyti þess, hvemig Bára fór að því að taka á móti öllum þeim fjölda sem stundum kom boðinn eða óboð- inn í kaffi. Hvemig sem á stóð tók hún á móti öllum með sama ljúfa yfírbragðinu. Alltaf var nóg á könn- unni og borðið hlaðið góðmeti sem enginn stóðst. Oft var glatt á hjalla við kaffi—» borðið og margt um manninn. í þeim hópi var Georg glaðastur allra og oftar en ekki einnig háværastur þegar deildar meiningar urðu um menn og málefni. Enginn fór í grafgötur með það hvaða skoðun Georg Skæringsson hafði á hlutunum og þeir vom jafn- an nefndir réttum nöfnum án skrautumbúða. Öll störf sín við Bamaskóla Vest- mannaeyja rækti Georg af mikili alúð og samviskusemi og ekki minn- ist ég þess að hann hafí nokkum tfma gengið frá verki án þess að leysa það. Þá kom það sér vel að hafa lagt gjörva hönd á margt. Georg átti við vanheilsu að stríða um árabil en virtist hin síðari ár vera kominn yfír þau veikindi. Fyrir nokkmm vikum veiktist hann á ný og var þá fluttur á Vífilsstaði. Seinast er ég heimsótti hann þangað virtist allt vera á góðri leið og hann bjó sig til ferðar heim til Eyjá. Þess vegna kom skyndilegt andlát hans öllum f opna skjöldu. Minn góða vin kveð ég með orð- um skáldsins er segir: „Sofðu vært hinn sfðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Verði Drottinn vilji þinn vér oss fyrir honum hneigjum; hvort vér lifum eða deyjum, verði hann oss velkominn." (Vald. Briem.) Þér, elsku Bára mín, Kristínu og öðmm ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur og blessa. Reynir Guðsteinsson Blóma- og 9 skreytingaþjónusta ™ hvert sem tilefmó er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álíheimum 74. sími 84200 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.