Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 63
159
hina stunðina varð eg frá mer numin, að íminda
mer nýa veröidu og alla liennar margbreítni.
Ég vissi ekki hvað eg átti að gera af mer;
hundurinn var alltaf að flaðra uppá mig með vina-
látum, glaða sólskin útum hagann, og bjarkirnar
ljómandi grænar. Mer fannst eínsog mer lægi ofboð
á að flýta mer, þá tók eg vesælíngs liundinn, batt
hann inní stofu og tók so undir hendina búrið með
fuglinum. Hundurinn bar sig illa og íldi, af því
hann var óvanur þessari meðferð; hann mændi til
inín bænar-augum, enn eg þorði ekki að liafa hann
með mer. Síðan tók eg eítt kerið, og stakk því á
mig; liin skildi eg eptir.
Fuglinn sneri kinlega höfðinu, þegar eg var
komin út í dyrnar með hann; liundurinn brauzt um
að komast á eptir mer, enn varð að sitja kyrr.
Eg forðaðist að stefna uppí eýðifjöllin, og gekk
í gagnstæða átt. Hundurinn var eínlægt að gelta
og íla, enn eg kenndi ofboð í brjóst um liann;
fuglinn ætlaði nokkrum sinnum að fara til að sýngja,
enn hlaut að falla það örðugt meðan hann var
borinn.
Eptir því sem eg gekk lengra, eptir því varð
ómurinn minni, þángað til eg heýrði ekki neítt. Ég
fór að gráta og lá við að snúa aptur, enn lángaði
so til að sjá eítthvað nýtt, að eg heldt áfram.
J>egar kvölda tók, var eg komin yfir fjöll og
fáeína skóga, og leítaði mer gistíngar í þorpi eínu.
Ég var ofur eínurðarlítil, þegar eg kom inní gesta-
herbergið; mer var vísað til sængurhúss, eg svaf