Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 35

Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 35 g3 - f4, 34. Kc2 - Kf6, 35. Kd3 - Kf5, 36. h5 - fxg-3, 37. fxg3 - Kg5, 38. Ke4 - Kxh5, 39. Ke5 - a5, 40. a4 - Kg5, 41. Kxe6 - Kg6, 42. Ke5 - Kg5, 43. Ke4 - Kg6, 44. Kf4 - Kf6, 45. Kxg4 - Kg6, 46. Kf4 - Kf6, 47. Ke4 - Ke6, 48. Kd4 og svartur gafst upp, því hann getur ekki komið í veg fyrir, að annað hvíta peðið kom- ist upp í borð og verði að drottningu. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Margeir Pétursson Drottningarindversk-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. a3 - Bb7, 5. a4 - d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. e3 Karl sneiðir hjá því afbrigði, sem mest hefur verið teflt undanfarin ár: 7. Dc2 — Be7, 8. e4 — Rxc3, 9. bxc3 — 0-0 o.s.frv. 7. — Rxc3, 8. bxc3 — g6 Þetta afbrigði varð vinsælt, þeg- ar Kortsnoj vann Kasparov með því í 1. einvígisskák þeirra í London 1983. 9. a4 - Bg7, 10. Ba3 - Rd7, 11. a5 - c5, 12. Bb5 - 0-0, 13. a6 - Bd5, 14. c4?! - Bxf3, 15. Dxf3 - cxd4!?, 16. Bxf8 Ekki gengur 16. Hdl — Rc5! (16. - He8?, 17. Dc6!), 17. exd4 - Bxd4, 18. Bb2 — e5 o.s.frv. Eftir 16. Bxd7 - Dxd7, 17. Bxf8 - Hxf8, 18. 0-0 - dxe3, 19. Hadl - exf2+ þarf svartur engu að kvíða. 16. - Re5, 17. De2?! Eftir 17. Ddl - Dxf8, 18. 0-0 - dxe3, 19. fxe3 — Dc5 hefur svartur góða stöðu fyrir skiptamuninn, sem hann fómaði. 17. - d3!?, 18. Bxg7 - dxe2, 19. Bxe5 - Dd3, 20. Bf6 Athyglisvert er, að ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch telur þá stöðu, sem nú er komin upp, unna fyrir hvít í skýringum frá 1985. Hvítur hefur mikla yfírburði í liðsafla, hrók og tvo biskupa fyrir drottningu, en kóngsstaða hans er slæm, og það setur strik í reikning- inn. Karl hafði þegar hér var kom- ið notað megnið af umhugsun- artíma sínum, en Margeir þekkti stöðuna, og gat loks, eftir þriggja ára bið, komið á framfæri árangri rannsókna sinna. 20. - e5!? Spumingin er, hvort ekki hefði verið betra fyrir Margeir að leika fyrst 20. — Dc2, t.d. 21. f4 — e5! 22. fxe5 (22. Bxe5 — Hd8 með sömu stöðu og í skákinni) — Db2, 23. e6! — Dxf6 og hvítur er í mikl- um erfíðleikum, t.d. 24. exf7+ — Dxf7, 25. Kxe2 - Df5! eða 24. Ha2 — Dh4+ eða 24, exf7+ — Dxf7, 25. Ha2 — Hf8 o.s.frv. 21, Bxe5? Karl gerir sé ekki grein fyrir hættum stöðunnar, enda umhugs- unartíminn orðinn lítill. Eftir 21. Hcl! kemur hvítur í veg fyrir áætlun svarts, D-c2-b2 og stendur þá mjög vel, t.d. 21. — Dd6, 22. Bxe5 — Dxe5,23. Kxe2 ásamt Hcdl o.s.frv. 21. - Hd8, 22. Bd4 - Dc2, 23. f4 - Hxd4!, 24. exd4 - Db2, 25. Ha4 111 nauðsyn því hvítur tapar strax eftir 25. Kf2? - elD+, 26. Kxel - Dxal+ ásamt 27. — Dxhl. 25, — Dcl+, 26. Kxe2 — Dxhl, 27. Bc6 Hvitur á tapað tafl, því menn hans eru óvjrkir og kóngsstaðan opin. í framhaldinu falla hvítu peð- in eitt af öðm, því hrókurinn kemst ekki í spilið vegna skákhótana svörtu drottningarinnar og biskup- inn verður bundinn við að valda hrókinn. 27. Dxh2, 28. Kf3 - Dh5+, 29. Ke3 - Dg4, 30. Bf3 Svartur hótaði 30. — De6+, 31. Be4 — f5 o.s.frv. 30. - De6, 31. Kd3 - Df5+, 32. Ke3 - Dc2 Nú verður hvítur að valda hrók- inn vegna hótana svörtu drottning- arinnar. 33. Bc6 - h5, 34. g3 - Dc3+, 35. Kf2 - Dxd4, 36. Kg2 - Df6, 37. Bb5 - Db2+, 38. Kh3 - Kg7, 39. Bc6 - Kh6, 40. c5 - Dc2 Tímahraki hvíts er lokið og hann gafst upp, þegar hann hafði um stund virt fyrir sér þessa vonlausu stöðu. Hann á minna lið og að auki er kóngur hans kominn í óþægilega stöðu (svartur hótar f7-f6, g6-g5 og g5-g4+). Tengsl vinnuskilyrða og hjartasjúkdóma Kyrrsetu-, vakta- og ákvæðisvinna getur valdið hj artasj úkdó mum VISSAR vinnuaðstæður leiða öðrum fremur til hjartasjúk- dóma og dauða, ef marka má úttekt danska félagsfræðingsins Tage Söndergaard Kristensen, á niðurstöðum rannsókna, sem gerðar voru á því hvort ákveðin vinnuskilyrði kunni að valda hjartasjúkdómum. Frá þessu er greint í Fréttabréfi um vinnuvernd. Þar segir, að hjarta- og æðasjúkdómar séu al- gengasta dánarorsök í Danmörku, eins og á íslandi. í skýrslu félags- fræðingsins segir, að sex algengir álagsþættir í starfsumhverfi geti leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Þessir þættir em kyrrsetuvinna, vaktavinna, tilbreytingarlaus álags- vinna, nauðugar reykingar, hávaði og blý. I úttekt sinni lítur félags- fræðingurinn til 1000 skýrslna, en af þeim stóðust 477 kröfur um vísindaleg vinnubrögð. Varðandi kyrrsetuvinnu og til- breytingarlausa álagsvinnu segir félagsfræðingurinn að læknisfræði- legar rannsóknir hafi sýnt fram á mjög náið samband þess konar vinnu og hjartasjúkdóma. Þá segir hann nokkuð ömggar heimildir fyr- ir samhengi milli ‘hjartasjúkdóma og hávaða, vaktavinnu, blýs, tó- baksreyks, kobolts og arseniks. Engin staðfesting hafi hins vcegar fengist á því, hvort það að vinna ámm saman í kadium eða kolsýr- ingi leiði til hjartasjúkdóma. Þá heldur Tage Söndergaard Kristensen því fram, að ætla megi að vinna í tóbaksreyk auki hættu á hjartasjúkdómum um 50%, en vaktavinna um 40%. Hann telur unnt að koma í veg fyrir 7% af hjarta- og æðasjúkdómum með því að leggja niður vaktavinnu og aðra vinnu sem unnin er utan dagvinnu- tíma. Þá leggur hann áherslu á, að grípa verði til forvarnaraðgerða í starfsumhverfi ef Danir eigi 'að standa við gefin loforð um að ná markmiðum Alþjóða heilbrigðis- ráðsins um heilbrigði allra árið 2000. Þar á meðal er það markmið að lækka tíðni hjartasjúkdóma um 15% hjá fólki undir 65 ára aldri. Sérstök þörf er talin á slíkum að- gerðum’hjá vissum áhættuhópum, s.s. bílstjórum, sjómönnum, iðn- verkafólki, starfsfólki hótela og veitingastaða og vaktavinnufólki. Félagsfræðingurinn fullyrðir, að einungis sé hægt að skýra helming hjarta- og æðasjúkdómatilfella með persónubundnum lífsstíl einstakl- ingsins og erfðum. Áhrif starfsum- hverfis verðskuldi meiri athygli. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Tillögur um endurbætur á ammoníaksgeyminum Búið að skipa úttektarnefnd ríkisstjórnarinnar STJÓRNENDUR Áburðarverk- smiðju rikisins munu gera tillög- ur til borgaryfirvalda um bráða- birgðaendurbætur á ammoníaks- geymi verksmiðjunnar í þeim til- gangi að fá leyfi til að geyma í honum lágmarksmagn af inn- fluttu ammoníaki á meðan verið er að undirbúa og byggja nýjan kældan ammoniaksgeymi. Komu þessar hugmyndir m.a. til tals á fundi stjómar verksmiðjunnar með Davíð Oddssyni borgar- stjóra og öðrum fulltrúum Al- mannavarnanefndar Reykjavík- ur sem haldinn var í Gufunesi á fimmtudagsmorgun. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra hefur skipað nefnd til að gera athugun á þjóðhagslegri hagkvæmni verksmiðjunnar i samræmi við samþykkt ríkis- stjómarinnar. t nefndinni em Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem er formaður, Vilhjálmur Egilsson og Kristinn Magnússon. Áburðarverksmiðjan hefur feng- ið leyfí hjá borgaryfírvöldum til að flytja inn ammoníak í lágmarks- skömmtum fram á vor, en óvissa er með framhaldið því borgaryfir- völd hafa farið fram á að notkun núverandi geymis verði hætt. Stjómendur Aburðarverksmiðjunn- ar segja að lokun geymisins muni leiða til mikilla erfíðleika í dagleg- um rekstri og stórfellds fjárhags- legs tjóns. Segja þeir að ef ekki verður flutt inn neitt ammoníak á næstu 12 mánuðum myndi fram- leiðsla verksmiðjunnar dragast saman um 7 þúsund tonn og þessi samdráttur leiða til þess að fram- leiðsfukostnaður þess áburðar sem áfram yrði framleiddur hækkaði um 10-12%. Þeir segja líka að sú afstaða borgaryfírvalda að rétt sé að fresta því að taka afstöðu til heimildar til að byggja nýjan, kældan geymi, þar til niðurstöður hagkvæmnisathug- unar liggi fyrir, gæti orðið Áburðar- verksmiðjunni dýrkeypt. Telja þeir að þetta geti ■ dregið byggingu geymisins á langinn og ef verk- smiðjunni yrði jafnframt gert að draga svo mjög úr framleiðslu sinni að stórfellt tap yrði á rekstri henn- ar um lengri tíma væri hætt við að það hefði mjög neikvæð áhrif á niðurstöðu hagkvæmnisathugunar- innar. Á blaðamannafundi sem stjórn- endur verksmiðjunnar héldu kom fram að þeir telja eðlilegt að borgar- ráð taki afstöðu til byggingar nýs ammoníaksgeymis út frá öryggis- sjónarmiðum en það sé eiganda verksmiðjunnar að meta þjóðhags- lega hagkvæmni hennar og ákveða fjárfestingar. ajon!>a»+ Stófenofan' Femund Hollofil fylling + 25° C — + 8° C Þyngd 1.800 gr. Ranther 3 Verð 5.680,- 65 ,(trar Igloo Þyngd 1.800 gr. Hollofil fylling Verð 5.490,- + 25° C — + 15° C Jaguar S 75 Þyngd 2.000 gr. 75 |(trar Verð 6.790,- Þyngd 1.800 gr. Verð 7.490,- Skátabúdin - skarar framúr. 72 lítrar Þyngd 1.400 gr. Verð 3.590,- SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 Tramp 8 Hollofil fylling + 25° C - + 5° C Þyngd 1.700 gr Verð 4.890,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.