Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 67
ÍTALÍA.
67
Belgíuþátt). Nína bjet sá kardínali, sem settist í forsetastól fyrir
ráfianeyti Leós páfa, og befir til þess í baust haft á höndnro viS-
skipti og samninga viS útlend ríki. Hann befir nú sagt af sjer, og
bar viS beilsubresti og hrumleik, en viS embætti hans hefir tekiS
sendiboSi páfans í Vín, Jacobíni, sem nefndur er í fyrra í riti
voru (73. bls.).
Af látnum merkismönnum getum vjer tveggja. 23. október
dó Bettino Ricasoli (f. í Flórens 9. marz 1809). Hann var
tvisvar fyrir ráSaneyti Victors Emanúels (1861 og 1866), og
hafSi á höndum útanríkismálin. Hann átti þátt í er ítalir gerSu
samband viS Prússa móti Austurríki, og stóS fast fyrir, er aSrir
reyndu aS fá því brugSiS. þegar hertoginn i Toscana var rekinn
úr landi annaS sinn ('1859). var hann kosinn í stjórnarnefnd lands-
ins, og síSar alræSismabur. Hann átti þá mestan þátt í því, er
Toscana var tengt viS Sardiniu. — 26. marz þ. á. dó Giachimó
Pepólí, markgreifi (f. í Bologna 6. nóv. 1826), sem hefir veriS
mjög viS riSinn breytingarnar á Ítalíu síSan 1846, þegar frelsis-
hreifingarnar byrjuSu. Hann var dótturson Jóachims Murats, Na-
pólikonungs, og var sjálfur giptur frændkonu Vilhjálms keisara á
þýzkalandi. 1848 gerSist hann oddviti borgarlýSsins í Bólognu
og varSi hana lengi á móti atfaraliSi Austurríkismanna. Hann
og Ricasoli voru vinir Cavours og honum mjög samhendir í öll-
um ráSum. Pepóli var' forseti bráSabyrgSarstjórnarinnar í Ró-
magnu (1859J og síSar umboSsmaSur Sardíníukonungs í Umbríu,
og þaS var eigi minnst hans fylgi og kappsmunum aS þakka,
aS þessi lönd urSu sameinuS konungsríkinu ltalíu. Hann hafSi
fjármál á höndum í því ráSaneyti, sem Ratazzi var fyrir 1862.
SíSar var hann erindreki konungs í Vín, Pjetursborg og París,
og þótti ávajlt vera mesti skörungur.
5