Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Minning: Sólrún Vilhjálms- dóttir, Keflavík Fædd 10. október 1905 Dáin 20. mars 1988 Afasystir mín, Sólrún Vilhjálms- dóttir, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur að kvöldi 20. mars sl. á 83. aldurs- ári. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu ár og því kom and- látsfregn hennar ekki á óvart. Með þessari öðlingskonu er genginn sterkur og hrífandi persónuleiki sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum. Sólrún fæddist í Keflavík 10. október 1905, dóttir hjónanna Vil- hjálms Bjarnasonar sjómanns og Guðnýjar Magnúsdóttur. Hún var fímmta í röðinni ef ellefu systkin- um. Aðeins þijú þeirra lifa enn: María, Þórarinn og Guðný Kristín. Rúna, eins og hún var alltaf köll- uð, var fímm ára þegar hún var send í fóstur til móðursystur sinnar og nöfnu, Sólrúnar Magnúsdóttur, og Þórðar Þorkelssonar, eigin- manns hennar. Þau reyndust henni mjög vel og leit hún alltaf á þau sem aðra foreldra sína. Hún eignað- ist einn fósturbróður, Halldór að nafni. Var hann sonur Þórðar frá fyrra hjónabandi — en hann missti fyrri konu sína af bamsburði. Halldór atti, líkt og Rúna, heima í Keflavík alla tíð. Hann var tré- smiður og starfaði við þá iðn þar til hann lést árið 1958. Hann lét eftir sig eiginkonu og fjögur börn sem öll eru búsett í Keflavík. Mikil vinátta var með þeim Rúnu og Halldóri og talaði hún oft um hann sem „besta" bróður sinn. Rúna giftist eftirlifandi manni sínum, Pétri Benediktssyni, 14. október 1944. Hann er ættaður úr Ámeshreppi á Ströndum. Hún átti þá fyrir tvítugan son, Hilmar. Svo hörmulega vildi til að hann lést af slysförum fjónun árum síðar. Ekki þarf að lýsa því með orðum hvað þessi missir var þeim báðum sár, Rúnu og Pétri. Fleiri urðu bömin ekki. Rúna var bæði glaðlynd og fé- lagslynd að eðlisfari. Hún starfaði í áratugi fyrir slysavamadeild kvenna í Keflavík og söng með kirkjukómum í næstum hálfa öld — eða 49 ár. Það var ekki lítið starf sem hún lagði af mörkum í þágu kristni og kirkju. Gmn hef ég um að hún hafí viljandi ekki . fyllt fimmta áratuginn, þó að það hafí kannski verið freistandi, til að vekja ekki athygli á þessu langa og mikla starfí sem henni þótti svo sjálfsagt að inna af hendi. Þær vom ófáar messumar sem hún söng við, svo að ekki sé minnst á jarðarfarimar. Og ekki var hlutur eiginmannsins neitt minni því hann ók henni alltaf til og frá kirkju og studdi hana í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Rúna er eina systkini Þórarins, afa míns, sem ég hef kynnst. Hilm- ar Þórarinsson, frændi minn og vin- ur, talaði mikið um þau Pétur þeg- ar ég, Sandarinn, var á ferð í bæn- um sem strákur og gisti heima hjá honum. Mér fannst hún væri „stærri" frænka fyrir það hvað hún var nátengd Hilmari. Hann leit nefnilega á þau Pétur sem nokkurs konar ömmu og afa, heimsótti þau stundum til Keflavíkur og fór með þeim í sumarbústaðinn þeirra í Mið- fellslandi í mörg sumur. Hann er skírður eftir syni Rúnu — og það hefur treyst vináttu þeirra. Rúna og Pétur áttu gott með að vinna hylli bama því að það stafaði svo mikilli hlýju og vinsemd frá þeim. Það er dálítið skrýtið að geta ekki lengur talað um þau Rúnu og Pétur í nútíð. Þau voru eins og óaðskiljanlegur hluti hvort af öðru, alltaf saman. Ég sá þau aldrei hvort í sínu lagi. Mikill og gagnkvæmur kærleikur ríkti milli þeirra. Það fór ekki framjá neinum. Pétur hugsaði einstaklega vel um Rúnu síðustu ár þegar heilsu hennar fór að hraka og hún var hjálparþurfi heim við. Hann lét af störfum til að geta verið meira heima hjá henni og síðustu tvö ár vék hann aldrei frá henni að heitið gat. Svo sannarlega dáðist maður að allri þeirri um- hyggju og þrautseigju sem hann sýndi þegar mest á reyndi. Þeir ein- ir, sem hafa setið hjá ástvini sem þrotinn er að kröftum, vita í raun hvað það er erfítt. Þó að okkur fínnist í fljótu bragði höfundur lífsins vera miskunnar- laus að klippa á vináttu hjóna sem auðgað hafa hvort annars líf í nær hálfa öld getum við þó þakkað hon- um fyrir að hafa gefið þeim að lifa í hamingjuríku hjónabandi allan þennan tíma. Það er svo miklu meira en mörgum öðrum er gefíð. í dag verður Rúna jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. Rödd hennar er hljóðnuð og aðrir hafa tekið við í kirkjukómum. Þannig er þetta for- gengilega líf; sól rís, sól sest. Okk- ur er öllum ætlað að ganga í spor liðinna kynslóða. Fáir höfðu gert sér betur grein fyrir því en einmitt Rúna sem þekkti svo vel bæði sorg og gleði af störfum sínum í kirkj- unni. Eftir lifa bjartar minningar um sómakonu sem auðgaði líf sam- ferðamanna sinna með glaðlyndi sínu og kærleika. Hún er nú laus við helsi sitt og dvelst í nýjum heimi þar sem vegmóðum er fagnað með englasöng. Röðullinn rís fegurri en nokkru sinni fyrr í eldingu nýs dags og sest ekki aftur. Eilífa ljósið skín skærar en nokkru sinni fyrr. Ég votta Pétri samúð mína og bið Rúnu Guðs blessunar. Eðvarð Ingólfsson Að kvöldi sunnudagsins 20. mars sl. lést Sólrún í sjúkrahúsinu í Keflavík eftir 5 vikna sjúkralegu — hún var búin að vera sjúklingur í nokkur ár — en nú er hvfldin kom- in og þakklæti efst í huga eftir langa og farsæla ævi. Sólrún var fædd í Keflavík, dótt- ir hjónanna, Guðnýjar Magnúsdótt- ur og Vilhjálms Bjamasonar, en var alin upp í miklu ástríki móðursystur sinnar Sólrúnar Magnúsdóttur og Þórðar Þorkelssonar mafins hennar. Sólrún var æskuvinkona móður minnar og minntist hún oft á sam- vem „samlokanna" þriggja, en þær vom Rúna, Gunna og Milla, þá vom þær „stjömurnar" í Keflavík og mikið gaman að vera til, allar byijuðu þær ungar að syngja í kirkjukómum í Keflavíkurkirkju, Rúna og Gunna í sópran, en mumma í millirödd. Já, þær vom líka í Ungmennafé- laginu og störfuðu þar af krafti og margar myndir em til af ferðalög- um „austur yfír ijall“ sem farið var í með „boddý-bflum“ og allar vom stúlkumar klæddar upphlut- — þeirra tíma spariföt. Rúna eignaðist son, Hilmar, með Gunnari Sigurfínnssyni, indælan pilt sem dó langt um aldur fram aðeins 24 ára, það var þungur harmur fyrir Rúnu, en þá sem fyrr naut hún aðstoðar síns góða eigin- manns Péturs Benediktssonar, en þau giftu sig 14. október 1944. Þá upphófst hamingjuskeið Rúnu sem stóð í 44 ár — hjónaband þeirra var farsælt og gleðiríkt og gott var að koma á fallega heimili þeirra, sem þau vom svo samhent um að gera hlýtt, bjart og fagurt. Þegar heilsu Rúnu tók að hraka, hætti Pétur að vinna, svo hann gæti verið heima og létt undir njeð henni, þau áttu fallegan sumarbú- stað fyrir austan, sem var þeirra paradís og síðastliðið sumar gat hún notið þess að vera þar í 3 vikur og þaðan kom hún ánægð og hressari. En nú er hvfldin komin, langri farsælli ævi er lokið, nú er hún komin í vinahóp, búin að hitta Hilm- ar sinn aftur í nýjum heimkjmnum. Kæri Pétur, söknuður þinn er mikill, en minningin um góðan og ástríkan lífsföranaut mildar sárin. Guð blessi minningu Rúnu Vil- hjálms, hvfli hún í friði. Hanna Engill dauðans laut þér og ieysti þig úr böndum og leiddi þína sál inn í drottins helgidóm. (D.St.) Allir hræðast gestinn grimma, sem daglega gengur um kring með sigð sína, sem slyngur sláttumaður og slær allt hvað fyrir er. (H.P.) En þó geta aðstæður orðið slíkar, að honum megi fagna sem frels- andi engli, er hann loks birtist til að bera langþjáð jarðarbam í faðmi sér, yfír til landsins fagra og bjarta, þar sem hvers eins bíða nánir vinir og ættingjar að fagna hinum ný- komna, er hann stígur þar á land að lokinni hérvist. Eitt slíkt jarðarbam var að ljúka hér jarðvist sinni eftir langa og stranga sjúkdómsgöngu hin síðari ár. En það er næstum sama hvemig á stendur: Ávallt bregður okkur ónotalega við að heyra andlát góðs vinar eða ættingja, sem við höfum lengi átt samleið með á göngu lífsins. Sólrún Vilhjálmsdóttir andaðist sunnudaginn 20. mars sl. eftir fremur stutta en erfíða sjúkralegu á spítalanum í Keflavík. Foreldrar Sólrúnar vorji þau merkishjónin Guðný Magnúsdóttir frá Mel í Þykkvabæ, fædd 30. apríl 1873, og Vilhjálmur Bjamason frá Hjallakoti í Ölfusi, fæddur 3. des- ember 1867. Þau settust að í Keflavík. Vilhjálmur stundaði sjó- mennsku m.a. á skútum í allmörg ár frá Keflavík, en eftir að þau hjón fluttust alfarin til Reykjavíkur árið 1914 var hann einkum á togumm. Þeim varð ellefu bama auðið. Nokkur þeirra dóu á unga aldri, en þijú af systkinum Sólrúnar era enn á lífí. En þau em: Þórarinn ,nú á Hrafnistu í Reykjavík, María, bú- sett í Kópavogi og Guðný Kristín, búsett á Seltjamamesi. Þegar Sólrún var fímm ára göm- ul, fór hún til Sólrúnar Magnús- dóttur, móðursystur sinnar og manns hennar, Þórðar Þorkelsson- ar, sem áttu heima í Keflavík og ólst þar upp hjá þeim eftir það. Reyndust þau henni í öllu sem bestu foreldrar. Er hún hafði aldur til fór hún að stunda öll algeng störf,, svo sem háttur var dugandi og táp- mikilla unglinga á þeim ámm. Skóli lífsins varð þá sem jafnan að duga flestum, enda í reynd öðmm skólum haldbetri, er til iengdar lætur. Sólrún eignaðist son árið 1924, Hilmar Gunnarsson (Sigurfinnsson- ar). Ólst hann að öllu leyti upp hjá móður sinni, var í Reykholtsskóla og stundaði ýmsa atvinnu, en lést af slysförum árið 1948, aðeins 24 ára, og var það móður hans mikið áfall. Þann 14. október 1944 giftist Sólrún Pétri Benediktssyni, ættuð- um frá Hrauni í Ámeshreppi í Strandasýslu, hinum ágætasta manni (f. 2. ágúst 1918). Foreldrar hans vom þau hjónin Hallfríður Jónsdóttir, (f. 1887 d. 1946) föður- systir mín, frá Stóra-Ávík og Bene- dikt Sæmundsson (f. 1882 d. 1956) frá Ófeigsfirði, en þau fluttust frá Hrauni að Bimunesi og nokkm síðar að Litla-Árskógssandi við Eyjafjörð árið 1932, ásamt 5 böm- um sínum, sem þá vom sum nýkom- in á fullorðinsaldur. Ekki varð þeim Sólrúnu og Pétri bama auðið. Áður en á löngu leið hófu þau i byggingu eigin húss á Hringbraut 89 í Keflavík. Fluttu í það árið 1948 og hafa átt þar heima síðan. Mun Pétur að miklum hluta hafa byggt húsið með eigin höndum, utan jafnt sem innan og þar með gert það mögulegt að koma því upp, enda hagur mjög og ötull að hveiju sem hann hefur gengið. Um atvinnu Péturs er það helst að segja, að lengi framan af stund- aði hann sjómennsku frá Keflavík. Þar næst eignaðist hann vömbifreið og stundaði slíkan akstur um 10 ára skeið. Að þeim tímá liðnum tókst honum að eignast lítið físk- verkunarfyrirtæki í félagi við annan mann og höfðu þeir af því atvinnu sameiginlega um 17 ára skeið. Pét- ur seldi sinn hluta í fyrirtækinu um 1980. Þau Sólrún og Pétur munu hafa verið samhent í besta lagi, enda hefur heimili þeirra vitnað um fág- aðan smekk og umgengni alla. í garði þeirra kringum húsið hafa vaxið hinar fegurstu skrautjurtir (og nytjajurtir), sem borið hafa vitni frábærri umönnun og hlýjum hand- tökum húsráðenda, enda em blóm viðkvæmar vemr, sem þrífast því aðeins að vel sé um þau hugsað, og launa þá líka umönnunina því betur með ilmi sínum og heillandi litskrúði. Fjölmargar era þær • ánægju- stundir, sem við, Aðalheiður Tómas- dóttir, kona mín, höfum notið á heimili þeirra Sólrúnar og Péturs. Ávallt var þar fyrir hendi, sama glaðværðin og hjartahlýjan. Pétri skemmti okkur oft með harmóniku- leik, en Sólrún hafði mikið yndi af söng og lék á orgel, sem hún átti. I fjölmörg ár söng hún í kómum í Keflavíkurkirkju. Bæði vom þau hög í höndum og var ánægjulegt að skoða ýms útsaumsverk hennar og frá hans hendi útskomar mynd- ir og aðra smíðisgripi. Nokkrum sinnum nutum við hjónin frábærrar greiðasemi og hjálpar þeirra Sólrúnar og Péturs, sem ekki verður metin að fullu, heldur aðeins geymd en ekki gleymd, þótt ekki verði þau atvik talin hér. í Miðfellslandi við Þingvallavatn, byggðu þau sér snotran sumarbú- stað, og leituðu þangað jafnan á summm, og dvöldust þar um tíma, sér til tilbreytingar og andlegrar svölunar og heilsubótar í útsýninu fágra og íjallaloftinu tæra. Þangað komum við hjónin til þeirra eitt sinn og nutum hjá þeim indællar stundar á fögmm sólskinsdegi, og minn- umst við þess dags ávallt síðan með þakklæti. En mestu sólskinsstundir ævinn- ar eiga sér oftast endi og svo varð hér. Heilsa Sólrúnar tók að bila, og einkum hafa síðustu tvö árin verið henni erfið eftir að þjáningar- fullur sjúkdómur sótti hana heim. Hefur hún verið heima að mestu og notið ástríkis manns síns, sem hefur stundað hana með fórnfúsri og kærleiksríkri umhyggjusemi. Þessi þunga þraut er loks á enda mnnin, og veit ég, að nú hefur hún gengið inn í fögnuð meiri, en nokk- ur maður veit á landi því hinu fagra, sem allra góðra manna bíður bak við himins hylji, og þar sem ástvinir, fyrr famir, fínnast á ný og fagna endurfundum. Við hjónin vottum eftirlifandi eiginmanni Sólrúnar einlæga sam- úð okkar, sem og öllum nánustu viinum og aðstandendum. Ingvar Agnarsson + Hjartkær faðir minn og afi okkar, HILMAR NORÐFJÖRÐ loftskeytamaður og fv. deildarstjóri, Brávallagötu 12, andaöist í Landakotsspítala fimmtudaginn 24. mars. Steinunn Norðfjörð, Stella Marfa Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Guðmundsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, HAFSTEINN JÓNSSON, áður til heimilis að Snæfellsási 9, Hellissandi, lóst í Landspítalanum fimmtudaginn 24. mars. Ingveldur Sigurðardóttir, Sigurður Hafsteinsson, Vordfs Hafsteinsdóttir, Kristinn Hafstelnsson, Hafsteinn Hafsteinsson. + Bróðir ojckar, EGGERTPROPPÉ lést 24. mars. Útför hans fer fram frá kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 30. mars kl. 10.30. Kolbrún Proppé. Camilla Litster. Óttarr Proppé. Styrmir Proppé. Faðir okkar, + ' GUNNAR M. MAGNÚSS rithöfundur, er látinn. Maanús Gunnarsson. Gunnsteinn Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.