Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAJÐH), LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, stmi 83033. Áskríftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Þriðja auðlindin Frönsku forsetakosningarnar: Chirac lokkar, Barre i færir, Mitterrand vekui FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, skýrði á þriðjudaginn frá því í beinni sjónvarpsútsendingu að hann gæfi kost á sér til endur- kjörs í forsetakosningunum í vor. Þar með má segja að hin raun- verulega kosningabarátta geti loks hafist en það hefur háð aðaland- stæðingum Mitterrands, þeim Jacques Chirac, forsætisráðherra, og Raymond Barre, fyrrverandi forsætisráðherra, að hafa engan fram- bjóðanda frá sósíalistum að beijast við. Stofnstærð nytjafiska setur meginauðlind þjóðarinnar, lífríki sjávar, nýtingarmörk. Helztu fiskistofnar eru þegar fullnýttir. Hin meginauðlindin, gróðurmoldin, hefur einnig sínar takmarkanir. Búvörur eru þegar framleiddar umfram þarfír heimamarkaðar. Innlend verðbólga gerir verðsamkeppni búvöru á heimsmarkaði vonlitla, að ekki sé meira sagt. Það er því ekki að ósekju að íslending- ar hafa lengi horft til þriðju auðlindarinnar, orkunnar í vatnsföllum og jarðvarma landsins, sem líklegrar upp- sprettu vaxandi þjóðartekna og betri lífskjara. Spár standa til 11 þúsund milljóna króna viðskiptahalla 1988, það er eyðslu umfram telg'ur í samskiptum okkar við umheiminn. Þó nam orkuinn- flutningur aðeins 29% af heild- arorkunotkun 1987. Vatnsorka og jarðvarmi vóru rúmlega 70% af heildarorkunotkun Islend- inga það ár. Sú staðreynd sýnir ótvírætt, hve mikilvægur þáttur þriðja auðlindin er í þjóðarbú- skap okkar. Hinsvegar hefur umtalsverð verðlækkun olíu á heimsmark- aði síðastliðin fímm ár skekkt samkeppnisstöðu innlendrar orku, einkum raforku. Þannig er húshitun með olíu ódýrari í dag en með rafmagni, sem þó er niðurgreitt. Skatttaka ríkis- ins og skuldir raforkubúskapar- ins hafa og áhrif á verðmyndum raforkunnar, sem og dýr flutn- ingur hennar [byggðalínur] í stóru og strjálbýlu landi. Hús- hitun utan hitaveitusvæða er því verulega dýrari en á gamal- grónum hitaveitusvæðum. Veld- ur þetta óánægju þeirra er við þurfa að búa. Almenn raforkunotkun hefur vaxið um 2,5% að meðaltali á ári næstliðin ár, borið saman við 10% vöxt á ári um miðbik aldarinnar. Vöxtur jarðvarma- notkunar hefur verið um 1,2% á ári að meðaltali borið saman við 7,5% um 1970. Hinsvegar má búast við að notkun jarð- varma til fískeldis og snjó- bræðslu margfaldist í náinni framtíð. A ársfundi Orkustofnunar vék Jakob Bjömsson, orkumála- stjóri, að tvennu sem stækkað gæti orkumarkaðinn. Nú fer fram, samkvæmt endumýjuðu umboði Friðriks Sophussonar iðnaðarráðherra, „frumathugun á hagkvæmni nýmar álbræðslu í Straumsvík, sem byggð yrði í áföngum og hefði 180.000 tonna afkastagetu á ári“. Slíkt álver notar um 2.400 GWh á ári af fastaorku, auk nokkurrar ótryggrar orku. Ef þetta dæmi gengur upp gæti álverið komið að fullu í gagnið 1994. í annan stað ræddi orkumálastjóri hugs- anlegan möguleika á útflutningi raforku um sæstreng til Bret- landseyja. Þetta er talið tækni- lega framkvæmanlegt en arð- semi slíks útflutnings þarf að kanna betur. Orðrétt sagði orkumálastjóri: „Ómögulegt er að segja hvað framtíðin ber í skauti sínu í þessum efíium, nema hvað telja má víst að útflutningur, verði ekki tímabær fyrr en um eða upp úr aldamótum. Það bezta sem við getum gert er að vera í viðbragðsstöðu, reiðubúin að grípa tækifæri sem bjóðast kunna, en gera okkur jafnframt grein fyrir óvissunni, þannig að við kostum ekki of miklu til of snemma... Við skulum setja okkur það mark að hafa lokið árið 1995 forrannsóknum á efri og neðri hluta íjórsár, jökulsánum í Skagafírði og Jökulsá á Brú ásamt með Jökulsárveitu á Pjöllum. Þessar forrannsóknr kosta aðeins lítið brot af virkj- unarundirbúningi í heild, en taka hinsvegar meirihluta alls þess tíma sem þessi undirbún- ingur í heild tekur. Og við skul- um vinna þessar rannsóknir skipulega eftir sérstakri áætlun til þessa tíma. Með þeim hætti verða þær ódýrastar." Ljóst er að vísindamenn á verksviði Orkustofnunar hafa mikilvægum verkefnum að sinna næstu árin. Efla þarf orkubúskaparrannsóknir, sem og þekkingu á nýtingarmögu- leikum og nýtingarmörkum jarðvarmans. Ljúka þarf rann- sóknum á varma, vatni og jarðsjó, sem að er unnið í tengsl- um við fískeldi og hafa mikið framtíðargildi. Ljúka þarf rann- sóknum fyrir útboð á virkjunum sem gera þarf ef nýtt álver verð- ur reist, og forrannsóknum vegna hugsanlegs útflutnings raforku. Starfsemi Orkustofíí- unar kann og að þurfa að fella betur að þörfum byggðanna og atvinnulífsins í landinu. Við þurfum að halda vöku okkar á vettvangi þriðju auð- lindarinnar. Vera reiðubúnir að höndla tækifæri „sem bjóðast kunna, en gera okkur jafnframt grein fyrir óvissunni, þannig að við kostum ekki of miklu til of snemma". Samkvæmt stjómarskrá fímmta lýðveldisins, sem samþykkt var árið 1958, er forsetakosningunum skipt upp í tvær umferðir. Þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta í fyrri umferðinni takast á í þeirri síðari. Fyrri umferðin fer fram 24. apríl nk. og má segja að hún þjóni þeim tilgangi að vinstri- og hægrimenn velji þar hvorir sinn frambjóðanda fyrir siðari umferðina 8. maí. Auk aðalframbjóðendanna þriggja em í framboði tveir komm- únistar, André Lajoinie og Pierre Juquin, og Jean-Marie le Pen fram- bjóðandi hægri öfgaflokksins Front National sem hefur það að aðal- stefnumiði að fækka innflytjendum. Kjörtímabil Frakklandsforseta er til sjö ára í senn samkvæmt stjóm- arskránni en kjörtímabil þingsins er fímm ár. Það var þó ekki fyrr en árið 1986 sem það gerðist að forsetinn og ríkisstjómin vom af mismunandi pólitískum lit. Eftir fímm ára stjóm sósíalista, 1981- 1986, unnu hægriflokkamir sigur í þingkosningunum 1986 og mynd- uðu núverandi ríkisstjóm undir for- sæti Jacques Chiracs. Þá vora enn tvö ár eftir af kjörtímabili Mitterr- ands sem hafði unnið Valéry Gisc- ard d’Estaing í forsetakosningunum árið 1981. Þetta var staða sem ekki hafði komið upp áður. Hvorki vinstri- né hægrimenn vom tilbúnir til þess að fara út ( hart á þessari stundu og tók því við sambúð, co- habitation, Chiracs og Mitterrands. Landsföðurímynd En þó að Mitterrand væri enn forseti var raunvemlegt vald hans lítið með fjandsamlegri rfkisstjóm. Hann gat leyst upp þingið og haft áhrif á vamar- og utanríkisstefnuna en í raun var það ríkisstjómin sem réð öllu. Eftir að hafa sætt sig við þessa staðreynd fór forsetinn að einbeita sér að þvf að byggja upp nokkurs konar landsföðurímynd hafna jrfír þras dægurmálanna og nýtti til þess alla þá reynslu sem hann hafði öðlast þá fíóra áratugi sem hann hafði starfað í stjóm- málum. Honum hefur tekist að láta þjóðina gleyma áranum 1981-1986 þegar sósíalistar vora einir við stjómvölinn og er orðinn tonton (frændi) allrar frönsku þjóðarinnar. Enda lagði Mitterrand mikla áherslu á það f sjónvarpsávarpi sfnu á þriðjudaginn að hann væri ekki frambjóðandi Sósfalistaflokksins f forsetakosningunum heldur byði hann sig fram sem einhvers konar allsheijar „sameiningarafl" Frakka. Forsetinn, sem nú er 71 árs gam- all og verður 78 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur, hafði reyndar lýst því yfír fyrir tveimur áram að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs nema ástandið í landinu yrði mjög varasamt og gaf í skyn að hann myndi draga sig í hlé á þessu ári til þess að vera með bamabömunum sínum og skrifa endurminningar sínar. Hann virtist þó vera eini sósíalistinn sem gæti sigrað í kosningunum og þrýsting- urinn á framboð fór vaxandi. Slag- orðið „Ekki fara frá okkur tonton" sást æ víðar en forsetinn var þög- ull sem gröfín. Skortí andstæðing Sú ákvörðun Mitterrands að draga sem lengst að segja af eða á um framboð sitt hefur skilað mikl- um árangri, að minnsta kosti í skoð- anakönnunum. An þess að vera opinberlega frambjóðandi hefur honum tekist að láta umræðuna snúast um nánast það eitt hvort hann bjóði sig fram eða ekki og virðist forsetinn nú njóta stuðnings mikils meirihluta Frakka. Á meðan forsetinn þagði í Elysée-höllinni háði það þeim Chirac og Barre að hafa ekki neinn sósfalfskan fram- bjóðanda til þess að betjast gegn. Þetta varð til þess að beina kastljós- inu að ágreiningi í röðum hægri- manna og sökuðu þeir forsetann um að vera að snúa kosningunum upp í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfan sig. Samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var um síðustu helgi myndi Mitterrand vinna Chirac með 55,5% gegn 44,5% at- kvæða en Barre með 54% atkvæða gegn 46%. Chirac er þó talinn ögn líklegri en Barre til þess að vinna fyrstu umferðina. Stærsta vandamál hægrifram- bjóðendanna er að á meðan Mitterr- and er nánast einráður á vinstri vængnum þurfa þeir að beijast inn- byrðis fram að fyrri umferð kosn- inganna. Barre var lengst af með nokkurt forskot í skoðanakönnun- um en eftir að Chirac tilkynnti framboð sitt opinberlega í janúar og fór f gang með kosningabarátt- una era þeir hnffjafnir. En hver er Carl Bildt formaður sænska Hægriflokksins: Aðild Svía að EB möguleg ef hægt er að samræma hana hhitleysisstefnunni AÐILD Svfa að Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá sem stendur, segir Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Hann telur þó aðild koma til greina síðar ef hægt er að samræma hana hlutleysisstefnu Svía. Varðandi þingkosningarnar í haust segir hann borgaralegu flokkana munu leggja áherslu á breyttar áherslur í velferðarmálum og hafa þeir lagt fram sameigin- legar tillögur um aukið valfrelsi, t.d. í heilbrigðismálum. Einnig telur hann gifurlegan fjölda afbrota i Sviþjóð vera ógnvekjandi en kærð afbrot eru nú rúmlega milljón á ári. 70% þeirra mála eru aldr- ei leyst. átttaka okkar f aðlöguninni að Evrópubandalaginu verður að vera eins varanleg og vfðtæk og mögulegt er. Þetta á sér f lagi við hinn innri markað bandalagsrfkj- anna en við verðum einnig að taka þátt í þeim rannsóknarverkefnum sem era á döfínni innan bandalags- ins,“ sagði Carl Bildt þegar Morg- unblaðið spurði hvemig hann teldi Svía eiga að aðlaga sig að EB. „Þetta krefst þess, að mfnu mati, að við verðum að fara að ræða hinn formlega ramma samskipta Sví- þjóðar við EB. Við höfum verið með fríverslunarsamning við bandalagið sfðan 1972 sem hefur reynst ágæt- lega en er nú í æ ríkara mæli að verða ófullnægjandi. Meðal annars vegna þess að við þurfum nú að fara að ræða möguieikann á tolia- bandalagi og þegar til Iengri tíma er litið munu önnur atriði einnig koma til álita." Aðild ekki útilokuð Hvaða atriði? „Það vitum við ekki fyllilega ennþá. Aðild að EB er að mínu mati ekki á dagskrá og verður ekki á dagskrá næstu árin. Aðild er þó ekki útilokuð þegar til lengri tíma er litið. Við vitum ekki hvemig Evrópubandalagið mun líta út um miðjan næsta áratug þegar við þurfum ef til vill að taka ákvörð- un. Við vitum ekki hvort það verður mögulegt að samræma hlutleysis- stefnu Svía og aðiid að bandaiag- inu.“ Bildt sagði að frá hlutleysis- stefnunni yrði ekki vikið en segja mætti að hún byggðist á tveimur grandvallaratriðum. í fyrsta lagi vamarstefnunni. Svíar gætu ekki tekið þátt í vamarsamstarfí og raunar væri slíkt ekki á döfinni inn- an EB. Svíar gætu ekki heldur tek- ið þátt í samstarfí á sviði utanríkis- mála sem legði þeim skyldur á herð- ar. En öllu öðra samstarfí gætu og vildu Svíar taka þátt f. Norrænn heimamarkaður oflitíU Þegar Bildt var spurður um Norðurlöndin, EFTA og Evrópu- bandalagið og þróunina þar inn- byrðis sagði að hann EFTA væri í aðalatriðum einungis samninga- stoftiun við EB varðandi vöraskipti. Þar væri ekki að finna neina sjálf- stæða aðlögun aðildarríkjanna. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.