Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 53
149
heýrði Ijall nefnt, þótti nier það voðalegt orð. Ég
hafði ekki hng til að smía aptur, heldur hehlt eg
áfram af tómri hræðslu. Eínatt lirökk eg saman og
Jeít til baka þegar vindurinn þaut í trjánum yíir
mer eða viðarhögg heýrðist Jángt að í morgun-
kyrðinni. þegar kolamemi og námufólk mættu mer
og eg heýrði ókunnugt málfæri, var nærri liðið yfir
mig af ótta.
f>er fyrirgefið livað eg er Jángorð; hvurt sinn
að eg tala um þessa sögu verð eg málóð á inóti
vilja mínum, og Eggert, sá eíni maður sem eg hef
sagt hana, hefir komið mer uppá það með sinni
eptirtekt.
Ég kom í nokkur þorp.og beíddi að gefa mer,
því eg var orðin svaung og þyrst; þegar eg var
spurð, leýsti eg úr því nokkurnvegin. Sona hafði
eg lialdið áfram eítthvað fjóra daga, og kom nú á
dálitla afgiitu, sein leíddi mig allíaf lengra og
lengra útaf aðaiveginuni. Klettarnir í kríngum mig
lóru að verða öðruvísi, og miklu undarlegri enn
áður. þeím var hrúgað hvurjum ofaná annan, og
litu út eínsog fyrsti viudbilur mundi feýkja þeím í
sundur. Ég vissi ekki hvurt eg átti að fara lengra-
Ég hafði allíaf sofið í skógnum á næturnar, því
það var um há-suinar; her faiin eg alls aungvar
mannabygðir, og bjóst ekki heldur við því í þessum
óbygðum. Klettarnir voru alltaf að verða óttalegri,
eg varð opt að fara yfir hengiflug, og loksins
þraut vegurinn undir fótum mímun. Ég var öld-
úngis óhuggandi, og gret og hljóðaði, so það heýrð-