Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 51
147
se rángt að (lylja vður nokkurs. Enn ekki megið
J)er halda, saga mín se neín skröksaga, hvað undar-
lega sem hún liljóðar.
Eg er borin í eínu þorpi, faðir minn var fá-
tækur hirðir. Foreldrum mínum gekk ekki sem bezt
búskapurinn; þau voru margopt í ráðaleýsi, hvar
{>au ættu að fá ser mat. Enn það hriggði mig þó
lángtum meíra, að faðir minn og móðir mín rifust
optlega útúr fátapktinni, og bríxluðust þá töluvert.
Um inig var æfinlega sagt, aö eg væri lieímskt og
fáráttbarn, sem kynni ekkieína ögn að gera; enda var
eg ofur stirð og ólagin; eg lærði hvurki að sauina
ne spinna, eg gat ekkert hjálpað til niðri við, og
ekki hafði eg skilníng á neínu, neina seriega góðan
á bágindum foreldra minna. þá sat eg opt út’ í
horni og var að hugsa um, hvurnig eg skyldi hjálpa
þeím, ef eg yrði snögglega rík, hvurnig eg skyldi
bera á þau gull og silfur, og fiykja vænt um Jiá
þau yrðu hissa; þá sá eg anda stíga upp, og sýna
mer fólgið fje, og gefa mer dálitla glerhalla, sem
urðu að gimsteínum, í stutti máli: eg gerði mer
undariegustu ímindanir, og þegar eg átti so að
standa upp, og gera eíttlivurt liandarvik, eða taka
á eínhvurju, J)á var eg ennþá ólægnari enn vant var,
af því eg var ríngluð í höfðinu aí öllum Jiessiim
undarlega hugarburði.
Faðir minn var mer æfinlega ofur reíður, af
því eg væri ekki nema til jþýngsla; Jiessvegna var
hann opt harður við mig, og skjaldan talaði hann
blíðlega til mín. Sona var eg orðin eítthvað 8 vetra,
JO*