Fjölnir - 02.01.1835, Page 56

Fjölnir - 02.01.1835, Page 56
152 alltaf að fjarlægjast, við gengum yfir fagurt engí, og þaðan um bísna lángan skóg. J»egar við komum af skóginum, var sólin að gánga undir, og aldreí gleými eg hvað eg fann og sá á þessu kvöidi. Feg- ursti guli-roði ljómaði allt um kríng, eíkurnar stóðu með liöfuðin í kvöldroðanum, blíður bjarmi iá yfir jörðunni, skógarnir og eíkablöðin bærðust ekki, himininn var heíður og allt eíns til að sjá og opin paradís, og kvöld-klukkur þorpanna hljómuðu und- arlega sorgarblítt yfir akra og engjar. Sálin mín únga fekk þar í fyrsta sinni grun af veröldinni og hennar viðburðum. Eg gleýmdi iner og kellíng- unni, hugur minn og augu voru ekki annarstaðar enn uppi hjá inum gullnu skýum. Við fórum nú uppá eínn liól vaxinn birki- runnum; ofanaf hólnum var að sjá lítinn dal fullan af birki, inná milli trjánna stóð kofakorn. J»á heýrðum við gelt móti okkur, og í sama bili kom ofurlítill hundur stökkvandi til kellíngarinnar, og dillaði róunni; síðan kom hann til mín, skoðaði mig í krók og kríng, og hljóp so til hennar með vinalátum. þegar við gengum niöur af hólnum, heýrði eg undarlegan saung, sem mer virtist koma úr kofan- um; það var eínsog fuglsrödd , og saung þetta: T kyrrmn skóg er kæti nóg, um sumar og gó, og eýlífð þó,

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.