Skírnir - 01.01.1873, Page 65
FRAKKLAND.
65
um í borg þeirri, er Nantes heitir; voru l>a& helzt ofsamiklir
t>jóSvaldstrúarmeun, er pílagrímum gjörSu óskundann og hæddust
aS trú þeirra (hjátrú og vantrú fara samhliSa á Frakklandi og
hvortveggja óstjórnleg). þótti borgarstjóri hafa gengiS linlega
fram aS stöSva óspektirnar og vernda pílagríma, og vildu ein-
valdsmenn aS honum væri vikiS frá emhætti fyrir þær sakir. En
stjórninni fannst hann ekki hafa unniS svo mikiS til saka,
og þótti pílagrímar hafa haft í frammi óþarfa storkanir. þá varS
enn einn athurSur meSan hvíldartími þingsins stóS yfir, er varS
aS styggSarefni meS því og stjórninni. J>aS var burtrekstur
Napóleons keisarafrænda. Hann hefur átt bústaS í Sviss
siSan frænda hans var velt úr tign, en hafSi brugSiS sjer viS og
viS til Frakklands aS finna kunningja sína og vini, en fengiS í
hvert skipti leyfi stjórnarinnar til þess. í haust er var kom hann
enn í kynnisför til þess af vinum sinum, er Richard heitir og
veriS hafSi einu sinni ráSgjafi hjá keisaranum. J>ar komu og um
sama leyti Rouher, Ahbatucci og fleiri keisaravinir, og þótti
Thiers J>aS nokkuS ískyggilegt, og þaS því fremur, sem prinsinn
hafSi ekki heSiS um leyfi í þetta skipti sem endrarnær. BústaSur
Richards er skammt frá París, og vissu þeir fjelagar ekki fyrri
til, en sendimenn frá stjórninni komu aS þeim einusinni, er þeir
sátu undir horSum, meS þau skilaboS til prinsins, aS hann skyldi
hafa sig á brott J>aSan og úr landi þegar í staS. J>ótti Napóleon
prins þetta þunnar kveSjur og var þaS helzt í skapi aS gefa
þeira engan gaum; en þá gengu fram lögreglumenn og bjuggust
aS leggja á hann hendur. Sá hann sjer þá ekki annan vænni en
aS búast til ferSar, og fylgdu lögreglumenn þeim hjónum alla leiS
út fyrir landamæri Frakklands (kona prinsins, Klóthildur, dóttir
Viktors konungs Emanuels, var meS honum, en hún var undan
skilin i brottrekstrarskipuninni). RitaSi prinsinn þegar mót-
mælingabrjef gegn meSferS þessari, kvaS hana gagnstæSa lög-
um og landsvenju; og þótt aSra einvaldsmenn (lögerfSaraenn og
Orleaninga) taki ekki sárt til ættingja eSa vina keisarans, tóku
þeir þó málstaS hans, af því þéim þótti þetta ískyggilegt gjör-
ræSi af Thiers, og þóttust sjá, viS hverju aSrir mótgangs-
Skirnir 1873. 5