Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
63
Minning:
Anna Jóhannsdótt-
ir Syðra-Garðshorni
Fædd 27. apríl 1893
Dáin 14. mars 1988
Mér kemur margt í huga þegar
ég sest niður til að minnast sóma-
konunnar Önnu Jóhannsdóttur,
ömmu konunnar minnar.
Fjölmiðlamir segjast gjaman
vera með fingurinn á púlsi
mannlífsins. Þeir séu þar sem hlut-
imir gerast og málin þróast. Allt
það, sem manninn varði, sé hægt
að lesa um í blöðunum eða heyra
og sjá í útvarpi. „Heimsins mikla
heljarríma, hljómar í gegnum rúm
og tírna," segir skáldið, og íjöl-
miðlamir vilja bergmála þann
hljóm.
En á meðan sú ríma dunaði, bjó
hún Anna í dalnum sínum, hugs-
aði um mann og böm og las blóm
úr hlíðum svarfdælskra fjalla.
Og ungur maður, sem horfist í
augu við óræða framtíð, spyr: Var
það ekki einmitt hún Anna, sem
var með fingurinn á slagæð mann-
lífsins, var það ekki hún, sem var
í takt við hrynjanda tilverunnar?
Er heimurinn, eins og hún sá hann,
ekki miklu nær því að vera sannur
en sú veröld, sem blöðin birta?
Anna hafði ekki víða farið um
Minning:
Halldór Þormar
Fæddur 27. júlí 1921
Dáinn 17. mars 1988
Góður bróðir og drengskapar-
maður er fallinn. Mig langar að
skrifa nokkur orð í kveðjuskyni
því margs er að minnast og margt
að þakka.
Halldór fæddist á Skriðuk-
laustri í Fljótsdal N-Múlasýslu
þann 27. júlí 1921. Sonur hjón-
anna þar. Faðir hans var Sigmar
Guttormsson Þormar frá Geita-
gerði, sonur Guttorms Vigfússon-
ar bónda í Geitagerði og alþingis-
manns, og Sigríðar Sigmunds-
dóttur frá Ljótsstöðum í Skaga-
firði. Móðir Halldórs, Sigríður
Halldórsdóttir Þormar, var dóttir
Halldórs Benediktssonar bónda á
Skriðuklaustri Þórarinssonar
prests í Eydölum í Breiðdal, og
Ambjargar Sigfúsdóttur. En Sigf-
ús faðir Ambjargar bjó á Skriðuk-
laustri ásamt konu sinni Jóhönnu
Kjerulf frá Brekku í Fljótsdal.
Af framansögðu sést að þrír
ættliðir bjuggu á Skriðuklaustri
hver eftir annan.
Á Skriðuklaustri er fagurt yfír
að líta, fjallið með sínum sérkenni-
Iegu hjallamyndunum sem em eins
og risatröppur. En fyrir neðan
bæinn breiðir sig sléttlendi sem
er framburður Jökulsár í Fljótsdal
sem streymir hægan út dalinn og
fyllir sífellt meira af framburði í
Lagarfljót. í botni dalsins er Múl-
inn hár og svipmikill. Frá nesinu
blasir Snæfellið við sem er stolt
héraðsins. Það þarf engan að
undra að Halldór kysi að hvíla í
faðmi þessarar sveitar, sem hann
hélt alla ævi sína tryggð við, og
var óþreytandi að tala um.
Halldór ólst upp á Skriðuk-
laustri til 18 ára aldurs. Þá fluttum
við bræður með foreldmm okkar
að Amheiðarstöðum í Fljótsdal og
dvöldum þar kringum 5 ár. Síðan
lá leiðin til Akraness. Þar vomm
við 3 ár og þar næst til Reykjavík-
ur, kringum árið 1949.
Halldór stundaði leigubflaakst-
ur um nokkurt skeið á Litlu bíla-
stöðinni og síðan á Hreyfli. 30.
desember 1953 gekk Halldór að
eiga Unni Eiríksdóttur Kjemlf frá
Hamborg í Fljótsdal. Þau ráku um
árabil sölutum á Hlemmtorgi.
Seinustu árin hafa þau dvalist á
Fljótsdalshéraði, fyrst á Strönd í
Vallahreppi, síðan á Hofi í Fellum.
Unnur reyndist Halldóri frábær
lffsfömnautur og bar aldrei neinn
skugga á sambúð þeirra. Hún var
stoð og stytta í veikindum Hall-
dórs seinustu æviárin. Þær vikur
sem hann lá á Landspítalanum
fylgdist Unnur stöðugt með líðan
hans, og var hjá honum síðustu
stundimar.
Predikarinn segir:
„Öllu er afinörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hefur
sinn tíma. Að fæðast hefur sinn
tíma, og að deyja hefur sinn tíma.“
Klukkan 5.30 síðdegis þann 17.
mars var stundin afmörkuð og
hinn fóthvati þjónn sem Jesús seg-
ir að muni þrýsta mönnum til veisl-
unnar var kominn. Hann tekur
engin undanbrögð gild.
Halldór var glaðlyndur og
spaugsamur og lífgaði upp um-
hverfið. Hann var tryggur vinum
sínum og eignaðist þá reyndar
marga. Eg sakna hans sárt og
fínnst ég svo fátækur að ég geti
hvergi yndi fest. Að endingu set
ég hér vers eftir P. Foersom þýtt
af Sveinbimi Egilssyni. Móðir okk-
ar kenndi okkur það og vildi að
færum með fyrir svefninn:
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur
raín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Far þú í friði, friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Valgeir Þormar
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hœð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
þennan heim. Samt var hún
víðsýnni en margur sá, sem víðför-
ull er. Lífið hafði gætt hana mik-
illi gæsku, góðu hjartalagi og heil-
brigðu gildismati. Hún var nægju-
söm kona og vissi hvað manninum
var mikilvægast.
Tilgerð og yfírborðsmennska,
sem svo mjög einkennir okkar
tíma, þekktist ekki í hennar fari.
Anna Jóhannsdóttir var það sem
hún var, íslensk sveitakona, og var
bæði sátt og stolt af því hlutskipti.
Anna var sannkallað náttúm-
bam. Ég minnist myndar af henni
við stein einn í fjallinu fyrir ofan
Syðra-Garðshom. Þar er Anna í
sínu rétta umhverfi. Hún hefur
átt ófá spor upp í þetta fjall og
er eini fyallgöngugarpurinn, sem
ég mun nokkru sinni kannast við.
Þau bönd, sem tengdu Önnu við
sköpunina rofnuðu aldrei. Aldur-
inn færðist yfir, en alltaf var hún
létt á fæti og hélt áfram að tína
strá úti í móa þó að á tíræðisaldri
væri. Anna er ábyggilega einn
fárra íslendinga, sem hefur brugð-
ið sér á gönguskíði á 90 ára af-
mæli sínu.
í sumar kom Anna í Ólafsfyörð
með okkur hjónunum til að sjá
hvemig sonardóttir sín byggi. Hún
var hvergi bangin í Múlanum. Við
áttum saman notalegan sumar-
dag, en að sjálfsögðu mátti ekkert
hafa fyrir gömlu konunni frekar
en fyrri daginn.
Anna var sæl og ljúf kona. Það
var dýrmætt að hafa mátt kynn-
ast henni og veit ég að margir em
Guði þakklátir fyrir það. Blessi
hann minningamar um þessa góðu
konu.
Nú les hún Anna blóm á fram-
andi gmndum. Veri hún Guði falin
um alla eilífð.
Svavar A. Jónsson
Elsku amma er dáin. Við systk-
inin sáum hana síðast í sumar og
haust og þá var hún jafn hress
og venjulega. Hún var alveg eins
og hún hafði alltaf verið, að vísu
hafði heyminni hrakað talsvert frá
því hún passaði okkur í Syðra-
Garðshomi. Hún var sú brosmilda,
glaða og góða amma sem hún
hafði alltaf verið.
Hún lifði nærri öld. En hversu
gömul sem amma varð var ffftn
alltaf jafn hress í anda. Aldurinn
lagðist ekki þungt á hana, heldur
virtist hún njóta lífsins jafnvel og
áður. Hún lifði fyrir daginn í dag
og hafði lítinn tíma fyrir hið liðna.
Við systkinin munum hana best
úr sveitinni, úr eldhúsinu heima í
Syðra-Garðshomi. Okkur krökk-
unum gaf hún kakó í bláu
gegnsæju plastglasi og jólaköku,
afí fékk bleksterkt kaffi sem hann
hellti miklum sykri út í, kettimir
á steinunum fyrir utan eldhúj^
gluggann fengu matarleifar o^
veiku lömbin á vorin fengu að
vera í eldavélarofninum að hlýja
sér. Aldrei sætti amma sig við slát-
urtíðina, en lét sig samt hafa það
að taka slátur til búdrýginda.
Þannig vom andstæðumar í lífí
sveitakonunnar.
Tíminn heldur áfram sinni
óstöðvandi göngu og vinnur á öll-
um að lokum, en á sumum vinnur
hann seint og með erfiðismunum.
Amma var ein af þeim. Við þökk-
um henni fyrir samfylgdina þessi
ár sem við fengum að eiga með
henni.
Arni Daniel, Anna Guðrún
og Ingólfur.
40 000040
mKSMIBJU
úmiA
Á SKÓM
í ÞÚSUHUmil
Opiö frá kl.12til18
Laugardaga frá kl.10 til16
IDNADARMANNAHÚSINU
HALLVEIGARSTÍG 1