Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 49
FRAKKLAND.
49
irnir í París (og víðar) minningarhátíð uppreisnarinnar 1871 meB
veizlugildum hjer og hvar um alla borgina. Skömrau áður (þann
13da) höf&u þau tiBindi oröið í Pjetursborg, aÖ Alexander keisari
annar haföi fengiB bana af morötilræöum „gjöreyöenda11 (níhilista;
sjá Ilússlandsþátt). þenna atburð geröu frekjugarparnir í
París sjer að fagnaðarfregn og minntnst hans hólsamlega í gildum
sínum. Louise Michel kvazt boðin og búin að framkvæma hvað
eina, sem foringjar níhilista vildu fela sjer á hendur. Sum-
staöar var sagt, að til væru fleiri harðstjórar, enn höfðingjarnir
kórónuðu, og talað um fantinn í Bourbon — höll er svo heitir
—, þ. e. Gambettu, og honum skyldu menn hugsa þegjandi
þörfina. Á einum veizlufundinum gerðu menn einn af morðingjum
Rússakeisara, sem handtekinn varö, og Ryssakoff var nefndur,
að heiðursforseta gildisins. Lögreglustjórnin hlutaðist hvergi til,
en sagt er að hún hafi þó þann dag haldið góöum njósnum um
orö manna og atferli, og daginn á eptir ljet hún handtaka marga
af þeim, sem komnir voru til Parisar frá byltingar eða samsæris-
fjelögum í öðrum löndum. Af þeim er jafnan margt í París,
þó þeir verði að ganga þar huldu höfði, en verða helzt upp-
götvaðir á slíkum fundamótum, og lætur stjórnin þá færa þá út íyrir
landamæri Frakklands. Ámóta og mönnum á veizlufundunum
fórust frekjublöðunum oröin um morð Rússakeisara, og urðu á-
byrgðarmenn þeirra fyrir dóm dregnir, og hlutu þeir allir að
sæta alimiklum útlátum, en sumir varðhaldi að auk. — þetta
er Hka þ aö eina, sem vjer vitum fram að telja um skörungskap
sjórnarinnar gegn frekjuflokkunum.
Hinir upphaflegu fjandmenn þjóðveldisins, einveldismennirnir,
láta nú sjaldnar á sjer bæra. Orleansprinsarnir búa við stór-
eignir sinar, og vinir þeirra á þinginu eru nokkuö síns liös,
góöur og gætinn miðflokkur, frjálslyndir í öllum tillögum, en
hata frekjumenn. Einveldið nefna þeir varla á nafn. Keisara-
sinnar hafa deilzt í tvo flokka, og sökum þeirrar sundurleitni
stendur nú minni ótti af þeim enn nokkurntíma fyrri. í haust
áttu þeir fund meö sjer í París og sló þar í mikla rimmu, og
var þeim síðast vísað út, sera vildu hafa Jerome Napóleon
Skírnir 1880. 4