Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 13
lelu jarðfræðíngarnir sig aldreí vanta, tft að vera
við og gefa gætur að jn í sem upp kæmi. Enda
fengu þeír ómakið full-launað, jiví margir lilutir og
stórkostlegir báru þeím fyrir augu. Yfirborð jarð-
arinnar bar það Jjóslega með ser, að á því hefðu
orðið margar og skelfilegar umbiltíngar. j>ær hafa
komið yfir jörðina í vissri röð, og hvur á eptir ann-
ari, enn smnar þó með afar-laungu millibili, og
leíða þær menn úr skugga um, að jörðin hlýtur að
vera furðulega gömul. Meðal annars hafa menn
hitt á margskonar steín gj örví nga i jörðunni;
enn það eru líkamir dýra og urta, orðnir að liörð-
um steíni, og hafa þeír flestir undarlegt skiipulag
og ærið frábrugðið þeím veruin, sem nú á dögum
finnast á jörðunni og í sjónurn.
Allar þessar fornu menjar hafa nú jarðfræðíng-
arnir notað ser, og getið til með miklum skarpleík,
hvurnig hafi orðið að vera ástatt á vorum linetti,
þegar þesskonar dýr gátu lifað þar, og þvílík tre
og aldini gróið. Eg skal nú leítast við að gefa
lesendum Fjölnis dálítið sýnishorn af jarðfræðinni,
eínsog hún lítur út sem stendur, og verður það
samt stjttra enn skyldi, eínkum vegna þess, að það
er mart heraðlútandi, sem ekki verður fráskírt, nema
lesendunum værikunnugheímspeki og helztu greín-
ir úr efnafræðinni*) (Chemie), sem það væri
ósanngjarnt að ætlast til, alþýða hefði numið. Mart
•) í pessari vísindagreín ern ransökuS frumefni náttúrunnar og
sameiníng peírra.