Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 142
142
NOREGUR.
ar. Bátatala í þeirri verstöS var 5,800, fiskimenn 26,700; en
bjer a55 auki var jpar baldiS út 679 þilskipum; á þeim 4000
manna.
Nóttina milli 17. og 18. október varö mikill voSi af eldi í
Kristjánssandi. Fyrst kviknaÖi í einum gestagarði („Hotel Brit-
annia“), en hvass vestanvindur bar neistastranmÍDn aS öSrum
húsum, meSal annara dómkirkjunni og brunnu þau öll til kaldra
kola. Mönnum tókst aS bjarga mestum hluta af skrúÖi kirkjunn-
ar og öSrum munum hennar. Enn fremur brann pósthúsiS, en
skjölum og búsbúnaSi varS komiö undan. Gömul kona hætti
sjer inn f hús sitt aptur, sem stóS í loga, og vildi bjarga einhverju, en
brann inni í eldinum. Margir fengu þar mikil sár og meiöingar, af
þeim sem fylgdu slökkvitólunum eSa íjeSust til meS þeim aö
stöSva brunann. — Seint á skírdagskvöld (i vor) sprakk stein-
olíulampi í húsi einu í Túnsbergi utanveröu, og stóS húsiS sem
var af timbri, svo skjótt í báli, aS konan og tvær dætur hennar
brunnu þar inni; 10 hús önnur lögSust þar í eyöi.
Af látnum mönnum getum vjer fyrst hins nafnfræga fiSlu-
leikara Ole Bulls. Hann kom heim frá Ameríku til Björgvinar
i lok júlímánaöar, og hafSi þá tekiS banasóttina á leiSinni. Hann
Ijet þegar flytja sig til bústaSar síns á eyjunni Lysö, eigi langt
frá Björgvin, því þó hann væri aö staöaldri fyrir vestan haf i
átthögum konu sinnar (í Bandafylkjunum), var hann vanur ab
sitja á þessum lystigarSi á sumrum, eSa mestan hluta sumars.
Hann lá hjer banaleguna og andaöist 17. dag ágústmánaSar, og
baföir þá lifaS hálft ár yfir sjötugt, (f. í Björgvin 5, febrúar 1810)
Á æskuárunum settu foreldrar hans hann til náms í latínuskóla og
ætluöust til, aS hann yrSi prestur. Hann byrjaöi líka á guS-
fræSinni viS háskólann í Kristjáníu, en hugur hans hafSi þá íyrir
löngu, eöa frá barnsaldri bneigzt aS þeirri mennt, sem átti aS
gera hann svo frægan, og hann kaus heldur aö fara til þýzka-
lands, og hafSi þar tilsögn af Spohr (í Kassel) í tónfræSi og
hljóöfæralist. Eptir þaö var hunn vakinn og sofinn í fiSIuleikn-
um og ferSaSist 1831 til Parísar, Ijek hljóSfæri sitt á ymsum
stöSum á leiSinni og fjekk mikiö lof hvervetna. Hann hugSi
bæSi til fjár og frægSar í París, en þá bar svo óheppilega til,