Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 132
132
DANMÖRK.
en þau ná engri grunnfestu, svo aft skip þeirra rekur jafnt fyrir
vindum hvatanna og stormum mótlætinganna. Niels Lyhne er
trúleysingur, en þegar barn hans liggur fýrir dauðanum æpir
hann til himins um líkn og björg. þetta kom honum a5 engu
haldi, og t>á þótti honuin reynt, hvaS trúin dygSi. Og frá því
má kalla aS hann fljóti „sofandi aS feigSar ósi“ fyrir stjóra ef-
ans og óvænisins. Hann á þá skammt ólifaS, ræzt sjálfsboSa í
stríS, fær þar banasár og virSist verba feginn ab mega „leysa
upp.“ — Eptir Holger Draehmann liggur ágætlega fagurt skáld-
rit, sem heitir „0sten for Sol og Yesten for Maane,“ og er sett
saman eptir hugmynd í einu æfintýrinu í sagnasafni Asbjörnsens;
enn fremur drápukviSa um Tordenskjold og nokkuS af þýSingu
„Don Júans“ eptir Byron. Vjer getum enn nefnt skáldsögur eptir
Schandorph („Fem Fortællinger“ og „Smaafolk"), og eina eptir
Karl Gjellerúp, ungan mann og efnilegan í liSi „vinstrimanna;“
hún heitir Antígónos, og er efniS tekiS frá enum fyrstu öldum
kristninnar. Sjera Hostrup er utan flokka og hefir ekki í mörg
ár látiS til sín heyra, svo neinu nemi, en í haust kom frá hon-
um leikrit sem heitr Eva, og þótti bera þaS flest tJl kosta, sem
fundiS hefir veriS í leikritum hans enura fyrri. Eptir þaS aS
menn höfSu sjeS leikinn í „þjóSarleikhúsinu11 („Nationaltheatret,“
eSa „Den danske Skueplads“) buSu ungir menn og ymsir hinna
eldri af vinstra flokki honum til veizlugildis. Hann þá þetta
boS, en baS menn eigi virSa þaS svo, sem hann vildi neinn
flokkinn fylla^ þó honura likaSi margt sem bezt í enura nýju
breifingum; og hann vildi eiga sjer annara velvild vísa, sem
hann vildi þeim hib sama sýna, hverrar handar sem þeir stæSu.
Allt um þaS tóku blöS hægrimanna svo á þessu, aS nú væri
Hostrúp orSinn „einn af átján“ og kominn í ljettúSarflokkinn og í
ölu „realistanna.11 — Af öSrum riturn eptir danska höfunda nefnum
vjer tvö, sem snerta fornöld NorSurlandabúa og þeirra þjóSkyns.
Vjer getum þeirra af því þau eru frúSleg, og fróSir menn á
íslandi kynnu aS vilja eignast þau, en til aS lýsa þeim nánara
vantar oss bæSi rúm og tíma. AnnaS þeirra er eptir Sophus
Miiller, ungan fornfræSing, en hitt eptir Worsaae varaforseta
„Hins norræna forufræ5afjelags.“ HiS fyrnefnda heitir „Dyre-