Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 3 Loðnu- Qfanffaút afVík MIKILL loðnukökkur er nú á leið vestur með Suðurlandinu. í gær var hann rétt austan Víkur í Mýrdal og fylltu skipin sig jafn- óðum og þau komu á miðin. Auk fyrmefndra skipa, tilkynntu aftirtalin um afla á þriðjudag. Guð- mundur VE 150, Hákon ÞH 600 og Huginn VE 150 til Vestmanna- eyja. A miðvikudag fóru Grindvík- ingur GK, Helga III RE 150 og Svanur RE með 550 tonn til Grindavíkur og Dagfari ÞH með 300 til Sandgerðis. Á föstudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Galti ÞH 200 og Júpí- ter RE 160 til Reykjavíkur, Isleifur VE 40, Guðmundur VE 850, Hug- inn VE 540 og Ggja VE 750 til Vestmannaeyja. Þetta var síðasti túr ísleifs á vertíðinni. Á föstudag voru aðeins 7 skip á miðunum út af Hjörleifshöfða og um miðjan dag höfðu 5 þeirra fyllt sig og haldið til lands. Hin tvö voru þá einnig komin með afla. Hákon ÞH fór með 970 tonn til Noregs, Dagfari ÞH 530 til Sandgerðis, Sig- urður RE 1.200, Helga II RE 530 og Galti ÞH 530 til Vestmannaeyja. Vinnsla hrogna úr þessari loðnu hefur gengið vel. Hús Þjóðminjasaftisins við Hringbraut. VR óskar eftir nýjum viðræðum STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við vinnuveitendur í kjölfar þess að samningur Landssambands ís- lenskra verslunarmanna við vinnuveitendur var felldur á fé- lagsfundi hjá VR i fyrrakvöld. Magnús L. Sveinsson formaður VR sagðist í gær ekki eiga von á miklum viðbrögðum vinnuveitenda. Samningur LÍV og vinnuveitenda verður borinn upp á félagsfundum verslunar- og skrifstofufólks á næstu dögum. Ýmis félög stefna til dæmis að félagsfundum á mánudag. Hann minnti á að félagsfundurinn hefði beint því til stjómar og trúnað- armannaráðs að boða verkfall til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings og sagðist ekki hafa trú á að hlutum- ir kæmust á hreyfingu nema með aðgerðum. Félag stofnað til stuðn- ings Þjóðminjasafnimi Húsnæðis- nefnd skilar skýrslu NEFND sem félagsmálaráðherra skipaði til að gera úttekt á hús- næðiskerfinu, og tillögur til úr- bóta, hefur skilað skýrslu. Verða niðurstöður hennar kynntar eftir helgi. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði við Morgun- biaðið að hún myndi kynna sér skýrsluna yfir helgina. Efni skýrsl- unnar yrði síðan væntanlega kynnt opinberlega eftir helgina. UNNIÐ er að stofnun félags velunnara Þjóðminjasafnsins. „Víða Erlendis starfa slík félög í því skyni að styðja starfsemi safna. Hlut- verk félagsins verður til dæmis að vekja skilning og áhuga hjá al- menningi og stjórnvöldum á að búið verði sem best að safninu, hvað varðar húsakost, starfsaðstöðu og sýningar á vegum þess,“ sagði Katrín Fjeldsted formaður bráðabirgðastjórnar „Þjóðminjafélags- ins“, en það er bráðabirgðaheiti félagsins. Stjórnin hyggst leita til almennings um uppástungur að nafni fyrir félagið. Að sögn Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar stendur Þjóðminjasaf- nið nú á nokkrum tímamótum. Húsakostur þess hefur aukist í kjöl- far þess að Listasafn íslands hefur flust í eigið húsnæði en framundan eru dýrar endurbætur og viðgerðir á safnahúsinu við Hringbraut og einnig er að sögn þjóðminjavarðar tímabært að endurskipuleggja sýn- ingar á vegum safnsins. „Við viljum sýna betur samhengið í sögunni. Okkar tími kallar á betri sýningar og aðra tækni í uppsetningu," sagði Þór Magnússon. „Almenningur, einkum yngra fólkið, þekkir ekki eins vel til gamla tímans og eldri kjmslóðir og því er nú nauðsynlegt að endurskoða hlutverk safnsins. Það er ekki nóg að sýna fólki hluti og segja því hvað þeir heita, við þurfum að miða sýningar okkar við að sýna hvemig hlutimir vom not- aðir, miðla tilfínningu fyrir daglegu lífí fólksins. í þessu skyni þurfum við að huga að bættri samvinnu við skóla landsins," sagði Þór Magnús- son. Þór sagði að stuðningsfélag gæti orðið safninu ómetanlegt, bæði við að afla því velvildar yfír- valda og atmennings við venjulegan rekstur og eins til að afla safninu merkra gripa og minja. Bráðabirgðastjórn „Þjóðminjafé- lagsins" skipa, auk Katrínar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Verslun Fríhafnarinnar stækkuð um 180 fermetra Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Snyrtivörudeild brottfararverslunar Fríhafnarinnar sem er öll hin glæsilegasta. KefUvfk. ÞESSA dagana er verið að ganga frá stækkun brottfararverslunar Fríhafnarinnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar og hefur verslunin verið stækkuð um 180 fermetra frá því sem áður var. Jafnframt hefur afgreiðslukössum verið fjölgað úr 14 í 23 til að flýta fyrir afgreiðslu viðskiptavina. Guðmundur Karl Jónsson, for- stjóri Fríhafnarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri verslunin komin í endanlegt horf og hefði hún nú yfir að ráða helmingi stærra gólfrými en í gömlu flugstöðinni. Hinsveg- ar ætti eftir að fullgera aðstöðu fyrir starfsmenn, en fjárveiting- ar tii verksins hefðu verið stöðv- aðar. * Guðmundur Karl sagði að með auknu verslunarrými væri hægt að bjóða ijölbreyttara vöruúrval og nú væri hægt að kaupa dýrar tískuvör- ur í versluninni svo sem leðurvörur, skyrtur o.fl.. Auk þess væru nú fleiri vöruflokkar í komuversluninni og mætti þar nefna leikföng og rafmagnsvörur ýmiskonar. Nú gæti fólk keypt sér útvörp þegar bað kæmi til landsins í stað þess að kaupa þau við brottför. Viðbótarrými var óráðstafað og voru uppi hugmyndir að þar yrði tískuverslun, en nú er þar nær ein- göngu selt áfengi og tóbak sem er mest selt af í versluninni. En ilm- vötn og sælgæti eru ekki langt undan í sölunni. Guðmundur Karl sagði að söluaukningin á síðasta ári hefði orðið 57% og árssalan numið 880 milljónum króna og þeg- ar afskriftir hefðu verið teknar inn í dæmið hefði hagnaðurinn verið 242 milljónir. -BB Þórs, Ólafur Ragnarsson, Sigríður Erlendsdóttir og Sverrir Kristinsson en varamenn eru Guðjón Friðriks- son og Sverrir Scheving Thorsteins- son. Stefnt er að því að halda al- mennan stofnfund hins nýja félags í lok apríl eða byijun maí. Fyrir hann verða lögð drög að lögum fé- lagsins. Bráðabirgðastjómin hefur ákveðið að leita til almennings eftir uppástungum um nafn félagsins. Tillögum skal koma til Þórs Magn- ússonar þjóðminjavarðar fyrir 20. apríl næstkomandi. Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla: Útboðsgögn til níu verktaka MATTHÍAS Á. Mathiesen samgönguráðherra, hefur falið Snæbirni Jónassyni vegamálastjóra, að senda útboðsgögn til níu af ellefu þeirra verktaka, sem þátt tóku í forvali vegna væntanlegra jarð- gangna í Ólafsfjarðarmúla. Jarðgöngin og vegur að þeim eru sam- tals 6 km, og er kostnaður við framkvæmdina áætlaður um 600 milljónir króna, að sögn Snæbjörns. Samgönguráðherra mun í næstu viku leggja fram á Alþingi endurskoðaða vegaáætlun, þar sem gert tillögur eru um fjármögnun framkvæmdanna. Eftirtaldir aðilar hafa fengið Energo Projekt og loks Straumtak send útboðsgögn: S.H. Verktakar ásamt svissneska fyrirtækinu Los- inger, Hagvirki hf. ásamt norska fyrirtækinu Selmer - Furuholmen, ístak hf. ásamt sænska fyrirtækinu Skska AB og Loftorku hf. Ennfrem- ur fínnska fyrirtækið Leu uninka- imen OY, Krafttaki (Ellert Skúlason og Astrup Höyer AS), finnska fyrir- tækið VIT Corporation, ítalska fyr- irtækið Cogefar Costruzioni Gener- ali SPA, júgóslavneska fyrirtækið ásamt norsk fyrirtækinu H.EEG Henriksen. Gert er ráð fyrir að jarðgöngin verði 3.130 metrar að lengd auk 265 metra forskála beggja vegna. Sjálf göngin eru 26 fermetar í þver- mál með einni akrein og útskotum fyrir bifreiðar til að mætast. Tilboðin verða opnuð 25. maí næstkomandi, en verkinu á að vera lokið snemma árs 1991. Arekstur og ek- ið á lögreglubíl HARÐUR árekstur varð í Hafn- arfirði um kl. 9 í gærmorgun, föstudag. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðar og slasaðist öku- maður annarrar nokkuð. Skömmu síðar var ekið á kyrr- stæða lögreglubifreið á sama stað. Árekstur fólksbifreiðanna varð á Hjallabraut og með þeim hætti, að annarri bifreiðinni var ekið út af stæði í veg fyrir hina. Kona, sem ók fyrmefndu bifreiðinni, slasaðist nokkuð og eru báðar bifreiðamar taldar ónvtar. Þegar lögreglan kom á vettvang stöðvaði hún bifreið sína þvert á brautinni og tók lögreglumaður að sér að stjóma umferðinni um Hjallabraut. Hann hafði þó ekki fengist lengi við þann starfa þegar bifreið kom akandi á móti honum, framhjá og beint í hliðina á lög- reglubifreiðinni, sem verður ekki nothæf á næstunni. Ökumaðurinn gaf þá skýringu að hann hefði blind- ast af sól og því ekki séð lögreglu- bifreiðina. Hann prísaði sig sælan yfir að hafa sloppið við að aka á lögreglumanninn, því hann sá hann ekki heldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.