Skírnir - 01.01.1881, Page 112
112
RÚSSLAND.
eru als 40,000. Upphaf rimmunnar var orSakast meS nokkrum
kristnum mönnum og GySingum, en síSar sló í áflog og bar-
smiSar. J>ar kom a8 löggæzlustjórnin varS a8 sækja vopnaöar
hersveitir. En hjer mun ekki hafa veriS skjótt viS brugSiS, því þegar
þær komu, höfSu enir kristnu haldiS áfram spellvirkjum og rán-
um á annan dag, neytt skotvopna til og veitt mörgum GySinga
sár og örkuml. Hjer voru líka hændur »í kaupstaS» þá daga,
fyrir hátíBina, og gerSu þeir sig ölvaSa til áræBis fyrir þaB
sem þeir höfSu í vösunum, en heimtu svo bæSi fje og fjemæta
muni í búSir og hús GySinga. GySingar gátu lítilli vörn fyrir
komiS, og af þeim ljet einn líf sitt, en 200 voru særSir eSa
limlestir. Nálega helmingurinn af öllum búSum þeirra og íbúS-
arhúsum var aB miklu leyti brotinn og í eySi lag&ur. — Af
róstumönnum eiga 400 aS hafa veriB teknir fastir til dómprófa
og hegninga . — Rjett á eptir aS þetta var skrifaB, báru blöB-
in þá fregn frá Kiev, aS borgarlýSurinn kristni hefBi veitt GyB-
ingum líkar búsifjar (8. maí), ruBst inn í búSir þeirra, rænt þar
öllu sem hendur festi á, og veitt þeim bæSi sár meS vopnum
og ymsar meiBingar. Hjer varB herliBiS líka aS skakka leikinn,
og tókst þaB ekki fyr enn margir áttu um sárt aB binda. 500
manns urBu hjer handteknir og settir í varShald.
Skóbeleff hershöfSingi, sem fyr er nefndur, er hershöfSingja
son, og lifSu báBir foreldrar hans til þess í fyrra sumar. þá
var móBir hans á ferSum um Bolgaraland óg Rúmelíu eystri,
leit þar eptir högum og aBbúnaSi sjúkra manna á spítölum, og
kom alstaSar færandi hendi. Henni fylgdu þrír þjónar og einn
sveitarforingi Usatis aB nafni. Foringinn átti syni hennar allt
gott upp aS inna, því hann hafBi haldiS enum unga manni mjög
fram til sæmda, og seinast gert hann aS fylgiliSa sínum. Annars
hafBi Usatis fengiS bezta orB á sig fyrir áræSi og yms hreysti-
verk, og þar meB margar orSur og önnur sæmdarmerki. Fyrir
allt þetta fjekk Skóbeleö þenna mann móBur sinni til fylgdar.
En Usatis hafSi líka áræSishug til verstu glæpa. Hann fjekk
þjónana til lags viS sig aS myrSa frúna, og taka síSan fje hennar
og gersemar. þegar morBingjunum var veitt eptirför, rjeS Usatis
sjer bana, enn hinir urSu handteknir.