Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 78
174
ætt. jþeú' binda tóuskott á húu þess gem hræddur
er, leíða hann fram hjá ailri sveítinni so hvur maður
hlæi að honum, og senda síðan heím með óvirðíngu.
Meíri hegníngu kunna þeír ekki, og refsa þó harð-
lega smávegis afbrotum: skera burtu nef, stýnga
út augu, og annað Jmumlíkt. — Velgjörnínga muna
jieír æfilángt og þakka.
Klæðnaður þeírra er eínskonar dúkur sem jþeír
vefa ser sjálfir; andlitið penta j>eír gult, enn konur
þeírra fletta í hárið gimsteína og málmdoppur.
Höfðíngjar og heldri inenn bera skart á brjóstum
til auðkenníngar: höfðíngjasynir bera gimsteína,
annað stórmenni gulldoppur, gylltar silfurdoppur
liðforíngjar og æðstu embættismenn, og þar niðrí-
frá kopardoppur.
Vestmenn hafa ekki saungtói, nema bumbur
og skeljar. — |>eír byrja árið með kornskerutím-
anum og hahla nýárs-liátið. Aðrir árstímar fara
eptir kornvexti, kulda, hita og öðru jjessháttar. —
j»eír liafa ekki Iækna og neýta ekki læknisdóina.
j>egar einhvur sýkist, er sóttur töframaður. Hann
gerir stóran ehl hjá sjúklíngnum, brakar og bumb-
ar og lætur öllum skrípalátum, að fæla burtu
illan anda, sem þeír eígna veíkindin. — Verzlunin
er ekki önnur, enn kaupa lítið eítt af dúkvöru, og
aðrar smávegis nauðsynjar fyrir hjarðir sniar; enn
jiað eru mestan part hestar, naut og sauðir. Ment-
irnar eru mestar í jiví, að búa ser til föt úr striga-
vefnaði og fleírum dúk-tegundum, eínnig smíða vopn
og hlífar: hjálma, brynjur, örvar.