Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 35 g3 - f4, 34. Kc2 - Kf6, 35. Kd3 - Kf5, 36. h5 - fxg-3, 37. fxg3 - Kg5, 38. Ke4 - Kxh5, 39. Ke5 - a5, 40. a4 - Kg5, 41. Kxe6 - Kg6, 42. Ke5 - Kg5, 43. Ke4 - Kg6, 44. Kf4 - Kf6, 45. Kxg4 - Kg6, 46. Kf4 - Kf6, 47. Ke4 - Ke6, 48. Kd4 og svartur gafst upp, því hann getur ekki komið í veg fyrir, að annað hvíta peðið kom- ist upp í borð og verði að drottningu. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Margeir Pétursson Drottningarindversk-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. a3 - Bb7, 5. a4 - d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. e3 Karl sneiðir hjá því afbrigði, sem mest hefur verið teflt undanfarin ár: 7. Dc2 — Be7, 8. e4 — Rxc3, 9. bxc3 — 0-0 o.s.frv. 7. — Rxc3, 8. bxc3 — g6 Þetta afbrigði varð vinsælt, þeg- ar Kortsnoj vann Kasparov með því í 1. einvígisskák þeirra í London 1983. 9. a4 - Bg7, 10. Ba3 - Rd7, 11. a5 - c5, 12. Bb5 - 0-0, 13. a6 - Bd5, 14. c4?! - Bxf3, 15. Dxf3 - cxd4!?, 16. Bxf8 Ekki gengur 16. Hdl — Rc5! (16. - He8?, 17. Dc6!), 17. exd4 - Bxd4, 18. Bb2 — e5 o.s.frv. Eftir 16. Bxd7 - Dxd7, 17. Bxf8 - Hxf8, 18. 0-0 - dxe3, 19. Hadl - exf2+ þarf svartur engu að kvíða. 16. - Re5, 17. De2?! Eftir 17. Ddl - Dxf8, 18. 0-0 - dxe3, 19. fxe3 — Dc5 hefur svartur góða stöðu fyrir skiptamuninn, sem hann fómaði. 17. - d3!?, 18. Bxg7 - dxe2, 19. Bxe5 - Dd3, 20. Bf6 Athyglisvert er, að ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch telur þá stöðu, sem nú er komin upp, unna fyrir hvít í skýringum frá 1985. Hvítur hefur mikla yfírburði í liðsafla, hrók og tvo biskupa fyrir drottningu, en kóngsstaða hans er slæm, og það setur strik í reikning- inn. Karl hafði þegar hér var kom- ið notað megnið af umhugsun- artíma sínum, en Margeir þekkti stöðuna, og gat loks, eftir þriggja ára bið, komið á framfæri árangri rannsókna sinna. 20. - e5!? Spumingin er, hvort ekki hefði verið betra fyrir Margeir að leika fyrst 20. — Dc2, t.d. 21. f4 — e5! 22. fxe5 (22. Bxe5 — Hd8 með sömu stöðu og í skákinni) — Db2, 23. e6! — Dxf6 og hvítur er í mikl- um erfíðleikum, t.d. 24. exf7+ — Dxf7, 25. Kxe2 - Df5! eða 24. Ha2 — Dh4+ eða 24, exf7+ — Dxf7, 25. Ha2 — Hf8 o.s.frv. 21, Bxe5? Karl gerir sé ekki grein fyrir hættum stöðunnar, enda umhugs- unartíminn orðinn lítill. Eftir 21. Hcl! kemur hvítur í veg fyrir áætlun svarts, D-c2-b2 og stendur þá mjög vel, t.d. 21. — Dd6, 22. Bxe5 — Dxe5,23. Kxe2 ásamt Hcdl o.s.frv. 21. - Hd8, 22. Bd4 - Dc2, 23. f4 - Hxd4!, 24. exd4 - Db2, 25. Ha4 111 nauðsyn því hvítur tapar strax eftir 25. Kf2? - elD+, 26. Kxel - Dxal+ ásamt 27. — Dxhl. 25, — Dcl+, 26. Kxe2 — Dxhl, 27. Bc6 Hvitur á tapað tafl, því menn hans eru óvjrkir og kóngsstaðan opin. í framhaldinu falla hvítu peð- in eitt af öðm, því hrókurinn kemst ekki í spilið vegna skákhótana svörtu drottningarinnar og biskup- inn verður bundinn við að valda hrókinn. 27. Dxh2, 28. Kf3 - Dh5+, 29. Ke3 - Dg4, 30. Bf3 Svartur hótaði 30. — De6+, 31. Be4 — f5 o.s.frv. 30. - De6, 31. Kd3 - Df5+, 32. Ke3 - Dc2 Nú verður hvítur að valda hrók- inn vegna hótana svörtu drottning- arinnar. 33. Bc6 - h5, 34. g3 - Dc3+, 35. Kf2 - Dxd4, 36. Kg2 - Df6, 37. Bb5 - Db2+, 38. Kh3 - Kg7, 39. Bc6 - Kh6, 40. c5 - Dc2 Tímahraki hvíts er lokið og hann gafst upp, þegar hann hafði um stund virt fyrir sér þessa vonlausu stöðu. Hann á minna lið og að auki er kóngur hans kominn í óþægilega stöðu (svartur hótar f7-f6, g6-g5 og g5-g4+). Tengsl vinnuskilyrða og hjartasjúkdóma Kyrrsetu-, vakta- og ákvæðisvinna getur valdið hj artasj úkdó mum VISSAR vinnuaðstæður leiða öðrum fremur til hjartasjúk- dóma og dauða, ef marka má úttekt danska félagsfræðingsins Tage Söndergaard Kristensen, á niðurstöðum rannsókna, sem gerðar voru á því hvort ákveðin vinnuskilyrði kunni að valda hjartasjúkdómum. Frá þessu er greint í Fréttabréfi um vinnuvernd. Þar segir, að hjarta- og æðasjúkdómar séu al- gengasta dánarorsök í Danmörku, eins og á íslandi. í skýrslu félags- fræðingsins segir, að sex algengir álagsþættir í starfsumhverfi geti leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Þessir þættir em kyrrsetuvinna, vaktavinna, tilbreytingarlaus álags- vinna, nauðugar reykingar, hávaði og blý. I úttekt sinni lítur félags- fræðingurinn til 1000 skýrslna, en af þeim stóðust 477 kröfur um vísindaleg vinnubrögð. Varðandi kyrrsetuvinnu og til- breytingarlausa álagsvinnu segir félagsfræðingurinn að læknisfræði- legar rannsóknir hafi sýnt fram á mjög náið samband þess konar vinnu og hjartasjúkdóma. Þá segir hann nokkuð ömggar heimildir fyr- ir samhengi milli ‘hjartasjúkdóma og hávaða, vaktavinnu, blýs, tó- baksreyks, kobolts og arseniks. Engin staðfesting hafi hins vcegar fengist á því, hvort það að vinna ámm saman í kadium eða kolsýr- ingi leiði til hjartasjúkdóma. Þá heldur Tage Söndergaard Kristensen því fram, að ætla megi að vinna í tóbaksreyk auki hættu á hjartasjúkdómum um 50%, en vaktavinna um 40%. Hann telur unnt að koma í veg fyrir 7% af hjarta- og æðasjúkdómum með því að leggja niður vaktavinnu og aðra vinnu sem unnin er utan dagvinnu- tíma. Þá leggur hann áherslu á, að grípa verði til forvarnaraðgerða í starfsumhverfi ef Danir eigi 'að standa við gefin loforð um að ná markmiðum Alþjóða heilbrigðis- ráðsins um heilbrigði allra árið 2000. Þar á meðal er það markmið að lækka tíðni hjartasjúkdóma um 15% hjá fólki undir 65 ára aldri. Sérstök þörf er talin á slíkum að- gerðum’hjá vissum áhættuhópum, s.s. bílstjórum, sjómönnum, iðn- verkafólki, starfsfólki hótela og veitingastaða og vaktavinnufólki. Félagsfræðingurinn fullyrðir, að einungis sé hægt að skýra helming hjarta- og æðasjúkdómatilfella með persónubundnum lífsstíl einstakl- ingsins og erfðum. Áhrif starfsum- hverfis verðskuldi meiri athygli. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Tillögur um endurbætur á ammoníaksgeyminum Búið að skipa úttektarnefnd ríkisstjórnarinnar STJÓRNENDUR Áburðarverk- smiðju rikisins munu gera tillög- ur til borgaryfirvalda um bráða- birgðaendurbætur á ammoníaks- geymi verksmiðjunnar í þeim til- gangi að fá leyfi til að geyma í honum lágmarksmagn af inn- fluttu ammoníaki á meðan verið er að undirbúa og byggja nýjan kældan ammoniaksgeymi. Komu þessar hugmyndir m.a. til tals á fundi stjómar verksmiðjunnar með Davíð Oddssyni borgar- stjóra og öðrum fulltrúum Al- mannavarnanefndar Reykjavík- ur sem haldinn var í Gufunesi á fimmtudagsmorgun. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra hefur skipað nefnd til að gera athugun á þjóðhagslegri hagkvæmni verksmiðjunnar i samræmi við samþykkt ríkis- stjómarinnar. t nefndinni em Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem er formaður, Vilhjálmur Egilsson og Kristinn Magnússon. Áburðarverksmiðjan hefur feng- ið leyfí hjá borgaryfírvöldum til að flytja inn ammoníak í lágmarks- skömmtum fram á vor, en óvissa er með framhaldið því borgaryfir- völd hafa farið fram á að notkun núverandi geymis verði hætt. Stjómendur Aburðarverksmiðjunn- ar segja að lokun geymisins muni leiða til mikilla erfíðleika í dagleg- um rekstri og stórfellds fjárhags- legs tjóns. Segja þeir að ef ekki verður flutt inn neitt ammoníak á næstu 12 mánuðum myndi fram- leiðsla verksmiðjunnar dragast saman um 7 þúsund tonn og þessi samdráttur leiða til þess að fram- leiðsfukostnaður þess áburðar sem áfram yrði framleiddur hækkaði um 10-12%. Þeir segja líka að sú afstaða borgaryfírvalda að rétt sé að fresta því að taka afstöðu til heimildar til að byggja nýjan, kældan geymi, þar til niðurstöður hagkvæmnisathug- unar liggi fyrir, gæti orðið Áburðar- verksmiðjunni dýrkeypt. Telja þeir að þetta geti ■ dregið byggingu geymisins á langinn og ef verk- smiðjunni yrði jafnframt gert að draga svo mjög úr framleiðslu sinni að stórfellt tap yrði á rekstri henn- ar um lengri tíma væri hætt við að það hefði mjög neikvæð áhrif á niðurstöðu hagkvæmnisathugunar- innar. Á blaðamannafundi sem stjórn- endur verksmiðjunnar héldu kom fram að þeir telja eðlilegt að borgar- ráð taki afstöðu til byggingar nýs ammoníaksgeymis út frá öryggis- sjónarmiðum en það sé eiganda verksmiðjunnar að meta þjóðhags- lega hagkvæmni hennar og ákveða fjárfestingar. ajon!>a»+ Stófenofan' Femund Hollofil fylling + 25° C — + 8° C Þyngd 1.800 gr. Ranther 3 Verð 5.680,- 65 ,(trar Igloo Þyngd 1.800 gr. Hollofil fylling Verð 5.490,- + 25° C — + 15° C Jaguar S 75 Þyngd 2.000 gr. 75 |(trar Verð 6.790,- Þyngd 1.800 gr. Verð 7.490,- Skátabúdin - skarar framúr. 72 lítrar Þyngd 1.400 gr. Verð 3.590,- SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 Tramp 8 Hollofil fylling + 25° C - + 5° C Þyngd 1.700 gr Verð 4.890,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.