Morgunblaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
l'lP HFI44I
Kannanir ráða ferðinni
Daginn eftir að Skapafiur á himni
(.Made in Heaven") var prufusýnd
ákveðnum hópi áhorfenda til að
kanna viðbrögð þeirra við henni,
settist leikstjóri hennar, Alan Rud-
olph, niður með kannanafræðing-
um, markaðsráðgjöfum og fram-
kvæmdastjórum frá Lorimar Mot-
ion Pictures vopnuðum niðurstöð-
um áhorfendakönnunarinnar. Sam-
kvæmt henni voru áhorfendur —
sem valdir höfðu verið eftir kyni,
aldri og áhuga á kvikmyndum —
ekki með samband Timothy Hutt-
ons og Kelly McGillis á hreinu en
þau hittast á himnum, verða ást-
fangin og finna svo hvort annað
aftur á jörðinni.
„Mundu að þú verður að ná til
hvers einasta bjána í salnum," var
sagt við Rudolph og hann svaraði:
„En hvers vegna útvegið þið ekki
gáfaðri áhorfendur?" Nokkrum
prufusýningum seinna hafði Skap-
aður á himni gengið í gegnum svo
margar endurklippingar að leik-
Roxanne.
stjórinn íhugaði að láta ekki bendla
sig við hana. Og þrátt fyrir alla fyrir-
höfnina kolféll myndin þegar hún
var frumsýnd sl. vetur.
Prufusýningar hafa verið í gangi
í Hollywood árum saman en eftir
því sem myndirnar verða dýrari í
framleiðslu og dreifingu hafa áhorf-
endakannanir tekið æ meiri völd
af hinni skapandi tilfinningu sem
myndir spretta af.
Fáum myndum er breytt eins
stórkostlega og Hættulegum kynn-
um („Fatal Attraction") en eftir
prufusýningar var endir hennar
endurtekinn og í honum var hinni
undir háskólanám, svokallað AP-
próf. Allir nemendurnir ná en niður-
stöðurnar eru dregnar í efa af próf-
höldurunum sem trúa ekki sínum
eigin augum. Hápunkturinn sem á
eftir fylgir er eins spennandi og
hver annar þriller, stendur í News-
week.
Leikarinn Edward James Olmos
gerbreytti útliti sínu fyrir hlutverk
Escalantes í myndinni. Hann gerði
þaö sem kamelljóniö Robert De
Niro hefur verið frægastur fyrir
hingað til; fitaði sig um 20 kíló og
fórnaði þykku hárinu fyrir skalla.
Hann fylgdist einnig grannt með
Escalante í vinnunni.
Escalante er 57 ára, fæddur í
Bólivíu og er orðinn þjóðsögn í
Garfield-skólanum. Aðeins tvö pró-
sent menntaskólanema í Banda-
ríkjunum reyna við hið erfiöa AP-
próf á ári en æ fleiri Escalante-
nemar taka og standast prófið.
„Það eina sem krakkarnir þurfa
að koma með í tímana er ganas
segir Escalante en það er orð sem
mikið heyrist í myndinni og þýðir
þrá.
illu Glenn Close komið á annað til-
verustig. En allar myndir stóru ver-
anna í Hollywood hin síðustu ár, frá
endurgerðum eins og Þrír menn og
barn („Three Men and að Baby")
til „School Daze", tónlistar-gaman-
myndar eftir Spike Lee, hafa geng-
ið í gegnum áhorfendakannanir fyr-
ir dreifingu. Lee kiippti t.d. út söng-
atriði í „Daze" eftir að áhorfendur
á prufusýningu höfðu hlegið að því
að tilefnislausu.
Heiti mynda, leikur stjarnanna,
auglýsingaveggspjöld og útdráttur
til kynningar („trailers") geta veriö
og eru yfirleitt sett í könnun áður
en til dreifingar kemur. Prufusýn-
ingar standa í miklum blóma en þær
vekja sömu efasemdir og pólitískar
skoðanakannanir t.d. Er hægt að
draga áreiðanlega dóma af könnun-
inni? Er hægt að bæta gengi mynda
eftir áhorfendakannanir?
Ef svörin við spurningunum eru
jákvæð með tilliti til Skapaður á
himni má benda á að martröðin
sem Rudolph gekk í gegnum á sér
tvær hliðar, draumurinn rætist með
áhorfendakönnunum og seðlarnir
raðast í bankann. Gínan-
(„Mannequin") er mynd um búðar-
loku í stórri verslun sem ástfanginn
verður af gínu sem lifnar við í búðar-
glugganum — saga sem hlýtur-
aö„ná til hvers einasta bjána í saln-
um“.
Vinsældirnar sem Gínan naut í
Bandaríkjunum voru úthugsaðar og
þær má að stórum hluta þakka Jos-
eph Farrell, en fyrirtæki hans hefur
gert áhorfendakannanir í Holly-
wood í áratug. Stjarnan í myndinni,
Andrew McCarthy, er ekki stórt
nafn en kannanir frá hans fyrri
myndum sýndu að hann höfðaði til
yngri kvikmyndahúsagesta, sérs-
taklega unglingsstelpna. Þegar
prufusýningargestir kvörtuðu yfir
því að fyrsti þriðjungur Gínunnar
væri langdreginn, voru ný atriði
tekin í snatri og hraður tónlistar-
myndbandskafli settur inní. Það
má næstum heyra andvörpin í tán-
ingsstúlkunum þegar McCarthy
leitar sér árangurslaust að vinnu
undir dynjandi tónlistinni og þau
andvörp hljóma eins og skrjáf í seðl-
um í eyrum kvikmyndaframleiðend-
anna.
Fyrirtækin sem framkvæma
kannanirnar og kvikmyndaverin
sem láta gera þær vilja fátt eitt
segja um hvernig prufusýningar
fara fram en það er lítiö dularfullt
við það. Starfsmenn stöðva fólk á
götum úti, við verslanir eða nálægt
Þegar stæröf ræðin er tekin
með í reikninginn
Þekkið þið
hann?
Olmos (til
vinstri) og
Escalante.
Lou Diam-
ond
Phillips
(fyrir
miðju) f
sfnu fyrsta
hlutverki
f rá því
hann lék í
„La
Bamba“.
kvikmyndahúsum, og spyrja ein-
faldrar spurningar: Langar þig að
sjá Jeff Bridges og Jane Fonda í
nýjum rómantískum þriller?
Þegar sýningu myndarinnar er
lokifi fylla allir áhorfendur út blað
með spurningum um allt er varðar
myndina. Er farið of hratt yfir sögu?
Of hægt? Mátulega? Síðan sitja 25
til 30 áhorfendur eftir og taka þátt
í umræðum. Hver er uppáhaldsper-
sóna þín í myndinni? Hvern líkar
þér síst við?
Framleiöendur, leikstjórar og
yfirmenn kvikmyndaveranna kalla
þetta ferli „tæki" til að meta mynd-
ina. En mörgum leikstjóranum þykja
niðurstöðurnar ráða alltof miklu og
raunar einráða, venjulega vegna
mikilvægustu spurningarinnar á
blaöinu: Mundir þú mæla með
þessari mynd? Leikstjórinn Gene
Saks segir frá því hvernig síðasta
mynd hans, „Brighton Beach
Memoirs" kom út í þeirri spurningu.
f New York sögðu 84 prósent
prufusýningargesta að þeim líkaði
betur við hana „en flestar aðrar
myndir" og 79 prósent í Los Ange-
les. En þau svör komu frá eldra
fólki sem líkast til var jákvæðara
gagnvart gamanmynd sem gerist á
fjórða áratugnum en aðrir hópar. Á
meðal yngri áhorfenda á Löngu-
strönd í Kaliforníu féll talan oní 50
prósent. Sú „óspennandi" niður-
staða hafði mestu áhrifin á dreif-
ingaraðilann, Universal Pictures.
„Hræðsla við að setja fé í sölu á
myndinni og auglýsingar greip um
sig," sagði Saks og myndin gerði
litla lukku peningalega séð.
Daniel Melnick, sem framleidd-
i„Roxanne“ prufusýndi hina róm-
antísku gamanmynd með Steve
Martin til að vita hvort brandararn-
ir í henni hittu í mark. En hann
hefur áhyggjur af prufusýningum
eins og margir aðrir kvikmynda-
gerðarmenn. Kannanirnar geta
„gert bíómyndirnar að formúlum
sem útiloka allt nema það sem
fjöldanum hentar. Hættan er sú,
eins og með öll meðöl, að of stór
skammtur getur drepið."
Þið, sem horfið alltaf á „Miami
Vice" (Undirheimar Miami), þekkið
mætavel leikarann Edward James
Olmos þótt þið vitið kannski ekki
að hann heitir það. Hann leikur yfir-
mann þeirra Johnsons og Philips
og tekur hendurnar helst ekki úr
vösunum, hörkulegt andlitið er fros-
ið eins og lambakjötið frá ’86 og
hann segir ekki margt eins og hann
fái sektir fari hann yfir 60 orð á klst.
Já, þið kannist við hann. Sá hefur
aldeilis skipt um gervi. Hann er
óþekkjanlegur í nýrri bíómynd í
Bandaríkjunum sem hann slær í
gegn í eða hver hefði trúað því að
þetta væri hann þarna til vinstri á
meðfylgjandi mynd með skalla og
gleraugu?
Á myndinni er hann í gervi stærð-
fræðikennara og maðurinn sem
hann heldur utan um er maðurinn
sem hann leikur, Jaime Escalante.
Það varð Ijóst eftir hinar miklu
vinsældir „La Bamba" aö fleiri
myndir með efnivið úr lífi spænsk-
ættaðra Ameríkana yrðu gerðar.
„Stand and Deliver" er ein af þeim
en hún hefur verið lengur en svo í
bígerð þótt með annað aðalhlut-
verkiö í henni fari stjarnan úr „La
Bamba", Lou Diamond Phillips.
Árið 1983 las leikstjórinn Ramon
Menendez frétt í Los Angeles Ti-
mes um stærðfræðikennarann
Jamie Escalante sem unnið hafði
hreinustu kraftaverk í stærðfræði-
kennslu í menntaskólanum sínum.
Menendez sá þarna efni í kvikmynd
og eftir nánari athuganir, handrits-
gerð og venjubundnar neitanir kvik-
myndaveranna er útkoman bíó-
mynd sem þykir jafnvel meira í var-
ið en „La Bamba" og hefur hlotið
mjög lofsamlega dóma vestra.
Þegar Escalante (Olmos) kemur
í Garfield-menntaskólann, sem
spænskættaðir unglingar sækja, að
kenna tölvufræði sér hann engar
tölvur. Það sem hann sér er frum-
skógur; yfirfullar kennslustofur, eit-
urlyf, skemmdarverk og leikfimi-
kennarar sem kenna stærðfræði.
Escalante tekur að sér afi kenna
reikning en viðhorfið er þetta: „Ég
þarf ekki á stærðfræöi aö halda,
ég á sólarknúna tölvu."
En Escalante talar mál ungling-
anna, ekki bara spænsku heldur
götumállýskuna. Hann veit hvernig
hann á að meðhöndla götuklíkurnar
í skólanum, gera grín að töffaralát-
unum og höfðar til menningararf-
leifðar þeirra. Um síðir kveikja
krakkarnir á perunni og læra stærö-
fræði af kappi undir dyggri leiðsögn
Escalantes sem lætur þau þreyta
sérlega erfitt próf sem undirbúning
Veisla Babette
Norðrið heimtaróskarinn
Norðurlandamyndirgera það gott
í Bandaríkjunum
Þrjár myndir, sín frá hverju
Norðurlandanna, hafa að undan-
förnu verið að gera það gott í
Bandarikjunum (að sjálfsögðu
hefur engin þeirra verið sýnd hér).
Frá Noregi er Leiðsögumaðurinn
með okkar eigin ágæta leikara og
leikstjóra Helga Skúlasyni í einu
af aðalhlutverkunum, en hún var
ein af fimm myndum sem tilnefnd-
ar voru til Óskarsverðlauna sem
besta erlenda myndin á siðasta
ári, eins og alþjóð veit; frá Svíþjóð
Líf mitt sem hundur (eða bara
Hundalíf) en það var vinsælasta
erlenda myndin vestra á síðasta
ári og er tilnefnd til Óskarsins; frá
Danmörku Veisla Babette ( leik-
stjórn Gabriel Axel en myndin er
gerð eftir einni af smásögum Isak
Dinesen og hefur hlotiö afbragðs-
góða dóma gagnrýnenda. Hún
hefur líka verið tilnefnd til Óskars-
ins.
„Skrifaðu um mat," ráðlagði
vinur Dinesen henni þegar hún
var einu sinni peningaþurfi og
ætlaði að reyna fyrir sér á hinum
bandariska timaritamarkaði.
„Bandaríkjamenn eru gagnteknir
af mat." Afrakstur þessara orða
varð fyrsta smásaga Dinesen og
loks bíómyndin Veisla Babette
eftir henni, gerð á sfðasta ári.
Handritshöfundur og leikstjóri
myndarinnar er Gabriel Axel
(„Amour") en sögusviðið er af-
skekkt nítjándualdar þorp á Jót-
landi. Hin táknræna saga líkir
matargerðinni og matráðskon-
unni við listina og listamanninn.
Hún segir frá hinni frönsku Ba-
bette Hersant (Stépane Audran)
og þótt nafn hennar sé i heiti
myndarinnar kemur hún ekki fram
fyrr en um miðbik hennar. Og jafn-
Glanzelius hinn ungi f Hundalífi.
vel þá er hún ( hálfgerðu dular-
gervi. Hún er einfaldlega kynnt
sem flóttamaður frá Frakklandi
eftir uppreisnina í París árið 1871
er leitar hælis á Jótlandi. í 14 ár
vinnur hún kauplaust, möglunar-
laust og næstum mállaus sem
matráðskona tveggja aldraðra
systra (Birgitte Federspiel og Bo-
dil Kjer), sem veita henni skjól.
Systurnar eru dætur predikara
með óvenjulegar trúarskoðanir.
Þegar hann deyr halda þau minn-
ingu hans uppi með þvi að halda
hirðinni hans saman. Og síðar
kemur í Ijós að Babette er ( raun-
inni meistarakokkur frá París og
undirbýr sitt meistaraverk fyrir