Skírnir - 01.01.1881, Page 71
SPÁNARVELDI.
71
þá nppgötvafc, a? f'ölsunin kom frá »skrifstofu ríkisskuldanna.«
Menn beiddust á þinginu skýrslu um þetta mál af fjármálaráð-
herranum. En hann sagSi meSal annars í svari sínu: MþaS er
þó engin f'urSa þó men n falsi rentuseSla í öSru eins landi þar
sem menn falsa peninga, skuldabrjef og önnur beimildarskjöl ein-
stakra manna.“ — HöfuSjárnbrautirnar eru flestar eSa allar
lagSar af útlendum mönnum og fyrir útlenda peninga; sama er
aS segja um leiSar- eSa flutningaskurSi, og sumar auSugustu
námurnar eru í útlendra manna höndum. Vegum og samgöngum
er mikils vant á viS þaS sem finnst í öSrum löndum, og fyrir
erfiSleika á flutningum kemst korntunnan upp i '28 franka ó
sumum stöSum, þegar hún kostar 9Vs2 á öSrum. — I síSasta
kafla greinarinnar talar höf um flokkana og rjettarvitund alþýS-
unnar. Hún er upp viS þaS alin, aS hervaldi og oíbeldi er beitt í
lagannna staS. Konungurinn er sá eini, sem hefir ábyrgS á
Spáni, ábyrgS fyrir flokkunum sem of'an á verSa í þaS og þaö
skiptiS, því þeim er hann háSur, og undir þeim á hann þaS,
hvort hann má njóta valda sinna, eSa hann veröur aS skiljast
viS þau eins og ísabella drottning 1868.
11. september fæddist konungi dóttir, og mundi sá atburSur
heldur tíSindalegur innanhirSar á ööru eins hirösiSa og viShafn-
arlandi. Nokkru á undan hafSi konungur tekiS til í úrskurSi
þær «orSur», sem barniS skydi fá viB skírnina, ef þaS yrSi pilt-
barn — þær voru fjórar, allar dýrar og háleitar —, og svo
binar, sem meybarniB skyldi hljótá. Til styrks og Ijettis í barn-
burSinum höfSu menn fært drottningunni ymsa helga dóma, t. d.
þrjá göngustafi helgra manna, og þar meS belti og blæju, sem
ótt hefir María mey. eöa »náöardrottningin« (Nouestra Sennora
de la Gracia). HefBi þetta allt ekki brifiö, var til vara fyrir-
hugaB aS bera til hennar í rúmiB armlegg Jóhannesar skírara,
og í síSustu viBlög líkneski eins ginnheilags manns, biskups, aS
því er oss minnir, þó vjer höfum gleyrot nafni hans. MeSan
drottningin ól barniB, var konungur inni hjá henni í herberginu,
ásamt móBur hénnar, einum kammerberra hirSarinnar og hirSr
lækni drottningarinnar frá Austurríki. í sal einum þar nærri
biírn ráBherrarnir, sendiboBar frá útlöndum og annaS stórmenni,