Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 128
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS til þess að sundra brynjum meS. Þannig sjáum við atgeir í hendi stríðsmanns frá tímum Jóhannesar konungs fyrsta (1350-1364) á lágmynd í St. Leukirkjunni í París, og á honum er hamarsskalli and- spænis axarblaðinu í stað króks eða brodds. En smám saman tók at- geirinn breytingum, líklega vegna tilkomu eldvopna eða endurbóta á þeim. Þróunin varð þá sú, að upprunalegur tilgangur atgeirsins hvarf í skuggann og hann varð framar öllu lagvopn, en broddurinn eða krókurinn varð eins og hver önnur tilbót, sem gagn gat verið að á stundum. Aldur atgeira er auðveldast að ákvarða eftir lögun axarblaðsins og lagi og stefnu eggjarinnar. Það er hægt að setja upp langa röð af atgeirum, sem sýna þróun vopnsins greinilega allt fram á 17. öld. Eins og þegar er sagt, er atgeirinn þýzkur að uppruna í frumgerð sinni. 1 herjum 14. og 15. aldar var hann algengasta vopn óbreyttra fótgönguliða. En eftir gagngerða breytingu á vopnabúnaði í lok 15. aldar, þegar fótgönguliðarnir fengu í hendur hið langa lagspjót, voru það einkum undirforingjar og hinar þrautreyndustu stríðskempur, sem báru atgeira. Atgeirar héldust í notkun alla 16. öld, en á 17. öld hurfu þeir með öllu úr herjunum. Á 18. öld báru undirforingjar í fótgönguliðinu litla atgeira, sem kallaðir voru undirforingjaskammsverð. Á Frakklandi og Italíu voru notuð vopn með atgeirs nafni (halle- barde, allabarda), sem að vísu voru stangvopn, en býsna ólík þýzku atgeirunum og ættu eiginlega ekki að bera sameiginleg heiti með þeim. En eftir löguninni er greint á milli þýzkra og ítalskra atgeira. Rétt er frá því að greina, þótt það komi ekki við notkun atgeira í hernaði, að þeir urðu víða vopn lífvarða þjóðhöfðingja. Þetta sjáum við þegar í bók, sem út var gefin 1539. Og á seinni hluta 16. aldar báru Svissararnir við frönsku hirðina atgeira. Þegar stundir liðu fram og atgeirinn gegndi upprunalegu hern- aðarlegu hlutverki sínu sífellt miður, voru þeir eigi að síður mjög næmir fyrir stílbreytingum, og á renessanse- og barokktímanum tóku þeir á sig allfáránlegar myndir og voru oft mikið skreyttir. Fleinn- inn fram úr varð þá oft óhæfilega fyrirferðarmikill, en aðrir hlutar atgeirsins minnkuðu að sama skapi. Sýna má með langri þróunarrgð, hvernig atgeirinn verður á þennan hátt að hreinu skrautvopni. Þó að ítalski atgeirinn væri mjög ólíkur þeim þýzka í laginu, eiga þeir þó báðir rót sína að rekja til sömu frumgerðarinnar. En þeir þróuðust hvor í sína áttina. ítalska atgeirinn sjáum við greinilega á vængjaaltari Nicolo Semiticolo frá miðri 14. öld í Akademíinu í Fen-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað: Megintexti (01.01.1971)
https://timarit.is/issue/140061

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Islands våben =
https://timarit.is/gegnir/991006604309706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Megintexti (01.01.1971)

Aðgerðir: