Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 61
157
heíin af ferðum sínunij hældi hún mer æfinlega
fyrir hirtni; hún sagði búskapurinn færi lángtum
betur frain, síðan eg hefði koinið Jiángað, hún
glaildist af því hvað eg stækkaði og liíi blómlega
út, í síuttu máli: liún fór með mig öldúngis eínsog
eg væri hennar dóttir.
{»ú ert væn barnið gott! sagði hún eínusinni
við mig; ef þú heldur sona áfram, mun þer ætið
vegna vel; enn aldreí verður það að góðu, ef gengið
er af rettum vegi; hegníngin kemur eptirá, þó hún
stundum komi seínt. J>egar hún sagði þetta, tók
eg iítið eptir því, því eg var allra mesti fjörkálfur;
enn um nóttina datt mer það aptur í hug, og skildi
*
sízt í, hvað það ætti að þýða. Eg velti fyrir mer
hvurju orði; eg hafði lesið um auðæfi, og loksins
datt mer í hug, að perlurnar og gimsteínarnir hennar
kynnu ef til vildi að vera eínhvurjar gersemar.
J»essi hugrenníng fór að verða Ijósari fyrir mer.
Enn við livað gat hún átt, þegar hún talaði um retta
veginn ? Eg gat ekki ennþá skilið fullkomlega þýð-
íngu orðanna.
Ég var þá 14 vetra gömul, og það er óham-
íngja fyrir manninn, að fá vitið eínúngis til þess
að missa sakleýsi sálarinnar. Mer skildist það dável,
að það stóð í mínu valdi, að taka fuglinu og ger-
semarnar þegar kellíngin væri ekki heíma, og leíta
so uppi veröldina sem eg hafði lesið um. Meðfram
heldt eg það gæti so farið, að eg finndi gullfallega
riddarann, sem mer stóð alltaf fyrir lmgskots-
sjónum.