Fjölnir - 02.01.1835, Blaðsíða 62
158
f
I fyrstunni var þessi hugrenníng ekki meír’
enn hvur önnur hugrenníng, enn þegar eg sat sona
með snælduna mína, rann hún mer í huga ósjálfrátt
aptur og aptur, og so sökkti eg mer niður í þetta,
að eg sá sjálfa inig skrúðbúna, og riddara ogkónga-
sjni kríngum mig. J>egar eg hafði gleýmt mer
sona, varð eg reglulega hrigg, |)egar eg leít upp
aptur, og íánkaði við mer íkotinu. }>egar eg var
að verki mínu, skipti kellíugin ser ekki neítt af
mer.
Eínn dag fór húsmóðir mín aptur að heíman,
og sngði mer, að hún inundi í þetta sinn verða burtu
lengur enn vant væri, eg skjldi nú hafa gott gát á
\
öllu og láta mer ekki leíðast. Eg var eínhvurnveg-
inn hálf-hnuggin þegar eg kvaddi hana, því mer
fannst eínsog eg mundi ekki sjá hana aptur. Eg
horfði lengi á eptir henni, og vissi ekki sjálf, hvurs-
vegna eg var so hrædd; J>að var næstum eínsog eg sæi
fyrirætlun mína, án þess eg vissi það greínilega.
Aldreí hafði eg stundað betur seppann og fugl-
inn, og verið eíns natin við }>á; mer var annara um
þá enn vant var. }>egar kellíngin var búin að vera
nokkra daga að heíman, fór eg eínusinni á fætur í
þeím fasta ásetníngi að fara með fuglinn úr kotinu,
og leíta að þessari sokölluðu veröld. Mer var |)úngt
og þraungt um hjartað, inig lángaði til að vera þar
kyr, og þó hafði eg andstygð á að hugsa til þess;
það var undarleg barátta í sálu minni, eínsog tveír
gagnstæðir andar væru þar að eígast við. Annað
veífið Jvótti mer so yndæl kyrðin og eínveran, og