Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 46
Jónas Hallgrímsson varð einna fyrstur manna til að rannsalca íslenzka rúna-
steina og draga upp áletranirnar á þeim. Þetta er sýnishorn af uppdráttum
Jónasar frá 18U1, letrið á hinum fyrri Stafholtssteini, sjá bls. 53 hér á eftir.
TJm fullkomnar myndir af öllum íslenzkum rúnasteinum vísast annars til bókar
Bæksteds, sem nefnd er í greininni.
EINAR BJARNASON
RÚNASTEINAR OG MANNFRÆÐI
Legsteinar að seinni tíma hætti, flatar hellur með áletrunum og
jafnvel myndum, munu naumast vera til hér á landi eldri en frá 16.
öld. Áður höfðu þó tíðkazt legsteinar með rúnaletri, oftast nær nátt-
úrlegir steinar með stuttum áletrunum. Slíkir legsteinar hafa þó
aldrei verið algengir, og þeir, sem nú eru þekktir, eru frá 14. öld þeir
elztu, en hinir yngstu frá lokum 17. aldar.
1 riti sínu, Islands runeindskrifter, Bibliotheca Arnamagnæana II,
Kaupmannahöfn 1942, gerði Anders Bæksted ítarlega grein fyrir öll-
um þeim rúnasteinum, sem þá voru þekktir, og næsta fáir hafa síðan
orðið kunnir.
Ég hef vandlega kynnt mér áletranirnar á öllum þessum rúnastein-
um (og auk þess stólnum frá Grund), í því skyni að gera mér sem
skýrasta grein fyrir þeim mönnum, sem þeir hafa verið settir yfir.
I sumum tilvikum virðist engin leið að finna eftir öðrum heimildum
við hvern er átt, enda er stundum einungis fornafns getið. I þessari
ritgerð verður orðalaust gengið fram hjá þeim steinum, sem aðeins
fornafn er á, en hinir teknir upp í skrána fyrir fróðleiks sakir, sem
bæði hafa skírnarnafn og föðurnafn, þótt ekki hafi tekizt að þekkja
manninn. En fyrst og fremst er athygli beint að áletrunum, er geyma
nöfn manna, sem unnt er með vissu eða miklum líkum að þekkja.
Ég þóttist þegar í stað kannast við sum þessi nöfn, þegar ég fór að
kynna mér áletranirnar, og þegar ég gáði betur að, komst ég að
raun um, að allar líkur bentu til, að rétt væri til getið. Hér á eftir
mun ég gera grein fyrir þessum mönnum og hvers vegna ég hygg,