Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 16
16
AUSTRÆNA MÁLIÐ.
trausts og buggunar, a? Vilbjálmur keisari bafBi mælt þafc til
fulltrúa í>jó8verja á ríkisþinginu, a0 menn þyrftu ekki aS óttast
styrjöld, því stórveldin væru eins samhuga og áður — og þó svo
færi, aS til vopna yrSi tekið þar eystra, þá væri þeim einráSiS
aS halda þeim leik innan þrengstu takmarka.
Mönnum kann aS þykja, að „Skírnir“ hafi orðið hjer fjöl-
orSari enn þörf var á. Vera má aS svo sje, en þar sem um
annaS eins mál ræSir og „austræna máliS“ hefir veriS frá önd-
verSu, ætlum vjer þaS yfirlit vel til falliS, aS menn af því geti
áttaS sig á eSli þess og álitum og tilgangi þeirra, sem til þess
hlutast. í eSli sínu og rás sinni er þaS í raun og veru ekki
annaS enn þrotnun ríkis Tyrkja í vorri álfu, og því
lyktar ekki fyr enn völd þeirra eru undir lok liSin.
Um álit manna — sjerílagi stórveldjjnna —, ýmsar tillögur og
tilhlntnn er vandara aS tala, því slíkt hefir fariS og fer enn
eptir því, sem hverju ríki þótti máliS til sin taka, eSa snerta
sína hagsmuni, og hjer varS „máliS“ þá opt hiS sama og: hvaS
öSrum byggi í hyggju, og hvaS þeir vildu hafa upp úr
krapsinu. Af þessu spratt tortryggnin og margvíslegir mein-
bugir, er eitthvaS skyldi aS hafast, og þó minna kunni á slíku
aS bera nú enn fyr, og þó stórveldin kannist öll viS, aS málin
þar eystra eigi ekki aS spilla almennum þjóSafriSi álfu vorrar,
þá vantar- enn mikiS á, aS hvert þeirra trúi öSru allsvel, eSa
sem vera hæri. Yjer höfum áSur minnzt á ugg frönsku stjórnarinnar
um afleiSingarnar af deilu Grikkja og Tyrkja — og þaS var þó
einmitt Frakkland sem tók aS sjer málstaS Grikkja á sáttmála-
fundinum 1878 — og skulum nú aS niSurlagi herma þaS sem
frjettaritari blaSsins „Times“ (í Paris) hefir nýlega haft eptir
„glöggum og alvörugefnum“ stjórnmálamanni á Frakklandi. „Já“
— hefSi hann sagt — „Berlínarfundurinn síSasti lagSi snöru
fyrir oss; eigi svo aS skilja, aS oss skyldi stríS á hendur fært,
en menn vildu láta oss rí&a á ófriSarvaSiB eSa hleypa oss inn í
nýja styrjöld. þjer hafiB sjálfur sagt, aS hin ríkin ætluðu, aS
Frakklandi og Englandi mundi þaS einráSiS aS gera þá línu aS
stöddum landamerkjum, sem dregin var í Berlin, og neyta vopn-
afla og flota sinna til ef þyrfti. En gerum nú ráB fyrir, aS