Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
fclk f
fréttum
Úr dan-
sópe-
runni
sem sýnd
verður
áfram
eftir
páskai
Mennta-
skólan-
umvið .
Hamrah-
Uð.
Morgunblaðið/Þorkell
FÉLAGSLÍF
Lagningardagar, dansópera og
Umhverfis jörðina í Hamrahlíð
Nemendur Menntaskólans við
Hamrahlíð virðast ekki láta
sér leiðast. í lok febrúar voru svo-
kallaðir Lagningardagar í skólan-
um. Þá leggst hefðbundið skóla-
starf niður og nemendur hafa sitt-
hvað annað fyrir stafni en að liggja
yfir bókum.
Dansópera var frumsýnd í hátí-
ðasal skólans, Miklagarði, föstu-
daginn 18. þessa mánaðar og næsta
sunnudag var leikritið Umhverfis
jörðina á áttatíu dögum frumsýnt
á sama stað. Emmháingar héldu
árshátíð síðastliðinn fimmtudag
með tilheyrandi skemmtun og dans-
leik. Daginn eftir lögðu þeir hraust-
ustu upp í skíðaferð til Dalvíkur.
Lagningardagar eru árviss við-
burður í M.H. þótt tilhögun þeirra
hafi verið með ýmsum hætti. Að
sögn ritara nemendafélagsins, Þor-
steins Stephensen, sem sat í undir-
búningsnefnd, bar nemendum ekki
skylda til að mæta í skólann á Lagn-
ingardögum í ár.
„Við kynntum dagskrána ekkert
fyrr en daginn áður en Lagningar-
dagar hófust," sagði Þorsteinn, „en
líklega hefur eitthvað kvisast út.
Að minnsta kosti var góð stemmn-
ing í skólanum og alltaf eitthvað
að gerast. Ótrúlegasta fólk tók þátt
í undirbúningi og heilmargir komu
í skólann á Lagningardögum."
Lagningardagar stóðu í þijá
daga, frá 24. til 26. febrúar. Fyrsta
kvöldið var fjölsótt skemmtun á
Miklagarði, annað kvöldið voru tón-
leikar í Norður-kjallara og Lagning-
ardagar enduðu með balli í skólan-
um.
Þorsteinn sagði kaffíhús á Mat-
garði hafa sett mikinn svip á þessa
daga. Þar voru tíðar uppákomur;
hljóðfæraleikur, ljóðaupplestur,
skákmót og rottuveðhlaup svo eitt-
hvað sé nefnt. Dulspakt fólk, fræði-
menn, leikarar og aðrir listamenn
heimsóttu M.H. Nemendur brugðu
sér í eróbik, Bláa lónið, Listasafnið,
leikhús og í sunnudagsbíltúr til
Hveragerðis.
í dansóperunni sem frumsýnd var
Emmháingar fylgjast með skylmingum á Lagningardögum.
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Útsendarar Kramhússins á
Lagninagrdögum kenndu nem-
endum að dansa flamengó.
á dögunum sýna fimm dansarar úr
M.H. hvað í þeim býr. Höfundur
dansa heitir Shirleen Blake, en
Eyþór Amalds samdi tónlistina.
Nemendur sáu um lýsingu og gerð
búninga. Sýningar á dansóperunni
hefjast að nýju í Menntaskólanum
við Hamrahlíð eftir páska.
Leikfélag M.H. setur upp leikritið
Umhverfis jörðina á áttatíu dögúm,
eftir frægri sögu Jules Veme, í leik-
gerð Bengt Ahlfors. Með aðalhlut-
verk fara Páll Óskar Hjálmtýsson,
Aðalbjöm Þórólfsson, Gunnar Páls-
son og Málfríður G. Gísladóttir.
Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð,
aðstoðarleikstjóri Brynhildur
Bjömsdóttir og sáu nemendur
Menntaskólans við Hamrahlíð um
búninga, leikmuni og ljós. Síðustu
sýninga.r á leikritinu eru nú um
helgina og hefjast þær klukkan
20.00.