Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 11
107
Somi er nú tilgáta heímspekúigsins gríska, og
gat eg ekki skírt frá henni í færri oröuni, so meín-
íngin væri óbrjáluð. Mer sýndist hún samt of
merkileg, tilað sleppahenni öhhíngis, þvíhún er rett-
kallad sjnishorn af rausóknum hinna fornu vitrínga.
Af Jm þá vantaði reýnsluna, sem smátt og smátt he-
fir leítt í Ijós ið retta eðli heímsins, og sambandið
milli orsaka og afleíðínga í náttúrunni, gripu þeír
til skáldlegra hugminda; og opt og tíðum eru þær
so fagrar og samtvinnaðar við sannar og skarpvitr-
ar íhuganir, að mörgum liættir til að gleýma, á
hvað veíkum fæti þær eru bjgðar.
Fegurstar og háleítastar eru samt hugmindir
austurlenzka spekíngsins um sköpun heímsins, sem
standa í upphafinu á fyrstu Mósesbók, og hvurjum
manni eru so alkunnar, að eg þarf eltki að geta
þeírra her. Ég vil því eínúngis drepa á, að so
afbragzleg dirfska og skáldlegt fjör, sem lýsir úr
hvurju hanns oröi, virðist þó ekki að síður frásögn
hanns um sköpunarverkið, vera sprottin upp af
djúpsærri náttúruskoöun.
Gainla spekin dó út á miðöldunum, eínsog
alkunnugt er; því þó hún feldist í bókum, var hún
samt liorfin af jörðu, meðan hún lifði ekki í ineð-
vitund og sannfæríng þeírra sem á jördunni bjuggu.
Enn þegar Ijós vísindanna aptur fór að skína á norð-
urlöndum, kom það allt í góðar þarfir, sein gömlu
vitringarnir höfðu afrekað. Enn nií fóru náttúru-
fræðíngarnir að gánga annan veg enn áður, og velja
reýnsluna ser til leíðtoga. Nú var ekki framar gef-