Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 59
KÚNASTEINAR OG MANNFRÆÐI
59
Tómas Ólafsson.
Samkv. lögréttumannatali var hann í nefnd, væntanlega úr Hegra-
nesþingi, árin 1591-1620 a. m. k. Hann er væntanlega fæddur um
1560, sonur Ólafs lögréttumanns á Hafgrímsstöðum í Tungusveit
Tómassonar ábóta Eiríkssonar og k. h. Guðrúnar Tómasdóttur á
Þorleiksstöðum í Blönduhlíð og síðar í Hvammi í Fljótum Brands-
sonar, þess sem hér á eftir getur. Móðir Ólafs á Hafgrímsstöðum
var, eins og segir í riti Bæksteds, bls. 153, Þóra Ólafsdóttir, stjúp-
dóttir Jóns biskups Arasonar.
Tómas Ólafsson býr 1611 á Lýtingsstöðum í Tungusveit. Kona
hans var Solveig Brandsdóttir á Silfrastöðum Ormssonar og k. h.
Hallóttu Þorleifsdóttur sýslum. á Möðruvöllum Grímssonar. Af börn-
um þeirra eru ekki önnur kunn en Ormur b. á Hafgrímsstöðum í
Tungusveit, sem getið er í þingskjölum árið 1630. (Alþb. V, 187 og
200-202).
27. Rúnasteinn frá Stórholti í Fljótum. Þjms. 8195. Bæksted bls.
153-155.
Hér hvílir undir Thómas Brandarson, hvörs (hvers) sál eí
Gu’Ö varíJveiti undir sinni blessan.
Áletrunin er talin vera ung. Finnandi steinsins og Matthías Þórð-
arson, þjóðminjavörður, hafa eflaust rétt fyrir sér í því yfir hvern
steinninn er (Bæksted, bls. 153 og 155), en fyrri ættfræðingar hafa
ættfært manninn alveg rangt, og raunar hefur aldrei komið fram hið
rétta um þennan mann og leiðrétting á mörgu, sem um hann hefur
verið skráð, prentað og óprentað. Þess vegna verður greinargerðin
um hann hér nokkuð löng. Um annan Tómas Brandsson á þessum
slóðum og svipuðum tíma er ekki að ræða.
Tómas Brandsson.
17. apríl 1556 gekk á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð dómur kvaddur
af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, sem þá var einnig sýslumaður í
Hegranesþingi, um framfæri barna Guðnýjar Jónsdóttur, en þau
voru sjö að tölu. Eitt barnanna var dæmt á frænda sinn í föðurætt,
en önnur börn hennar voru dæmd að eiga framfæri hjá síra Jóni
Brandssyni og Tómasi bróður hans og var ætt þeirra svo talin við
ómagana: Öðru megin Guðrún Brandsdóttir, Sigríður, síra Jón. Hinu
megin Tómas Böðvarsson, Jón Tómasson, Gróa Jónsdóttir og Guðný