Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 4
4
AUSTRÆNA MÁLIÐ.
botnlaust. Saraa væri um Tyrkland aö segja. botninn vantaÖi,
■þ. e. aö skilja ráövendnina. J>aö voru hans álit, aÖ ríki Tyrkja
í Evrópu ætti og hlyti aö líöa undir lok, en hinir kristnu þjóö-
flokkar aö taka viö fullu forræöi mála sinna. í rauninni litu
þeir Thiers og Guizot eins á málið, þó enum siðar nefnda þætti
líkt og sumura enn, aö yfirdrottnunin ætti að vera í höndum
soldáns, því þá væri raiður hætt viö, aö þessi þjóðlönd yröu
uppnæm fyrir öðrum sjer voldugri ríkjura. Einhver maöur spurði
Saint-Marc-Gir. aö því, hverjum hann ætlaði að halda hlífðar-
skiidi fyrir enum nýju smáríkjum. Hann svaraði: «En hver á
að verja Tyrkjaríkið ykkar, sem liggur í fjörbrotunum? Er Evrópu
það vandaminna að standa á verði um líkkistu enn um vöggu?»
þó vesturþjóðir Evrópu hafi staðiö svo á varnarverði um bana-
sæng Tyrkjans, sem öllum er kunnugt, þá hafa þær samt látið
gera hana þrengri í hvert skipti, sem stórtíðindin urðu. En hvar
skal þá staðar nema? það eru meir enn 50 ár síðan, að tveir
málsmetandi Englendingar — Wellington hertogi og Holland
lávarbur — voru á því, að þá þegar hefði átt að stytta Tyrkjanum
(þ. e. ríki hans) aldur. Slíkt hefur fleirum af þjóð þeirra um
munn farið, og þó eru það Englendingar, sem mest allra hafa
haldið uppi ríki hans. En hvað bjó undir? J>að sem svo opt
er við komið í riti voru; það var bvorki tryggð nje ástríki við
Tyrkjann sjálfan eða virðing fyrir stjórn eða framförum hans
eða tilfinningarleysi um hagi kristinna manna, heldur óttinn, að
allt lenti í greipum Rússa, og vald þeirra yxi Englandi um megn og
yrði hættulegt landeignnm þess í Asíu. Hjer mun mikið til hæft,
og hins eigi siður, sem flestir stjórnmáalmenn Evrópu hafa
fundið til, játað og sýnt, að ofvextir Rússlands eða ofureflisríki
Jieirra í vorri álfu gæti aldri orðið henni eða þjóðmenntun hennar
til heilla. En þrátt fyrir þetta var ekkert við gert, þegar Rússar
ónýttu Parísarsáttmálann (frá 1856) eptir fall Napóleons þriðja,
eða slitu þau höpt í sundur, sem hann hafði lagt á þá í Svarta
hafinu. Og þegar styrjöldin byrjaði aptur 1876, og sögurnar
herfiiegu fluttust af hryðjuverkum Tyrkja á Bolgaralandi og víðar,
varð alþýða inanna á Englandi þeim svo fráhverf, að menn kváðu
þá einskis maklegri enn að missa öll ráð á Balkansskaga. Hjer